Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Ţingflokksformađur LÍÚ

Ragnheiđur Elín Árnadóttir, ţingsflokksformađur LÍÚ reif sig niđur í klof í ţinginu í fyrr dag og upp aftur, yfir ţeirri ósvífni ađ ţingmenn ţyrftu ađ sitja ţingfundi og vćru ţannig hindrađir í ţví ađ sinna mun mikilvćgari málum, t.a.m.  hanastélspartí austur á landi til ađ lepja ţar frođuvín og hlusta á lofrćđur um ţeirra eigin háborinnheit.

Ragnheiđur Elín sagđi ennfremur ađ LÍÚ flokkurinn  muni ekki  semja „hagsmuni ţjóđarinnar“ út af borđinu til ađ fá ţinglok. En verđi hinsvegar gengiđ ađ kröfum LÍÚ varđandi fiskveiđistjórnunarfrumvörpin, ţá sé hagsmunum ţjóđarinnar vel fórnandi fyrir ţinglok.


mbl.is Ţjóđarhagsmunum ekki fórnađ fyrir ţinglok
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Baráttan um Bessastađi

Niđurstađa skođanakannana

Ţađ hafa veriđ í gangi 3 kannanir á síđunni hjá mér undanfariđ, en samtengdar. Sama spurningin var borin upp í ţeim öllum: 

Ef ađeins tveir eftirtaldir frambjóđendur yrđu í kjöri til embćttis forseta Íslands ţann 30. júní n.k., hvort myndir ţú kjósa? 

Fyrst var Ţóru Arnórsdóttur teflt fram gegn Ólafi Ragnari, 600 svöruđu og niđurstađan varđ: 

 

Ólafur Ragnar Grímsson 50.8%

 

Ţóra Arnórsdóttir 41.8%

 

Skila auđu- sitja heima 7.3%

 

  
  
  
   
 Síđan var Jóni Val Jenssyni stillt upp gegn Ólafi, 412 svöruđu, niđurstađan varđ:
  

Ólafur Ragnar Grímsson 55.8%

 

Jón Valur Jensson 13.6%

 

Skila auđu – sitja heima. 30.6%

 

  
  
   
 Ađ lokum var Stefán Jón Hafstein sendur fram gegn Ólafi, 403 svöruđu, hans árangur varđ sem hér segir:

Ólafur Ragnar Grímsson 54.3%

 
Stefán Jón Hafstein 32.3%
 
Skila auđu – sitja heima. 13.4%

 Forsetinn er samkvćmt ţessu međ unniđ tafl.

 


Góđ frammistađa RUV

RUV á ţakkir skyldrar fyrir ţáttinn „Baráttan um Bessastađi“, hvar öllum forsetaframbjóđendum var gert jafnt undir höfđi, en skođanakannanir ekki látnar ákveđa hverjir vćru til muna jafnari en ađrir, eins og Stöđ2 gerđi sig seka um.

Ţađ er mín skođun ađ í ţćttinum í kvöld hafi Ţóra og  Ari Trausti stađiđ sig best. Herdís kom mér verulega á óvart, hún stóđ sig líka afar vel. Ólafur Ragnar kom mér líka verulega á óvart, hann var slakur.

Ţáttastjórnendur stóđu sig mjög vel og ég get ekki betur séđ en ţeir hafi međ frammistöđu sinni afsannađ ţćr ásakanir ađ RUV stćđi vörđ um frambođ Ţóru.


mbl.is Ósammála um 26. greinina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gefum öđrum líf, eftir lífiđ

Ţađ er ţjóđţrifamál, raunar hreint lífsspursmál, ađ ţetta frumvarp, hvar ćtlađri neitun viđ líffćragjöf verđi snúiđ í ćtlađ samţykki, verđi samţykkt á Alţingi.

Ţađ má ekki gerast öllu lengur, ađ ţeir sem vilja ađ ţeirra dauđi verđi öđrum til lífs međ líffćragjöf verđi hindrađir í ţví fyrir ţá sök eina ađ ţeir hafi trassađ ađ skrá ţann vilja sinn formlega.

Ég hef trú á,  ađ ţeim sem ekki hugnast slík lífsgjöf, eftir eigin dauđa, muni ekki trassa ţá skráningu.

  


mbl.is Ţingiđ samţykki tillögu um líffćragjöf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvernig sigla skip sem eru í slipp?

Bođađ hefur veriđ til mótmćlafundar af hálfu LÍÚ á Austurvelli á morgun kl.16. Ţar er frjálsmćting útgerđa og áhafna ađ sögn framkvćmdastjóra LÍÚ, sem allir vita ađ má ekki vamm sitt vita.  

Ţađ er ágćtt ađ vera međ djarfar yfirlýsingar um siglingu skipa frá Grindavík til Reykjavíkur, eins og ţessi frétt greinir, ţegar ţau sömu skip eru ţegar komin í  „slipp“ í Hafnafirđi.  

Eftirfarandi er gott dćmi um meinta frjálsa mćtingu áhafna á fundinn á Austurvelli.

Skip međ heimahöfn fyrir norđan landađi í Reykjavík fyrir sjómannadag. Brottför hefur veriđ ákveđin á morgun 7. júní.  Rúta leggur af stađ međ áhöfnina frá útgerđarstađ fyrir norđan laust fyrir hádegi.

