Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Siđlaus myndataka

Í fréttum sjónvarps í gćr var frétt um slys á vélsleđamanni í Unadal og ađ ţyrla gćslunnar hefđi veriđ send ađ sćkja manninn.  Međ fréttinni birtist myndskeiđ af vettvangi sem sagt var ađ áhöfn  ţyrlunnar hafi tekiđ.

Mér brá satt best ađ segja verulega ţegar ég heyrđi ţetta. Er ţetta ţađ sem koma skal, ađ sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og annađ björgunarliđ taki upp myndavélarnar sínar  á vettvangi slyss og taki ţar myndir til ađ selja fjölmiđlum?

Ţađ má vera ađ áhöfn ţyrlunnar hafi engin lög brotiđ međ myndatökunni, ég ţekki ţađ ekki, en siđlaust er ţetta athćfi klárlega og tćplega í samrćmi viđ ćtlađar starfsskyldur ţyrluáhafnarinnar.

Fréttatími RUV – fréttin byrjar á 17:00


Ráđherradraumur Ţórs Saari

idiotŢegar ţetta er ritađ stendur yfir umrćđa á Alţingi um tillögu Ţórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina, ţingrof, bođun kosninga og skipun starfstjórnar allra flokka fram ađ kosningum.

Kíkjum ađeins á innihald tillögu Ţórs. Ţór kallar eftir ţingrofi og kosningum ţegar ţingiđ er hvort eđ er á sinni síđustu starfsviku og kosningar hafa ţegar veriđ ákveđnar 27. apríl og utankjörfundar- atkvćđagreiđsla ţegar hafin! Vantrausttillagan breytir nákvćmlega engu ţar um.

Ţá stendur ađeins eftir af tillögu Ţórs skipun starfsstjórnar allra flokka fram ađ kosningum verđi hún samţykkt.

Ţađ er nefnilega kjarni málsins og eini raunverulegi tilgangur vantrausttillögu Ţórs Saari. Hann sér fram á ađ verđa fulltrúi svokallađar Hreyfingar í ţeirri starfsstjórn og fá ţannig  ráđherranafnbót í 6 vikur, međ tilheyrandi biđlaunum og bitlingum, áđur en hann kveđur Alţingi fyrir fullt og fast.

Ţađ er mikiđ lán ţegar persónulegur metnađur ţingmanna og ţjóđarhagur fara svo vel saman.

  


mbl.is Kosiđ um vantrauststillöguna í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţórđargleđi

punchŢegar ţetta er skrifađ ţá er ţessi frétt af skemmtun í Brúarási, ţar sem gerđ var misheppnuđ tilraun til ađ fćkka framsóknarmönnum, mest lesna fréttin á mbl.is.

Ég vona ađ áhugi manna sé ekki sprottin af einhverri Ţórđargleđi yfir meintu tilrćđi viđ Sigmund Davíđ. Enda eru kjaftshögg og slagsmál afskaplega döpur leiđ til ađ jafna ágreining manna á milli og hafa aldrei gert annađ en skapa meiri vanda en ţau leysa.

Vonandi áttar árásarmađurinn sig á ţví, ţegar runnin verđur af honum víman og vígamóđurinn, ađ kjörklefinn er besti og vćnlegasti vettvangurinn til ađ fćkka framsóknarmönnum.

Ég vona ađ Sigmundur Davíđ hafi skemmt sér vel, allt til enda.


mbl.is Sigmundur Davíđ kýldur á balli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rússnesk rúlletta

 


Bölvađ skítapakk!

Hćgri grćnir ćtla ađ auka fjármálaöryggi heimila hátekjumanna međ ţví ađ stórlćkka skatta á hátekjumönnum. Jafnvel villtasta frjálshyggjuliđiđ í Sjálfstćđisflokknum formar ekki ađ leggja slíka draumóra skattabreytingar á borđ kjósenda, ţótt ţeim langi örugglega til ţess.

