Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Útvarp Saga hvetur til stjórnarskrárbrots
28.9.2011 | 10:42
Á Útvarpi Sögu er daglega skoðanakönnun og ekki þarf að fara í grafgötur með að í spurningunum stöðvarinnar felast, undantekningarlítið, pólitískur boðskapur og þannig framsettur að ekki fer á milli mála að fiskað er eftir ákveðinni fyrirframgefinni niðurstöðu.
Á útvarpsstöðinni starfar stjórnlagaþingmaðurinn Pétur Gunnlaugsson og hefur stjórnarskráin og frumvarp til nýrrar stjórnarskrár fengið fyrir vikið meiri og jákvæðari umfjöllun en almennt gerist um á þessari stöð um málefni og menn.
Nú bregður svo við að útvarpsstöðin hvetur til stjórnarskrárbrots með spurningu dagsins í dag: Á forsetinn að sniðganga þingsetningu Alþingis 1. október?
Samkvæmt 22.gr. stjórnarskrár verður Alþingi ekki sett nema með aðkomu forsetans. Ekki fer á milli mála að í spurningu útvarpsins liggur ákveðin hvatning og von að forsetinn brjóti starfsskyldur sínar og stjórnarskrá og mæti ekki til setningar Alþingis.
Að auki hvetur útvarpsstöðin til þess að fólk fjölmenni á Austurvöll á laugardaginn og láti hendur skipta við setningu þingsins, þó ekki sé það sagt með beinum hætti.
Fari fólk að ráðum útvarps Sögu með ófyrirséðum afleiðingum er næsta víst að stöðin mun afneita ábyrgð sinni tvisvar áður en haninn galar þrisvar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Einlægur er friðarviljinn, góðir hálsar
27.9.2011 | 20:09
Þarna sjá þeir, sem ekki héldu vatni af hrifningu yfir ræðu Benjamíns Netanyahu forsætisráðherra Ísraels á allsherjarþingi Sþ, hvernig fara saman orð Ísraela og gjörðir.
Nokkrir gátu ekki á sér setið og blogguðu um ræðuna af hrifningu og aðdáun á þessari friðardúfu andskotans og einlægum friðarvilja hennar, hvar hún kallaði eftir að samningaviðræður hæfust á ný! Heyr á endemi.
Þarna sjá þeir hvernig hann virkar einlægur friðarvilji Síonistana. Þarna sjá hvernig Síonisminn ætlar að framkvæma friðinn. Ekki eru liðnir nema fjórir dagar frá friðarboðskapnum mikla þegar Ísraelar kalla eftir hryðjuverki.
Þetta er vanabundin aðferð, Ísraelar tilkynna um ákvörðun, sem þeir vita að steypir einhverjum úr öfgaliðinu fram af brúninni og þeir fá á sig þá árás sem kallað var eftir. Síonistar hika þannig ekki við að fórna sínu fólki til þess eins að geta í áróðursstríðinu bent á blóðið og sagt heiminum hver sé ljóti karlinn.
Skítlegt eðli segi ég.
Leyfa byggingu 1100 íbúða í Jerúsalem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ólíkt hafast þeir að Sigmundur Davíð og Bjarni stefnulausi, formaður Foringjalausaflokksins
27.9.2011 | 13:38
Sigmundur Davíð og Framsóknarmenn virðast ætla að standa í lappirnar í málefnum Palestínu. Gott hjá þeim.
En það sama verður ekki sagt um Bjarna stefnulausa, formann Foringjalausaflokksins. Þeirra afstaða kemur ekki á óvart, allt annað úr þeirri áttinni hefði verið hreint undur. Þeirra skoðun á málinu er aðsend, enda hefur flokkurinn sá aldrei rekið sjálfstæða utanríkisstefnu.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu alla tíð Kommúnistaflokkinn og arftaka hans Sameiningarflokk alþýðu - Sósíallistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið um að vera stýrt frá Moskvu. Þær ásakanir voru án vafa réttar hvað tvo fyrrtöldu flokkana varðar. En á sama tíma var Sjálfstæðisflokkurinn beintengdur við Hvíta húsið og tók við fyrirmælum þaðan og gerir enn.
Sjálfstæðismenn hafa alla tíð vart vatni getað haldið af þörf og þrá til þjónkunar við Bandaríkin. Steingrímur heitinn Hermannsson segir í ævisögu sinni að vitað hafi verið að ákveðnir menn bæru upplýsingar um menn og málefni í sendiráð Bandaríkjanna. Það fólk hefði örugglega talið samskonar slefburð í Sovéska sendiráðið ekki vera sérlega þjóðhollan.
Steingrímur segir ennfremur frá utanríkisráðherratíð sinni í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokksins. Sjálfstæðismenn voru dæmalaust viðkvæmir og uppstökkir yfir nánast öllum embættisfærslum Steingríms og höfðu allt á hornum sér.
Ástæðan fyrir ergelsi þeirra var sú að Steingrímur taldi eðlilegt að Ísland, sem sjálfstætt ríki, hefði sjálfstæða utanríkisstefnu og sleppti því takinu á pilsfali Bandaríkjanna. Sérlega argir urðu Sjallarnir, yfir stefnubreytingu Steingríms á afstöðu Íslands til deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, svo mjög að stjórnarslitum var hótað.
En það er bara broslegt að Bjarni stefnulausi, formaður Foringjalausa flokksins skuli reyna að halda því fram að hann hafi myndað sér sjálfstæða skoðun á málinu.
„Með lögum skal land byggja“
27.9.2011 | 12:45
Ætli lögreglan að standa undir nafni og sínum einkunnarorðum eiga þeir yfirmenn lögreglunnar sem bera ábyrgð á þessum málum að víkja úr embætti nú þegar.
Um það eiga þeir ekkert val, annars verður lögreglan vart marktæk sem slík.
En kannski er það aukaatriði í augum Ríkislögreglustjóra, geti hann lafað á sínu embætti, og boðað lýðnum að fara að lögum, hvar hann situr borðalagður í bak og fyrir í sínum fílabeinsturni.
Lögreglan brýtur lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gott....
26.9.2011 | 21:49
Allgóð samstaða!
26.9.2011 | 18:29
Allgóð samstaða er í utanríkismálanefnd, um stuðning við umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Hvað það merkir nákvæmlega kemur ekki fram í fréttinni.
En ef að líkum lætur þá merkir allgóð samstaða sennilegast fulla samstöðu nefndarinnar um málið að frátöldum tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, formanni flokksins og varaformanni hans.
Þau hjúin hafa, án minnsta vafa, gjörólíka sýn á málið en aðrir nefndarmenn. Þau, sem sannir Sjálfstæðismenn, víkja ekki gráðu frá þeirri stefnu sem Síonistar ákveða fyrir Bandaríkjastjórn og það sem Bandaríkjamenn vilja, vilja þau.
Sjálfstæðismenn hafa, þrátt fyrir nafnið, aldrei haft sjálfstæða utanríkisstefnu. Í þeim málum er Sámur frændi einráður.
En það er ekki nóg að Ísland sé sammála umsókn Palestínu og ætli að greiða henni atkvæði á vettvangi SÞ. Við Íslendingar eigum að beita okkur hart í málinu og láta í okkur heyra. Við eigum að standa í lappirnar, vera menn en ekki mýs.
Samstaða í utanríkismálanefnd um Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vesalings tuðran
26.9.2011 | 13:55
Sækjast sér um líkir er sennilegasta skýringin á því að hálfvitar einir laðast að gimbrinni eins og flugur að ljósi.
Laðar að sér eintóma hálfvita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og hvað,...
26.9.2011 | 00:53
...er CIA að falast eftir samúð og frjálsum framlögum?
Ráðist á hús CIA í Kabul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dýrt myndi samlífið allt...
25.9.2011 | 23:17
...ef svo væri hver dráttur!
Bauð tvo milljarða í klámmynd Kardashian | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skítseyði
25.9.2011 | 20:59
Skemmdarverk unnin á leiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |