Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Þingflokksformaður LÍÚ

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingsflokksformaður LÍÚ reif sig niður í klof í þinginu í fyrr dag og upp aftur, yfir þeirri ósvífni að þingmenn þyrftu að sitja þingfundi og væru þannig hindraðir í því að sinna mun mikilvægari málum, t.a.m.  hanastélspartí austur á landi til að lepja þar froðuvín og hlusta á lofræður um þeirra eigin háborinnheit.

Ragnheiður Elín sagði ennfremur að LÍÚ flokkurinn  muni ekki  semja „hagsmuni þjóðarinnar“ út af borðinu til að fá þinglok. En verði hinsvegar gengið að kröfum LÍÚ varðandi fiskveiðistjórnunarfrumvörpin, þá sé hagsmunum þjóðarinnar vel fórnandi fyrir þinglok.


mbl.is Þjóðarhagsmunum ekki fórnað fyrir þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um Bessastaði

Niðurstaða skoðanakannana

Það hafa verið í gangi 3 kannanir á síðunni hjá mér undanfarið, en samtengdar. Sama spurningin var borin upp í þeim öllum: 

Ef aðeins tveir eftirtaldir frambjóðendur yrðu í kjöri til embættis forseta Íslands þann 30. júní n.k., hvort myndir þú kjósa? 

Fyrst var Þóru Arnórsdóttur teflt fram gegn Ólafi Ragnari, 600 svöruðu og niðurstaðan varð: 

 

Ólafur Ragnar Grímsson 50.8%

 

Þóra Arnórsdóttir 41.8%

 

Skila auðu- sitja heima 7.3%

 

  
  
  
   
 Síðan var Jóni Val Jenssyni stillt upp gegn Ólafi, 412 svöruðu, niðurstaðan varð:
  

Ólafur Ragnar Grímsson 55.8%

 

Jón Valur Jensson 13.6%

 

Skila auðu – sitja heima. 30.6%

 

  
  
   
 Að lokum var Stefán Jón Hafstein sendur fram gegn Ólafi, 403 svöruðu, hans árangur varð sem hér segir:

Ólafur Ragnar Grímsson 54.3%

 
Stefán Jón Hafstein 32.3%
 
Skila auðu – sitja heima. 13.4%

 Forsetinn er samkvæmt þessu með unnið tafl.

 


Góð frammistaða RUV

RUV á þakkir skyldrar fyrir þáttinn „Baráttan um Bessastaði“, hvar öllum forsetaframbjóðendum var gert jafnt undir höfði, en skoðanakannanir ekki látnar ákveða hverjir væru til muna jafnari en aðrir, eins og Stöð2 gerði sig seka um.

Það er mín skoðun að í þættinum í kvöld hafi Þóra og  Ari Trausti staðið sig best. Herdís kom mér verulega á óvart, hún stóð sig líka afar vel. Ólafur Ragnar kom mér líka verulega á óvart, hann var slakur.

Þáttastjórnendur stóðu sig mjög vel og ég get ekki betur séð en þeir hafi með frammistöðu sinni afsannað þær ásakanir að RUV stæði vörð um framboð Þóru.


mbl.is Ósammála um 26. greinina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum öðrum líf, eftir lífið

Það er þjóðþrifamál, raunar hreint lífsspursmál, að þetta frumvarp, hvar ætlaðri neitun við líffæragjöf verði snúið í ætlað samþykki, verði samþykkt á Alþingi.

Það má ekki gerast öllu lengur, að þeir sem vilja að þeirra dauði verði öðrum til lífs með líffæragjöf verði hindraðir í því fyrir þá sök eina að þeir hafi trassað að skrá þann vilja sinn formlega.

Ég hef trú á,  að þeim sem ekki hugnast slík lífsgjöf, eftir eigin dauða, muni ekki trassa þá skráningu.

  


mbl.is Þingið samþykki tillögu um líffæragjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig sigla skip sem eru í slipp?

Boðað hefur verið til mótmælafundar af hálfu LÍÚ á Austurvelli á morgun kl.16. Þar er frjálsmæting útgerða og áhafna að sögn framkvæmdastjóra LÍÚ, sem allir vita að má ekki vamm sitt vita.  

Það er ágætt að vera með djarfar yfirlýsingar um siglingu skipa frá Grindavík til Reykjavíkur, eins og þessi frétt greinir, þegar þau sömu skip eru þegar komin í  „slipp“ í Hafnafirði.  

Eftirfarandi er gott dæmi um meinta frjálsa mætingu áhafna á fundinn á Austurvelli.