Ef hugmyndir Hćgri gjörninganna ná fram ađ ganga lćkka skattar á manni međ tvćr milljónir á mánuđi um 400.000 –fjögurhundruđţúsund-.  Ţessu ćtla ţeir ađ ná inn í neđriendanum, skattleggja tekjur allra smćlingja ţjóđfélagsins sem í dag eru um og undir skattleysismörkum. Mađur međ 130.000 á mánuđi, sem eru skattleysismörkin, og borgar í dag engan tekjuskatt, myndi borga 26.000  til ađ auka fjármálaöryggi hátekjumanna.  

Ráđstöfunartekjur tveggja milljóna mannsins hćkka um 400 ţúsund en ráđstöfunartekjur smćlingjans lćkka úr 130 ţúsundum niđur í 104 ţúsund á mánuđi og ţađ munar um minna hjá fólki sem ţarf ađ kreista hverja krónu ţar til hún emjar í vonlausri viđleitni sinni ađ láta enda ná saman.

Svona er hćgra réttlćtiđ. Ţađ ţarf ađeins ađ skattpína um 15 öryrkja til ađ fjármagna skattafslátt hjá einum manni međ tveggja milljóna tekjur. Ég held ađ smćlingjar ţessa lands sjái ekki ţađ fjármála öryggi sem HG segja felast í ţessum hel hugmyndum sínum. 

Ţegar flestir tala um ađ hćkka ţurfi skattleysismörkin til ađ auka ráđstöfunartekjur láglaunafólks, ćtla Hćgri gjörningarnir ađ fara í ţveröfuga átt – afnema skattleysismörkin međ öllu.  

Segi ţađ og skrifa – bölvađ skítapakk!

 


mbl.is Fjármálaöryggi heimilanna í forgang
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Breiđu bökin" skattlögđ til heljar

Foringi Hćgri grćnna var í hádegisfréttum RUV ađ kynna stefnumál ţeirra Ţjóđernisjafnađarmanna. Stefnuskráin er međ eindćmum lítil og rýr en óvenju ósvífin og sjúk.

Raunar hafa HG ađeins tvö stefnumál, afleggja verđtryggingu og taka upp flatan 20% skatt. Flatur skattur ţýđir sömu skattprósentu á öll laun, taliđ frá fyrstu krónu. Ţannig vilja ţeir međ öđrum orđum létta sköttum af hátekjumönnum og fćra skattbyrđina yfir á „breiđu bökin“ í ţjóđfélaginu lágtekjufólk, öryrkja og atvinnuleysingja.

Stefna HG gagnvart fátćkum og öđrum „óćskilegum ţjóđfélagshópum“ er skýr, međ sköttum ćtla ţeir ađ gera ţađ sama og annar svipađur öfgaflokkur í Evrópu gerđi međ gasi á síđustu öld.


Brúin hans Bjarna

 


mbl.is Brú byggđ yfir á nćsta kjörtímabil
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ć sé gjöf til gjalda

DV13551051107_peningar_15_3_3_2_2_jpg_960x960_upscale_q99Er almenningi ćtlađ ađ trúa ţví ađ fyrirtćki og einstaklingar sem greiđa opinberlega fleiri hundruđ ţúsund til frambjóđenda, og hver veit hvađ framhjá bókhaldi, geri ţađ af góđmennsku einni og ćtlist ekki til ađ fá snefil af einu eđa neinu í endurgjald?

  


mbl.is Mismikill kostnađur viđ prófkjör
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Voriđ kemur á venjulegum tíma, ţví miđur

c_documents_and_settings_r14eisv_my_documents_my_pictures_mblblogg2_mbl_vedur_11_nov_kl06Ţetta vetrarveđur, sem nú gengur yfir, hlýtur ađ vera mikil vonbrigđi fyrir ţá sem vildu trúa ţví ađ voriđ hefđi gengiđ í garđ á miđjum Ţorra.

En ţeir sem vita enn á hvađa landi ţeir búa, halda ró sinni og reikna međ komu vorsins á hefđbundnum tíma.

  


mbl.is Snćlduvitlaust veđur fyrir norđan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Glópalán í óláni

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.