Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Það er þá munur á kúk og skít

Frú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstýra á Sögu er örg út í hundeiganda sem, að hennar sögn, lætur hundinn sinn gera stykkin sín við garðshliðið heima hjá henni.  Það finnst frú Arnþrúði ekki geðslegt að vonum.

En frúin ætti að hafa í huga, að fleira er skítur en hundaskítur, þegar hún á þessari útvarpsstöð sinni  drullar yfir menn og málefni, sem ekki eru henni að skapi.

Sennilega er það með skítinn eins og peninga, að þangað safnist hann þar sem mest er af honum fyrir.

Frú Arnþrúður heldur áfram að hnýta í Kastljós fyrir umfjöllun þeirra um læknadópið. Hún vill meina að Kastljósi væri nær að fara að fordæmi Sögu og beina skítkastinu að ríkisstjórninni í stað þess að reyna bjarga henni með umfjöllun um þetta einkennilega áhugamál þeirra Jóhannesar og Sigmars.

„Af hverju,“ spyr frú Arnþrúður, „greinir Jóhannes ekki frá nöfnum þeirra sem fóðruðu dóttur hans á eiturlyfjum, hvaða hagsmuni er hann að verja“?  

Smekklegt ekki satt?

Frú Arnþrúður ætti þá að upplýsa hlustendur útvarps Sögu hvaða hagsmuna hún er að gæta þegar hún eys afurðum sínum yfir Kastljósið fyrir frábæra umfjöllun þeirra um læknadópið.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband