Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
"Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það!"
28.2.2014 | 22:51
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir á Fésbókinni:
Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, verða að taka skoðanakannanir og mótmæli síðustu daga alvarlega. Annað væri fullkomlega óábyrgt. Við eigum að vera hér fyrir fólkið - ekki öfugt.
Hætt er við að þessi orð Karls Garðarssonar muni valda verulegum verkjum og vindgangi í þingflokki Framsókn. Það er ný og framandi hugmyndafræði á þeim bænum að flokkarnir séu fyrir fólkið en ekki öfugt.
Frosti Sigurjónsson blaðafulltrúi flokksins verður auðvitað gerður út af örkinni, sennilega strax á morgun, til að útskýra (tími 5:25 og 6:50) fyrir okkur fávísum almúganum, af sínum þjóðkunna sannfæringarkrafti og rökfimi, að Karl hafi alls ekki skrifað það sem hann skrifaði heldur eitthvað allt annað.
Gaman verður að heyra á morgun, hvað það var sem Karl vildi sagt hafa.
Við eigum að vera hér fyrir fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stjörnuhrap
27.2.2014 | 21:36
Fallið hefur á helgimyndina Hildi Lilliendahl eftir Kastljós kvöldsins. Hætt er við að viðvarandi brestir hafi komið í trúboð Hildar og trúverðugleikann.
Það sker í augun að sjá fólk í athugasemdadálkunum nota svipað orðfæri um Hildi og á nákvæmlega sama plani og þau skrif sem það gagnrýnir hana fyrir. Sumir vaða ekki í vitinu.
Hildur, hefur misstigið sig, en réttlætir það að dæla yfir hana óþverranum? Ljóst er að margir telja sig nægjanlega syndlausa til þess. Gætið að orðum ykkar, Hildur er líka manneskja!
Og lætur kallinn taka skellinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Tökum Vigdísi á Vigdísi
27.2.2014 | 15:49
Vigdís Hauksdóttir hefur þann fágæta hæfileika að geta toppað sjálfa sig dag eftir dag í pólitískum apalátum, stærilátum og mikilmennsku töktum og bætir í frekar en hitt.
Ekki má gagnrýna Vigdísi, orð hennar og gjörðir, algóða Framsóknarflokkinn eða vinnufélaga svo hún stökkvi ekki upp á nef sér og taki Úganda á málið. Það sem virðist heilla Vigdísi við það ágæta land er að þar er öllum ættboganum refsað, verði einstaklingur uppvís að óæsklilegum hugsunum í garð syndlausra.
Vigdís hefur gefið tóninn, er þá ekki sjálfgefið að þeim sem mislíkar við hana, fari að hennar ráðum? Þá er bara að kynna sér frændgarð hennar og sniðganga alla sem henni eru tengdir eða mægðir og hætta svo viðskiptum við þau fyrirtæki, hvar ættingjar hennar og vinir vinna.
Það myndi fátt gleðja hana meira en að á hana sé hlustað, en auðvitað gerir það ekki nokkur heilvita maður.
Hvetur fyrirtæki til að hætta að auglýsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður framvegis boðið upp á ósvikinn Jesú við altarisgöngur?
26.2.2014 | 20:37
Það er sjálfgefið að framvegis verði boðið upp á þennan nýja Jesúbjór í altarisgöngum, í stað hins vatnsblandaða messuvínsglundurs.
Þar sem flaskan er merkt Jesú ættu áhugasamir altarisgöngugarpar að komast aðeins lengra í þeirri sjálfsblekkingu að þeir séu að lepja blóð trésmiðsins frá Nasaret. Svo geðslegt sem það nú annars er.
Jesús drukkinn á páskunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)