Ekiđ verđur međ áhöfnina beint niđur á Austurvöll, á mótmćlafund  LÍÚ. Ţar verđur áhöfninni hleypt út og henni síđan ekiđ um borđ frá sama stađ klukkutíma síđar ađ mótmćlum loknum.

Engum er skylt ađ mćta á ţennan fund segir hinn vammlausi framkvćmdastjóri LÍÚ!

Einmitt ţađ!

  


mbl.is Grindvíkingar munu sigla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skítlegt eđli

Ţađ er ađ sanna sig ađ svokallađir „upplýsingafundir“ útgerđamanna međ starfsmönnum sínum, eru eins og svartsýnustu menn óttuđust, ađeins einhliđa áróđursfundir, ţeir voru ekki hugsađir til skođanaskipta um deilumáliđ.

Forskriftin er einföld: Hér tölum viđ, spurningar og athugasemdir úr sal eru bannađar. Hlustiđ á ţađ sem viđ höfum ađ segja, kyngiđ ţví eđa fariđ.

Hvar er Sjómannasamband Íslands, er ţađ á Kanarí ađ gera í buxurnar?   


mbl.is SGS mótmćlir ađgerđum LÍÚ harđlega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Auglýsingar dulbúnar sem fréttir

Auglýsing WOW air á Smartlandi Mörtu Maríu á Mogganum, er sem stendur mest lesna "fréttin" á Mbl.is. 

Á Smartlandinu er allt auglýst og fćrt í búning frétta, frá megrandi blöndurum upp í flugfélög , sé ţađ nćgjanlega hallćrislegt.  

  


mbl.is Ţessir voru í jómfrúferđ Wow air
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heyrir LÍÚ í sjálfu sér?

Ţađ hefur legiđ ljóst fyrir ađ útgerđarmenn hafi haft opinn ađgang ađ ferli kerfisbreytinga sjávarútvegsins og allri vinnu kringum ţađ, en ţeir hafnađ ţví alfariđ eđa hundsađ. Núna rísa ţeir upp á lokasprettinum, sem nývaknađir hundar af vćrum blundi, úrillir og skapstyggir og beita fyrir sig starfsmönnum sínum.

Ţessir sömu útgerđarmenn hafa bođađ til funda međ starfsmönnum sínum nćstu daga, til ađ fara yfir stöđu mála eins og ţađ er orđađ. Ćtli ţeir hafi bođađ fulltrúa Alţingis eđa stjórnvalda á ţessa fundi svo ţess sama jafnađar verđi gćtt og ţeir krefjast eftir á, sér til handa?


mbl.is Engin viđbrögđ frá stjórnvöldum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

LÍÚ lygur og Sjómannasamband Íslands ţegir ţunnu hljóđi

Ţví hefur veriđ haldiđ fram af framkvćmdastjóra LÍÚ og núna af SA (Samtökum atvinnulífsins) ađ ţessi vikulanga verkbanns ađgerđ LÍÚ sé ekki brot á 17. gr.  laga um stéttarfélög og vinnudeilur, ţar sem útgerđirnar borgi mönnum laun ţessa viku!

Ţetta er hrein lygi, í besta falli hálfsannleikur. Af hverju er ţetta verkbann LÍÚ ađeins vika en ekki t.d. hálfur mánuđur? Skýringin er einföld, í landlegum eru sjómenn launalausir í 7 daga eftir ađ hafnarfríi líkur. Ţá fyrst hefjast launagreiđslur útgerđanna gegn vinnuframlagi áhafna.

Í kjarasamningi LÍÚ og Sjómannasambandsins segir m.a. í liđ 5.13. um launatímabil á togurum, svo dćmi sé tekiđ:

.

Ađ loknu hafnarfríi mega líđa 7 dagar án sérstakrar kaupgreiđslu og án vinnuskyldu. Ađ ţeim tíma liđnum skal greiđa kauptryggingu, enda sinni skipverjar samkvćmt beiđni 8 tíma vinnuskyldu á dagviđ skipiđ innanborđs og búnađ ţess. 

 

Útgerđamenn borga ţví engin laun ţessa viku.  Góđir!

Af hverju ţegir Sjómannasamband Íslands yfir ţessum rangfćrslum? Stendur Sjómannasambandiđ međ útgerđamönnum í ţessari svívirđu, sömu mönnunum og hafa komiđ sér hjá ţví ađ ganga frá lausum samningum viđ SSÍ árum saman?

   


mbl.is SA andmćla túlkun ASÍ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Harmar hlutinn sinn faktorinn

Ţađ er víđa grátiđ og tönnum gníst ef fiskiskipaflotinn stoppar viku í landi. Verslunarstjóri í Ólafsvík er ađ drukkna í eigin táraflóđi  og harmar sinn hlut vegna minni kostsölu međan skipin eru stopp.

Ég hef alltaf haldiđ ađ ţađ séu áhafnir skipanna sem éta kostinn, ekki skipin. Ţurfa sjómenn ekkert ađ éta međan ţeir eru í landi? Hvađan kemur sá kostur?

  


mbl.is Ólafsvík ekkert án báta á sjó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband