Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2014
Líkiđ í bakgarđi ráđherrans
31.7.2014 | 19:14
Lögreglunni barst ábending um ađ lík vćri grafiđ í bakgarđi innanríkisráđherrans. Ábendingin var studd nćgum rökum til ađ lögreglan taldi fulla ástćđu til ađ kanna máliđ betur. Máliđ komst í hámćli og sú sjálfsagđa og eđlilega krafa sett fram ađ ráđherrann, sem yfirmađur lögreglunnar, viki sćti á međan á rannsókn málsins stćđi.
En ráđherrann, fullur ábyrgđar, vék hvergi og forhertist ađeins í ákvörđun sinni ţví sekari sem hann virtist. Hann beit svo höfuđiđ af skömminni ţegar hann sem yfirmađur lögreglunnar reyndi ađ stjórna ţví hvar í bakgarđi hans skyldi grafiđ og hvar ekki.
Svo verja samflokksmenn ráđherrans bulliđ út í eitt. Fullyrt er ađ ţađ sé tilviljun ađ lögreglustjórinn í Reykjavík, sem stjórnar rannsókninni, skuli pakka saman og hćtta störfum á sama tíma. Hann sá einfaldlega sína sćng uppreidda og lét af störfum, eflaust eftir vinsamleg tilmćli í ţá átt, af afar ábyrgum ađilum.
Hvar gćti ţađ gerst annarstađar en á hinu óspilta Íslandi, ađ spilltur ráđherra stjórnađi sjálfur rannsókn á embćttisfćrslum sínum?
Reykvíkingar fá góđan lögreglustjóra en ţađ sama verđur ekki sagt um Suđurnesjamenn
24.7.2014 | 16:46
Sigríđur Björk Guđjónsdóttir verđur nćsti lögreglustjóri í Reykjavík. Mér líst vel ţessa kraftmiklu konu í ţađ embćtti. Slćmt er hinsvegar ađ missa hana héđan af Suđurnesjum.
Ţví miđur verđur Ólafur Helgi Kjartansson, hinn mistćki sýslumađur á Selfossi, arftaki hennar sem lögreglustjóri á Suđurnesjum. Ţađ eru slćm skipti, afleit raunar, vćgt til orđa tekiđ. En brotthvarfi hans frá Selfossi verđur trúlega vel fagnađ ţar og um Suđurland allt, trúi ég.
Ţetta er svartur dagur á Suđurnesjum, sem hafa misst ţađ besta en fengiđ ţađ versta.
![]() |
Áhersla lögđ á kynferđisbrotamál |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Hafnađi bođi um lúxusdvöl á Íslandi, kjáninn sá arna
17.7.2014 | 16:26
Flugdólgurinn hefđi betur ţegiđ bođ flugstjórans ađ verđa settur af á Íslandi. Hér hefđi hann fengiđ nokkurra mánađa dóm (ef ţá nokkurn), skilorđsbundinn ađ mestu eđa öllu, auđvitađ. Og svo ađ sjálfsögđu vinalegt klapp á bakiđ viđ brottför eftir stutta dvöl á 5stjörnu hóteli ríkisins.
En nú bíđur hans allt ađ tuttugu ára gisting vestra í híbýlum og ađbúnađi, sem trúlega uppfyllir ekki Íslenskar kröfur um ýtrasta íburđ og ţćgindi slíkra gististađa.
![]() |
Flugdólgi hótađ međ Íslandi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)