Maður ársins
31.12.2007 | 14:53
Stöð2 hefur útnefnt fíkniefnalögregluna og tollgæsluna í heild sinni sem mann ársins.
Gott framtak, gott mál.
Löggæsla | Breytt 7.9.2009 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
N1 vitleysan
31.12.2007 | 00:25
Ég skrapp á Akureyri 3ja í jólum. Erindið var að ná í hann nafna minn litla. Það var farið af stað fyrir birtingu til að hafa heiðina í björtu báðar leiðir. Ég sá að ég næði ekki á Akureyri á því sem var á tankinum. Ekki var búið að opna hér á ströndinni og því var sá kostur tekinn að taka bensín í Varmahlíð.
En þegar þangað var komið vandaðist málið. Dælurnar virkuðu ekki. Tóku aðeins kort, en ef menn þyrftu nótu á kennitölu eins og ég, þá var eini kosturinn að fara inn, kaupa fyrirframgreitt bensínkort, fá nótu og arka síðan út með kortið og stinga því í dæluna.
Ég hafði orð á því við konuna í afgreiðslunni að þetta væri heldur bágborin þjónusta. Ekki neitaði hún því en sagði að ég yrði að tala við N1. Þetta kæmi versluninni ekkert við og ekkert fengi hún fyrir þetta viðvik við mig. Dælurnar væru ekki á þeirra vegum. Hana nú.
Nú er hún Snorrabúð stekkur. Því áður voru Kaupfélögin og Esso gamla, samliggjandi hár á framsóknarrassinum. Nú er N1 með bensíndælur á plani KS án þess að það komi þeim við!
Vegamótin við Varmahlíð eru nú ekki beint fáfarin. Þar er samt sem áður komin algerlega þjónustulaus bensínstöð. Skilaboðin frá N1 eru: Þetta er það sem hæfir ykkur, landsbyggðarpakk, og verði ykkur að góðu. Þetta passar ekki við einkunnarorð N1. Og meira í leiðinni. Hvað sem það nú..... merkir?
Ekki þýddi að bjóða íbúum höfuðborgarsvæðisins alfarið upp á svona þjónustu. Þar er val, að greiða með korti á dælunni eða greiða inni -og að fá fulla þjónustu.
Þarna mun ég aldrei stoppa framar til að taka bensín, eigi ég annan kost. Eða versla í versluninni sem skartar þessum ágætu tönkum á planinu fyrir framan innganginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Umburðarlyndisheimskan"
30.12.2007 | 22:56
Ég var að lesa bloggið Undir borginni eftir Rúnar Kristjánsson. Þar skrifar hann m.a. grein sem hann kallar Umburðarlyndisheimskan. Þar fjallar hann um fjölmenningarsamfélagið svokallaða. Ekki ætla ég að fjalla um innihald greinarinnar hér. En ég er Rúnari algerlega sammála í þessu máli frá a til ö.
Ég ákvað að skrifa þetta greinarkorn þar sem ekki virðist vera hægt að gefa álit á bloggi Rúnars.
Þetta er eitt af tabúum dagsins í dag. Ekki má vera ósammála bullinu opinberlega nema eiga það á hættu að verða hrópaður niður sem kynþáttahatari eða eitthvað þaðan af verra.
Slóðin á grein Rúnars er www.undirborginni.blog.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjandfrændi
25.12.2007 | 12:23
Þegar ég skrifaði mitt fyrsta blogg voru í slóð minni byrjandamistök. M.a. fyrirgaf ég fjandfrænda mínum allar hans misgjörðir í minn garð. Sem voru aðallega illt umtal, rógur og lýi og tilraun til mannorðs morðs, svo fátt eitt sé talið. Ég hélt að ég væri loksins tilbúinn að fyrirgefa og lét vaða. Það voru mikil mistök.
Ég tók þessa grein út af blogginu því ég skammaðist mín í sannleika sagt fyrir að halda að ég hefði meyrnað svona og ekki hvað síst fyrir að hafa opinberað það.
Ég bið hlutaðeigandi innilegrar afsökunar á þessu frumhlaupi mínu og lofa því að þetta mun ekki koma fyrir aftur og meina það.
