Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Siðlaus myndataka

Í fréttum sjónvarps í gær var frétt um slys á vélsleðamanni í Unadal og að þyrla gæslunnar hefði verið send að sækja manninn.  Með fréttinni birtist myndskeið af vettvangi sem sagt var að áhöfn  þyrlunnar hafi tekið.

Mér brá satt best að segja verulega þegar ég heyrði þetta. Er þetta það sem koma skal, að sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og annað björgunarlið taki upp myndavélarnar sínar  á vettvangi slyss og taki þar myndir til að selja fjölmiðlum?

Það má vera að áhöfn þyrlunnar hafi engin lög brotið með myndatökunni, ég þekki það ekki, en siðlaust er þetta athæfi klárlega og tæplega í samræmi við ætlaðar starfsskyldur þyrluáhafnarinnar.

Fréttatími RUV – fréttin byrjar á 17:00


Ráðherradraumur Þórs Saari

idiotÞegar þetta er ritað stendur yfir umræða á Alþingi um tillögu Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof, boðun kosninga og skipun starfstjórnar allra flokka fram að kosningum.

Kíkjum aðeins á innihald tillögu Þórs. Þór kallar eftir þingrofi og kosningum þegar þingið er hvort eð er á sinni síðustu starfsviku og kosningar hafa þegar verið ákveðnar 27. apríl og utankjörfundar- atkvæðagreiðsla þegar hafin! Vantrausttillagan breytir nákvæmlega engu þar um.

Þá stendur aðeins eftir af tillögu Þórs skipun starfsstjórnar allra flokka fram að kosningum verði hún samþykkt.

Það er nefnilega kjarni málsins og eini raunverulegi tilgangur vantrausttillögu Þórs Saari. Hann sér fram á að verða fulltrúi svokallaðar Hreyfingar í þeirri starfsstjórn og fá þannig  ráðherranafnbót í 6 vikur, með tilheyrandi biðlaunum og bitlingum, áður en hann kveður Alþingi fyrir fullt og fast.

Það er mikið lán þegar persónulegur metnaður þingmanna og þjóðarhagur fara svo vel saman.

  


mbl.is Kosið um vantrauststillöguna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórðargleði

punchÞegar þetta er skrifað þá er þessi frétt af skemmtun í Brúarási, þar sem gerð var misheppnuð tilraun til að fækka framsóknarmönnum, mest lesna fréttin á mbl.is.

Ég vona að áhugi manna sé ekki sprottin af einhverri Þórðargleði yfir meintu tilræði við Sigmund Davíð. Enda eru kjaftshögg og slagsmál afskaplega döpur leið til að jafna ágreining manna á milli og hafa aldrei gert annað en skapa meiri vanda en þau leysa.

Vonandi áttar árásarmaðurinn sig á því, þegar runnin verður af honum víman og vígamóðurinn, að kjörklefinn er besti og vænlegasti vettvangurinn til að fækka framsóknarmönnum.

Ég vona að Sigmundur Davíð hafi skemmt sér vel, allt til enda.


mbl.is Sigmundur Davíð kýldur á balli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússnesk rúlletta

 


Bölvað skítapakk!

Hægri grænir ætla að auka fjármálaöryggi heimila hátekjumanna með því að stórlækka skatta á hátekjumönnum. Jafnvel villtasta frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum formar ekki að leggja slíka draumóra skattabreytingar á borð kjósenda, þótt þeim langi örugglega til þess.

Ef hugmyndir Hægri gjörninganna ná fram að ganga lækka skattar á manni með tvær milljónir á mánuði um 400.000 –fjögurhundruðþúsund-.  Þessu ætla þeir að ná inn í neðriendanum, skattleggja tekjur allra smælingja þjóðfélagsins sem í dag eru um og undir skattleysismörkum. Maður með 130.000 á mánuði, sem eru skattleysismörkin, og borgar í dag engan tekjuskatt, myndi borga 26.000  til að auka fjármálaöryggi hátekjumanna.  

Ráðstöfunartekjur tveggja milljóna mannsins hækka um 400 þúsund en ráðstöfunartekjur smælingjans lækka úr 130 þúsundum niður í 104 þúsund á mánuði og það munar um minna hjá fólki sem þarf að kreista hverja krónu þar til hún emjar í vonlausri viðleitni sinni að láta enda ná saman.

Svona er hægra réttlætið. Það þarf aðeins að skattpína um 15 öryrkja til að fjármagna skattafslátt hjá einum manni með tveggja milljóna tekjur. Ég held að smælingjar þessa lands sjái ekki það fjármála öryggi sem HG segja felast í þessum hel hugmyndum sínum. 

Þegar flestir tala um að hækka þurfi skattleysismörkin til að auka ráðstöfunartekjur láglaunafólks, ætla Hægri gjörningarnir að fara í þveröfuga átt – afnema skattleysismörkin með öllu.  

Segi það og skrifa – bölvað skítapakk!

 


mbl.is Fjármálaöryggi heimilanna í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Breiðu bökin" skattlögð til heljar

Foringi Hægri grænna var í hádegisfréttum RUV að kynna stefnumál þeirra Þjóðernisjafnaðarmanna. Stefnuskráin er með eindæmum lítil og rýr en óvenju ósvífin og sjúk.

Raunar hafa HG aðeins tvö stefnumál, afleggja verðtryggingu og taka upp flatan 20% skatt. Flatur skattur þýðir sömu skattprósentu á öll laun, talið frá fyrstu krónu. Þannig vilja þeir með öðrum orðum létta sköttum af hátekjumönnum og færa skattbyrðina yfir á „breiðu bökin“ í þjóðfélaginu lágtekjufólk, öryrkja og atvinnuleysingja.

Stefna HG gagnvart fátækum og öðrum „óæskilegum þjóðfélagshópum“ er skýr, með sköttum ætla þeir að gera það sama og annar svipaður öfgaflokkur í Evrópu gerði með gasi á síðustu öld.


Brúin hans Bjarna

 


mbl.is Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ sé gjöf til gjalda

DV13551051107_peningar_15_3_3_2_2_jpg_960x960_upscale_q99Er almenningi ætlað að trúa því að fyrirtæki og einstaklingar sem greiða opinberlega fleiri hundruð þúsund til frambjóðenda, og hver veit hvað framhjá bókhaldi, geri það af góðmennsku einni og ætlist ekki til að fá snefil af einu eða neinu í endurgjald?

  


mbl.is Mismikill kostnaður við prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorið kemur á venjulegum tíma, því miður

c_documents_and_settings_r14eisv_my_documents_my_pictures_mblblogg2_mbl_vedur_11_nov_kl06Þetta vetrarveður, sem nú gengur yfir, hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir þá sem vildu trúa því að vorið hefði gengið í garð á miðjum Þorra.

En þeir sem vita enn á hvaða landi þeir búa, halda ró sinni og reikna með komu vorsins á hefðbundnum tíma.

  


mbl.is Snælduvitlaust veður fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glópalán í óláni

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.