Færsluflokkur: Bloggar

Frábært!

Fyrsti þáttur úr nýrri Íslenskri 4 þátta glæpaseríu, Mannaveiðar, var sýndur á RUV í gærkveldi. Ef marka má þennan fyrsta þátt þá hefur vel tekist til. Áhugaverð saga, góð spennuuppbygging, góð persónusköpun og leikarar komast vel frá sínu. Ég bíð spenntur eftir næsta þætti.

Þetta sýnir að þetta er hægt á Íslandi. Vonandi er þetta bara smjörþefurinn af því sem koma skal hjá RUV sem hefur verið í sókn undanfarna mánuði, dagskrárlega séð, eftir margra ára hnignunarferil. Komnir eru til starfa hjá RUV ferskir stjórnendur með nýja hugsun.

 

Einar K. Guðfinnsson sýnir tennurnar

"Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýndi umhverfissamtök fyrir óþolandi rangfærslur er hann hélt erindi um stöðu helstu hvítfiskstofna á alþjóðlegri sjávarútvegsráðstefnu í Lilleström í Noregi í dag".

Gott mál Einar!


mbl.is Gagnrýnir umhverfissamtök fyrir rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænfriðungar fella grímuna

Hér höfum við það á hreinu. Borðum hvalkjöt. Samkvæmt nýrri rannsókn er losun á koltvísýringi til muna minni við framleiðslu á hvalkjöti en öðru kjöti. 1,9kg af koltvísýringi á kíló af hvalkjöti á móti heilum 15,8kg við framleiðslu á nautakjöti.

Það er óneitanlega skondið að Grænfriðungar segja verndun hvala mikilvægari en einhver gróðurhúsaáhrif. Eru þeir ekki komnir í mótsögn við sig sjálfa?

Ég sem hélt að gróðurhúsaáhrif og mengun ógnaði hvölum ekki síður en öðrum lífverum.


mbl.is Borðið hvalkjöt og bjargið heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símagjöld hækka

Hvar værum við ef við hefðum ekki blessaða samkeppnina til að sporna við hækkunum, og knýja fram lækkun á símakostnaði?

  


mbl.is Vodafone hækkar verð á símtölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimaslátrun

Það var í fréttablaðinu í morgun heldur nöturleg frétt frá Úkraínu. Læknir einn bauð til sín í mat tveimur konum og tveim körlum. Ekki er alveg á hreinu hvað gerðist í veislunni nema hvað að stíft var drukkið og læknirinn endaði sjálfur sem aðalrétturinn í eigin matarboði.

Eftir handtöku gáfu fjórmenningarnir þá skýringu að þeim hefði allt í einu langað til að bragða mannakjöt.  Það voru því viðhöfð snör handtök og læknirinn aflífaður með hamri. Skornir af honum valdir bitar, þeir grillaðir og étnir.

Hvar eru bestu bitarnir á manni? Spyr sá sem ekki veit. Maður hafði lesið um skort á mat og öðrum nauðsynjum á þessum slóðum en..........

 

  


Borgarstjórinn klónaður.

Þetta er lausnin! Bara að klóna Villa líka og í nógu mörgum eintökum. Ein Villi, tví Villi, þrí Villi, fjór Villi og svo framvegis þar til að fyllt hefur verið í tölu meirihlutans.

Svo yrði líka að klóna Dag fyrir minnihlutann. Það yrði þá 1. Dagur, 2. Dagur, 3. Dagur o.s.f.v.

Borgarfulltrúarnir yrðu þá kallaðir borgarflón. Ó,ó fyrirgefið borgarklón.

 


mbl.is Borgarstjórinn klónaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérhannað fyrir íslenskar aðstæður?

Nú er komin á markað vestanhafs regnhlífin sem við höfum verið að bíða eftir.
mbl.is Ný regnhlíf vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðakstur og Pýþagóras

 

Á 88 klukkutímum í síðustu viku voru 89 ökumenn myndaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngunum. Sá sem hraðast ók var á 100. Að vísu var þetta lítið hlutfall ökumanna, eða 1,6%. Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni hver hraðatakmörkin eru í göngunum og að þar eru hraðamyndavélar. Svo ekki sé talað um merkingar í bak og fyrir bæði við munna gangana og í þeim sjálfum. Og pottþétt að hraðakstur þar kostar mynd. En það er eins og það sé ekki vinnandi vegur að koma upplýsingum inn í höfuðið á sumum.

Þetta minnir mig á sögu sem kennari einn sagði mér. Hann var með skyndipróf snemma hausts og ein spurningin var: Hvernig er Pýþagórasarregla?

Af 15 nemenda bekk voru aðeins 3 sem höfðu hana rétta. Kennaranum fannst þetta að vonum frekar klént. Hann sagði því bekknum að þessi spurning myndi koma á öllum skyndiprófum til vors og jafnvel á aðalprófinu um vorið. Með því að læra regluna gætu nemendurnir í það minnsta tryggt sér 1 heilan á öllum prófunum.

Og um vorið var einn nemandi sem enn þráaðist við að meðtaka boðskapinn.

  


?

Skildi unnustuna hlakka til að eignast barn, svo ekki sé talað um börn, með þessum manni?
mbl.is Í fangelsi vegna barnakláms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er síminn til þín!

Ég hef verið að velta fyrir mér skynseminni í því að bæði Vodafone og Síminn auglýsa grimmt þessa dagana og fullyrða hvort um sig að þau hafi stærsta, besta og útbreiddasta GSM kerfið en með mismunandi orðavali og lagi. Svo er Hive á sveimi einhverstaðar þar á milli með auglýsingar sem ég efast um að standist skoðun.

Ef ég man rétt er það brot á lögum að ljúga í auglýsingum, fullyrða í efstastigi eða staðhæfa eitthvað sem ekki stenst.

Annað hvort stóra fyrirtækið segir ekki satt. Það er augljóst, og það brýtur því lögin. Þannig eiga menn ekki að bregðast við samkeppni.

Mér finnst þetta alvarlegt mál. Fullyrðingar beggja eru þannig að neytandinn hefur enga möguleika á að sannreyna þær. Það er ekki eins og um sé að ræða t.d. auglýst símtæki, eða verð á tiltekinni þjónustu  þar sem símnotandinn getur borið saman mismunandi tilboð.  

Eiga menn virkilega að meta það á grundvelli svona upplýsinga, „ég er betri, bestur, stærstur o.s.f.v.“  hvort þeir skipta um símafélag eða ekki?

Eykur þetta ekki kosnað, sem hækkar reikningana, sem ekki er svikist um að senda, skilmerkilega, með upplýsingum um hvað gerist ef ekki er greitt í tíma?

Ljótar sögur heyrast af landsbyggðinni af þjónustunni, þar sem samkeppni er lítil sem engin.

Af hverju heyrist ekkert frá samkeppnisráði?

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.