Ég áttaði mig á því að ég hafði lesið sjálfan mig algerlega rangt. Eftir að ég hafði látið frá mér þessi skrif var eitthvað að angra mig meir og meir. Svo rann upp ljósið. Það hafði aðeins fallrið ryk á minninguna, hjarta mitt er ekki tilbúið í svona útlát og verður í sannleika sagt, sennilega aldrei. Það er og verður algert sáluhjálparatriði að leggja fæð á þennan fjandfrænda minn ævilangt.
Það segja mér vitrari menn, að fyrir það sem hann iðkar virka daga vikunnar dugi það honum ekki að sækja kirkju á sunnudögum til að komast á betri staðinn. En þar sem ég er hreint ekki kirkjunnar maður ætla ég ekki að leggja mat á það.
Úr því herbergi, sem þessar línur eru skrifaðar, er hreint úrvalsútsýni yfir í vestari endann á Bankastrætinu og sem ég horfi þangað koma mér í hug orð vinar míns, Sveinbjarnar Blöndal, sem voru að vísu sögð um annan stað og af öðru tilefni. Að tilfinningin væri eins og að hafa útsýni yfir anddyri andskotans.
Sá sem þar býr verður sennilega ekki þekktastur fyrir að sjá eða finna fyrir bjálkanum í eigin auga þótt hann geti vart svefni haldið yfir flísinni í auga náungans. Og vart verður sagt að eðal eplið hafi rúllað langt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kominn heim!
25.12.2007 | 11:58
Heddý, konan mín fyrrverandi þurfti að flytja á milli húsa á Skagaströnd. Hana vantaði aðstoð og leitaði til mín. Samband okkar hefur, sem betur fer, alltaf verið gott eftir og þrátt fyrir skilnaðinn.
Þar sem þetta var rétt fyrir jólin og þau alveg að ganga í garð, bauð hún mér að vera yfir jólin og áramótin. Sem ég þáði með þökkum. Inga dóttir okkar og hennar kærasti Carsten Timmerman frá Danmörku voru með okkur. Þetta var háðtíðleg stund, en það vantaði eitthvað. Það vantaði fjörið, það vantaði börnin.
Þetta var í fyrsta skipti í langan, langan tíma sem engin börn voru í okkar jólum. Hálf tómlegt. Litli Axel Þór hennar Ingu er hjá pabba sínum þessi jól en kemur á annan í jólum og verður hjá mömmu sinni, afa og ömmu fram yfir áramót.
Kara Lind hennar Bryndísar er hjá henni og hennar manni, honum Magga í nýju íbúðinni þeirra í Grafarvoginum.
Hallgrímur og Nicole eru og halda sín jól í Kópavoginum. Þau eiga von á sínu fyrsta barni í endaðan febrúar.
Mér hefur ekki liðið betur í langan tíma, en þessa daga á Skagaströnd. Það er gott að vera kominn heim þótt tímabundið sé. Þegar maður, eftir langa fjarveru, stendur á Húnverskri grund eins og sagt er í útvarpinu okkar hér við flóann, þá skynjar maður hversu djúpt ræturnar raunverulega liggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólakveðjur
24.12.2007 | 01:43
Óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og hamingjuríks nýs árs. Sérstakar kveðjur fá þeir sem heimsótt hafa þessa síðu og myndasíðuna mína www.123.is/axeljoh.
Axel Jóhann Hallgrímsson
Skagstrendingur ehf óskar starfsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Þakka samstarfið og viðskiptin á árinu sem er að líða. Megi komandi ár færa ykkur hag og hamingju.
Skagstrendingur ehf.
Bloggar | Breytt 31.12.2007 kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Móðir Kalla Bjarna "alsæl með dóminn".
16.12.2007 | 21:05
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Súkkulaði og sjór
7.12.2007 | 13:20
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Herveldið Ísland sýnir mátt sinn.
6.12.2007 | 19:04
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fálkaorðan
1.12.2007 | 21:49
Bloggar | Breytt 3.12.2007 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)