Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
Óheillaskref
26.11.2015 | 20:57
Hvað sem hver segir, þá er með þeirrri ákvörðun að hafa handvopn í lögreglubílum stigið risa skref í átt að almennum vopnaburði lögreglunnar.
Sú yfirlýsing að eitthvert öryggi sé fólgið í því að vopnin séu geymd í læstum vopnakassa í lögreglubílunum, heldur ekki vatni.
Þó ákvörðunin um notkun vopnanna verði að forminu til hjá yfirmanni á stöðinni, þá verður hans mat ekki byggt á öðru en lýsingum lögreglumannsins á vettvangi, sem fýsir að beita vopnum.
Þarf ekki aðkomu Alþingis að svona ákvörðun?
Ekki vopnuð við dagleg störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veldur hver á heldur
16.11.2015 | 21:10
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur drepið 1000 manns það sem af er árinu!
Ímyndið ykkur fyrirganginn og hernaðaraðgerðirnar sem væru í gangi ef þessir sömu 1000 bandarísku borgarar hefðu verið felldir af einhverjum "múslimum".
Þúsund látist af völdum lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sá yðar....
9.11.2015 | 21:54
Þessi samkoma við lögreglustöðina er umhugsunarefni. Aðalkrafa fundarins virðist vera að óþarfi sé að fara að lögum, liggi mikið við!
Satt best að segja átti ég alls ekki von á því að á Íslandi væri til svo margt fólk, svo gersamlega syndlaust, að það teldi sig þess umkomið að grýta samborgara sína með hornsteinum réttarríkisins.
Við þurfum að breytast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
ÚPS!
7.11.2015 | 23:56
Úps....Vigdís!
Er frekari orða þörf?
Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þrátt fyrir þetta....
6.11.2015 | 20:41
..., eða einmitt vegna þessa, verður rekið í græðgisgírinn og iðgjöldin hækkuð um 15 til 20% á næsta ári.
Niðurtalningin að næsta hruni er hafin.
Sjóvá hagnast um 2,6 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)