Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sakamannaframabrautin beina
6.11.2011 | 15:25
Það hlýtur að vera rannsóknarefni fyrir sérfræðinga hverskonar, umhverfis, sálar, félags, og menningarmála, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi, umfram önnur kjördæmi, hallast að því að velja dæmda sakamenn til framboðs til þings og bæjarstjórna.
![]() |
Finnur fyrir miklum stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vonarstjarnan
6.11.2011 | 13:22
Hvað hefur þessi Hanna Birna sér til frægðar unnið annað en að tapa stórt í borginni.... fyrir trúð?
Ekki er bjart yfir Betlehem ef hún er vonarstjarnan eina.
![]() |
Hanna Birna í herferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Martröð bláu helhandarinnar
29.10.2011 | 13:29
Þessi kosningaúrslit verða að teljast nokkuð merkileg. Það er mjög athyglisvert að jafn hataður og óvinsæll maður, og bláa helhöndin segir Steingrím vera, skuli fá 73% atkvæða til formanns og það á móti tveim sterkum frambjóðendum.
Ætli hinn elskaði, virti og vinsæli Bjarni Benediktsson komist nálægt því fylgi, komi til formannskosninga á landsfundi bláu helhandarinnar?
![]() |
Steingrímur áfram formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Bláa helhöndin skelfur
29.10.2011 | 12:15
Ekki þarf að efast um að Steingrímur verði endurkjörin formaður VG með afgerandi kosningu.
En hinsvegar eru margir sem vilja og vona að svo fari ekki, eðlilega, enda eru það allt helbláir og krónískir kjósendur íhaldsins.
Íhaldsmeindýrin hafa hátt, ekki vantar það, spara ekki stóru orðin í garð Steingríms, sem þeim stendur stuggur af, enda er hann að öðrum ólöstuðum hvað öflugastur andstæðinga bláu helhandarinnar, nú um stundir.
![]() |
Tvö í framboð gegn Steingrími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Skítlegt eðli
29.10.2011 | 00:20
Ja hérna, mættu helgislepju hjúin Lilja og Atli á landsfund VG til þess eins að segja sig formlega úr flokknum?
Þetta þokkapar lét, með öðrum orðum, flokksfélög sín velja sig sem þingfulltrúa á landsfundinn til þess eins að þau gætu dramaserað úrsögn sína úr flokknum!
Hvað segir þetta um innræti þessara svikahjúa, sem hindruðu með þessu framferði einhverja aðra, sem að heilindum vilja vinna innan VG, að komast á landsfundinn.
Skítlegt eðli hefur verið nefnt fyrir minni sök.
En það ber að virða það við Atla að hann viðurkennir að vera afvegaleiddur kjáni.
![]() |
Lilja og Atli segja sig úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þegar menn týna sjálfum sér
28.10.2011 | 23:16
Lausnin á þessu árvissa vandamáli er auðvitað, að sú kvöð fylgi hverju veiðileyfi, að fullþjálfaður björgunarsveitarmaður fylgi rjúpnaskyttunni hvert fótmál við veiðarnar.
Björgunarsveitarmaðurinn getur þá, í stað þess að leita að rjúpnaskyttunni, leitað að rjúpu fyrir veiðimanninn og leitt hann að bráðinni og síðan heilan heim á eftir.
![]() |
Rjúpnaskyttur í vandræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Drottnari þjóðveganna
28.10.2011 | 21:37
Blessuð sauðkindin, lætur ekki að sér hæða. Íslenska sauðkindin er nánast allstaðar alvaldur drottnari þjóðveganna.
Hún nýtur þeirrar sérstöðu að vera alltaf í fullum rétti, saklaus og óábyrg gjörða sinna, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sama hvaða tjóni hún veldur blessunin.
![]() |
Rækjan tók húsið af bílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Krókur á móti bragði
28.10.2011 | 11:48
Ætli Bandaríkin að beita fjárkúgunum til að þvinga Sameinuðu þjóðirnar til að fara að vilja þeirra, ber að skoða það í fyllstu alvöru að flytja alla starfsemi samtakana frá Bandaríkjunum til annars lands.
Ljóst er að verulegar fjárhæðir væru í húfi fyrir Bandaríkin verði starfsemi Sþ flutt frá Bandaríkjunum.
Það er ekki sjálfgefið eða náttúrulögmál að aðsetur Sþ sé þar vestra. Bandaríkin verða að átta sig á því að þau eru hluti af samfélagi þjóðanna en ekki öfugt.
![]() |
Hætta stuðningi, fái Palestína aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Til hamingju Ísland
27.10.2011 | 19:32
Ég óska Landhelgisgæslunni og Íslensku þjóðinni til hamingju með þetta glæsilega skip. Það á eftir að gjörbreyta öryggi sjófarenda til hins betra á íslensku hafsvæði.
Það verður óviðunandi með öllu ef fjárveitingarvaldið tryggir ekki Landhelgisgæslunni nægt rekstrarfé svo skipið geti þjónað þeim tilgangi sem það var smíðað til.
Það verður lítil reisn yfir því, fyrir sjálfstæða þjóð sem á allt sitt undir hafinu, verði Þór leigður ásamt Ægi og Tý suður í Miðjarðarhafið í einhver skítverk fyrir Evrópusambandið.
Nóg er komið af slíkri lágkúru, stöndum í lappirnar!
![]() |
Þór kominn í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað kostar - gagn og gaman?
22.10.2011 | 22:08
Er ekki tími komin til að frá því sé greint hvað það kostar þjóðina pr. klukkustund að eiga þetta merkilega hús Hörpuna?
Eða verður húsið eitt af hinum listrænu stærðum sem eru órannsakanlegar og ósnertanlegar á hverju sem gengur og lausnin verði aðeins sú að moka í húsið fé og spyrja einskis?
![]() |
Mikið um að vera í Hörpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)