Skip með heimahöfn fyrir norðan landaði í Reykjavík fyrir sjómannadag. Brottför hefur verið ákveðin á morgun 7. júní.  Rúta leggur af stað með áhöfnina frá útgerðarstað fyrir norðan laust fyrir hádegi.

Ekið verður með áhöfnina beint niður á Austurvöll, á mótmælafund  LÍÚ. Þar verður áhöfninni hleypt út og henni síðan ekið um borð frá sama stað klukkutíma síðar að mótmælum loknum.

Engum er skylt að mæta á þennan fund segir hinn vammlausi framkvæmdastjóri LÍÚ!

Einmitt það!

  


mbl.is Grindvíkingar munu sigla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítlegt eðli

Það er að sanna sig að svokallaðir „upplýsingafundir“ útgerðamanna með starfsmönnum sínum, eru eins og svartsýnustu menn óttuðust, aðeins einhliða áróðursfundir, þeir voru ekki hugsaðir til skoðanaskipta um deilumálið.

Forskriftin er einföld: Hér tölum við, spurningar og athugasemdir úr sal eru bannaðar. Hlustið á það sem við höfum að segja, kyngið því eða farið.

Hvar er Sjómannasamband Íslands, er það á Kanarí að gera í buxurnar?   


mbl.is SGS mótmælir aðgerðum LÍÚ harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingar dulbúnar sem fréttir

Auglýsing WOW air á Smartlandi Mörtu Maríu á Mogganum, er sem stendur mest lesna "fréttin" á Mbl.is. 

Á Smartlandinu er allt auglýst og fært í búning frétta, frá megrandi blöndurum upp í flugfélög , sé það nægjanlega hallærislegt.  

  


mbl.is Þessir voru í jómfrúferð Wow air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrir LÍÚ í sjálfu sér?

Það hefur legið ljóst fyrir að útgerðarmenn hafi haft opinn aðgang að ferli kerfisbreytinga sjávarútvegsins og allri vinnu kringum það, en þeir hafnað því alfarið eða hundsað. Núna rísa þeir upp á lokasprettinum, sem nývaknaðir hundar af værum blundi, úrillir og skapstyggir og beita fyrir sig starfsmönnum sínum.

Þessir sömu útgerðarmenn hafa boðað til funda með starfsmönnum sínum næstu daga, til að fara yfir stöðu mála eins og það er orðað. Ætli þeir hafi boðað fulltrúa Alþingis eða stjórnvalda á þessa fundi svo þess sama jafnaðar verði gætt og þeir krefjast eftir á, sér til handa?


mbl.is Engin viðbrögð frá stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ lygur og Sjómannasamband Íslands þegir þunnu hljóði

Því hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra LÍÚ og núna af SA (Samtökum atvinnulífsins) að þessi vikulanga verkbanns aðgerð LÍÚ sé ekki brot á 17. gr.  laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem útgerðirnar borgi mönnum laun þessa viku!

Þetta er hrein lygi, í besta falli hálfsannleikur. Af hverju er þetta verkbann LÍÚ aðeins vika en ekki t.d. hálfur mánuður? Skýringin er einföld, í landlegum eru sjómenn launalausir í 7 daga eftir að hafnarfríi líkur. Þá fyrst hefjast launagreiðslur útgerðanna gegn vinnuframlagi áhafna.

Í kjarasamningi LÍÚ og Sjómannasambandsins segir m.a. í lið 5.13. um launatímabil á togurum, svo dæmi sé tekið:

.

Að loknu hafnarfríi mega líða 7 dagar án sérstakrar kaupgreiðslu og án vinnuskyldu. Að þeim tíma liðnum skal greiða kauptryggingu, enda sinni skipverjar samkvæmt beiðni 8 tíma vinnuskyldu á dagvið skipið innanborðs og búnað þess. 

 

Útgerðamenn borga því engin laun þessa viku.  Góðir!

Af hverju þegir Sjómannasamband Íslands yfir þessum rangfærslum? Stendur Sjómannasambandið með útgerðamönnum í þessari svívirðu, sömu mönnunum og hafa komið sér hjá því að ganga frá lausum samningum við SSÍ árum saman?

   


mbl.is SA andmæla túlkun ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmar hlutinn sinn faktorinn

Það er víða grátið og tönnum gníst ef fiskiskipaflotinn stoppar viku í landi. Verslunarstjóri í Ólafsvík er að drukkna í eigin táraflóði  og harmar sinn hlut vegna minni kostsölu meðan skipin eru stopp.

Ég hef alltaf haldið að það séu áhafnir skipanna sem éta kostinn, ekki skipin. Þurfa sjómenn ekkert að éta meðan þeir eru í landi? Hvaðan kemur sá kostur?

  


mbl.is Ólafsvík ekkert án báta á sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.