Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Skandall
3.6.2012 | 22:57
Það er deginum ljósara að framkvæmd Stöðvar tvö á þessum kappræðufundi, var stöðinni, stjórnendum hennar og eigendum til skammar og háðungar.
Svo beit sjónvarpsstöðin höfuðið af skömminni þegar útsendingunni var læst skyndilega og óvænt.
Stöð 2 læst stöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hátíð í skugga lágkúru
3.6.2012 | 11:02
Ég óska sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra til hamingju með daginn, sem og öðrum lands- mönnum.
Látum sem við sjáum ekki þann skugga sem LÍÚ mafían reynir að varpa á daginn með sinni landsþekktu lágkúru.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fé með röngum hirði
1.6.2012 | 22:29
Er það eina lausn Péturs Blöndal á því fjárfestingaóráði sem stjórnir lífeyrissjóðanna hafa verið haldin undanfarin ár að hækka lífeyrisaldur? Þessi sami Pétur hefur líka haldið því fram að hægðaleikur sé að lifa af lágmarkslaunum, þó hann hafi ekki orðið við áskorunum um að sanna það á eigin skinni.
Það kann svo að fara að hækkun lífeyrisaldurs verði þrautaráðið, til bjargar lífeyrissjóðunum, óhjákvæmileg afleiðing af sukki atvinnurekenda með sjóðina, sjóða sem þeir eiga ekkert tilkall til, en voru settir yfir með lagaboði.
Lausn Péturs, að hækka lífeyrisaldur, til viðbótar við þegar orðnar skerðingar á lífeyrisréttindum, er til þess eins fallin að tryggja atvinnurekendum áframhaldandi ráðstöfunarrétt á annarra manna fé og þannig nægt fjármagn til fjárfestinga í eigin ranni.
Pétur Blöndal ætti, sé honum eins annt um lífeyriseign landsmanna og hann lætur, að beita sér fyrir þeirri lagabreytingu að atvinnurekendur verði fjarlægðir úr stjórnum lífeyrissjóðanna og sjóðirnir verði alfarið undir stjórn og ábyrgð þeirra sem þá eiga og í þá greiða.
En sem sannur íhaldsmaður hefur Pétur Blöndal ekki hinn minnsta áhuga á því.
Ellilífeyrisaldur sennilega upp í 70 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sorgleg afsökun (ásökun) Ástþórs Magnússonar
1.6.2012 | 20:54
Ef ég hef skilið Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðanda rétt, í fréttum sjónvarps í kvöld, þá kennir hann öðrum forsetaframbjóðendum og fulltrúum þeirra um falsaðar undirskriftir, sem hans eigin fulltrúar söfnuðu og skiluðu inn.
Það skyldi þá ekki vera að sú aðferð, sem Ástþór var sagður beita við söfnunina, hafi einmitt skilað þessari niðurstöðu. En hvernig sem í þessu klúðri liggur, getur ábyrgðin á þessum mistökum tæplega legið hjá öðrum en Ástþóri sjálfum og þeim sem unnu fyrir hann.
Forsetaframboð Ástþórs ógilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjallar sóla sig
1.6.2012 | 12:36
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lagt undir sig Arnarhól, sem er ágætt í sjálfu sér, þeir eru þá ekki til óþurftar á Alþingi á meðan.
Fíflafaraldur á Arnarhóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |