Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Persona non grata
21.9.2011 | 15:57
Færeyingar hafa eðlilega áhyggjur af farþeganum sem kom með Norrænu í síðustu viku og slapp ólöglega í land í Færeyjum og fer huldu höfði. Lögreglan treystir á samvinnu við almenning til að hafa hendur í hári innflytjandans, í bókstaflegum skilningi.
Færeyingum vantar greinilega samtök, í anda No Borders og starfa hér á landi, til að berjast fyrir varanlegri landvist allra hælisleytenda, án tillits til sögu þeirra og uppruna eða hvort af þeim stafar hætta eða ekki.
Hér á landi hefðu No Borders þegar hafið baráttu fyrir því að minkurinn, þrátt fyrir bakgrunn hans og hans eðli, fengi hér varanlega landvist á kostnað ríkisins.
![]() |
Minkur með Norrænu til Færeyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var Ben Stiller með vélinni?
19.9.2011 | 22:09
Ef þetta litla frávik frá fullkomnu flugi kallar á áfallahjálp, hvaða viðbragða má vænta þegar alvarleg krísa verður á ferðinni?
Verður allur Rauðkrossinn þá kallaður út ásamt gengi af sálfræðingum og nokkrum kippum af prestum með vígt vatn á tankbílum?
![]() |
Flugfarþegar fengu áfallahjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugrekki lýðsskrumaranna
18.9.2011 | 15:13
Var það ekki Geir H. Haarde, með Sjálfstæðisflokkinn að baki sér, sem ákvað að gangast undir ábyrgðir og ægivald Breta með því að láta frestinn til aðgerða eftir setningu Bresku hryðjuverkalagana líða án lögsóknar eða annarra aðgerða?
Eru það svo ekki sömu Sjálfstæðisþingmennirnir og þá guggnuðu í mótvindinum, sem núna rísa upp á afturlappirnar, þegar þeir hafa vindinn í bakið, og berja sér á brjóst?
Sömu þingmennirnir og hneykslast yfir því að Geir sé fyrir Landsdómi fyrir þessi afglöp og önnur?
![]() |
Vill kanna bótarétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Af hverju....
16.9.2011 | 19:16
....hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ekki brugðist, með afgerandi hætti, við þessari íhlutun Bandaríkjaforseta í Íslensk innanríkismál? T.d. með því að kalla, tímabundið, sendiherra okkar í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða eins og það er kallað.
En það er broslegt að sjá einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins draga tunguna á sér út úr endaþarmi Bandaríkjanna, eitt augnablik, til að lýsa yfir einhverri gervivandlætingu. Ekki þarf að óttast að þeir komi tungunni ekki aftur í hlýjuna áður en slær að henni.
![]() |
Ekki grundvöllur fyrir aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aumingja konan
15.9.2011 | 11:41
Ef Margrét hefur ekki burði til þess sjálf að losa sig úr þeirri skömm að vera þingmaður eru þá ekki einhverjir henni nákomnir sem geta leiðbeint henni í hennar vanda?
Það á enginn að þurfa að lifa í skömm á sjálfum sér og sinni vinnu, það er að segja þeir sem hafa vinnu.
Ég þykist vita að kjósendur verði allir af vilja gerðir til að létta ánauðinni af rýjunni, en er ástæða til að bíða þess?
![]() |
Skammast sín fyrir að vera þingmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Steinar og glerhús
14.9.2011 | 13:26
Mikið er yndislegt að sjá hvern sótraftinn á fætur öðrum ryðjast fram og fordæma óheppileg, en giska saklaus, ummæli Björns Vals Gíslasonar um forsetann.
Þessir andans postular eiga ekki orð til að lýsa vandlætingu sinni yfir orðbragði þingmannsins. Það undarlega að þessir sömu menn hafa, margir hverjir, ekki dregið af sér í notkun allra þeirra skammar- og fúkyrða sem í íslenskumáli finnast um sína pólitísku andstæðinga.
Menn sem kalla aðra landráðamenn og þar eftir götunum ættu ekki að fara á límingunum yfir orðbragði þingmannsins og athuga hvaðan þeir kasta grjótinu.
![]() |
Talaði um forsetaræfilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sérhagsmunasamtökin Sjálfstæðisflokkurinn hf
14.9.2011 | 12:13
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill kasta krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Hún vill að allir flokkar komi að því ferli.
Erlendur gjaldmiðill verður ekki tekinn upp hér á landi nema færa einhverjar fórnir. Evra kemur t.d. ekki til greina nema með aðild að ESB.
Er Þorgerður Katrín að boða óskipta aðkomu og stuðning Sjálfstæðisflokksins við aðildarumsóknina að ESB, eða enn frekari klofning í flokknum?
![]() |
Ekki hægt að bjóða upp á krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er eftirspurn eftir Kínverskum mannréttindum?
14.9.2011 | 10:13
Sagt er að lítill munur sé á kúk og skít og því kom það ekki á óvart þegar þeir félagar Davíð og Halldór ákváðu að prufukeyra Kínverska mannréttindamódelið á Íslandi í tilefni af heimsókn Jiangs Zemins forseta Kína hingað til lands árið 2002.
Þessir tveir helstu talsmenn frelsis og mannréttinda (á fjögurra ára fresti) töldu ekki eftir sér að pólitískt flokka ferðamenn til landsins. Landið var yfirlýst lokað félögum Falun Gong og þeir sem tilheyrðu þessum mannréttindasamtökum, sem eru bönnuð í Kína, voru óðar sviptir málfrelsi, tjáningarfrelsi og ferðafrelsi við komuna til landsins og smalað í gettó í Njarðvíkum að þekktri fyrirmynd.
Til að kóróna þessa mannréttindabyltingu létu frelsishetjurnar og mannvinirnir Halldór og Davíð, sig ekki muna um að láta Kínversku leyniþjónustuna stjórna aðgerðum Íslensku lögreglunnar meðan á heimsókn Kínverska mansarínsins stóð.
Kínverjar líða enga gagnrýni á stöðu mannréttinda í Kína og beita bæði pólitískum og efnahagslegum aðgerðum til að þvinga sitt fram.
Það er því dagljóst að efnahagssamvinna við Kínverja verður að þeirra hálfu háð því að við klárum aðlögunarferlið að Kínverska mannréttindamódelinu, sem Davíð og Halldór hófu hér um árið.
Það er athyglisvert að Ólafur Ragnar skuli taka upp þráðinn þar sem Dabbi og Dóri slepptu honum. En væntanlega ekki þarf nema eina skoðanakönnun um málið til að snúa forsetanum á öndverða stefnu.
![]() |
Efli samvinnu Íslands og Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkisfyrirtæki, já takk....
13.9.2011 | 19:43
...en því aðeins að Norska mótelið verði notað, en gróðanum ekki jafnharðan eytt í gæluverkefni stjórnmálaflokka og einstakra ráðherra.
![]() |
Skoðað að stofna ríkisolíufélag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef þessi frétt flytur óklippta og rétta túlkun Guðna Th. Jóhannessonar þá þykir mér sagnfræðingurinn skauta létt yfir sviðið. Deila milli forseta og þings, eða hluta þess, er ekki ný af nálinni og á sér heldur betur forsögu.
Sveinn Björnsson skipaði, sem ríkisstjóri, utanþingsstjórn 1942 þar sem Alþingi virtist ófært um að gegna þeirri skyldu sinni að mynda ríkisstjórn. Það getuleysi stafaði aðallega af persónulegu hatri millum forystumanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Stóð sú pattstaða fram yfir lýðveldisstofnun eða til október 1944 að Alþingi tókst loksins að mynda meirihlutastjórn, en á meðan sat utanþingsstjórnin, sem var eitur í beinum Ólafs Thors.
Þegar Alþingi kom saman á Þingvöllum 17. Júní 1944 og kaus hinu nýstofnaða lýðveldi sinn fyrsta forseta féllu atkvæði þannig að Sveinn Björnsson ríkisstjóri fékk 30 atkvæði, Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis fékk 5 atkvæði og 15 seðlar voru auðir.
Ólafur Thors bar haturshug til Sveins fyrir skipun utanþingsstjórnarinnar og fylgdi flokkurinn foringja sínum. Það skilaði sér í því að 15 af 20 þingmönnum flokksins skiluðu auðu í forsetakosningunni á Þingvöllum 1944 og restin kaus skrifstofustjóra þingsins.
Þó þær deilur væru ekki reknar í fjölmiðlum þá líkt og nú, voru þær staðreynd eigi að síður. Embætti forseta Íslenska lýðveldisins var stofnað í miðjum heiftúðlegum illindum milli Sjálfstæðismanna og forsetans.
Ef núverandi forseti fengi hliðstæð skilaboð frá Alþingi, og Sveinn Björnsson fékk í atkvæðagreiðslunni á Þingvöllum, er ég hræddur um að sagnfræðingum þætti þær kytrur sem nú eru uppi á milli forseta og einstakra ráðherra harla léttvægar.
![]() |
Forsetadeila á sér dýpri rætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |