Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Tómir sjóðir og bænaþurrð
4.12.2014 | 06:12
Kirkjan í Stykkishólmi er að grotna niður. Við erum ráðþrota segir gjaldkeri Stykkishólmskirkju því sjóðir kirkjunnar eru tómir og húsráðandinn lætur ekki ná í sig.
Ætla mætti að menn tryðu ekki lengur á mátt bænarinnar þarna í söfnuðinum, nema reynslan hafi einfaldlega kennt þeim annað!
Réttast væri að stefna húseigandanum, fyrir vanrækslu á þessari húseign sinni og öðrum slíkum um allt land, ef í hann næðist til að birta honum stefnuna, hann mun víst fara huldu höfði eftir hrunið.
Kirkjan lekur og sóknin ráðþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjálfsblekkingin mikla
15.9.2014 | 21:04
Svona er fyrirgefningin, samkenndin og kærleikurinn þegar á reynir hjá æði mörgum trúuðum. Fólki sem gjarnan trúir því staðfastlega, að fyrir Guðs náð sé það yfir aðra hafið og hafi frá honum umboð til að tala fyrir hans hönd og dæma aðra.
Hent út af heimilinu vegna kynhneigðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kærði Jón Valur Jensson kynfræðsluna í Selfosskirkju?
11.9.2014 | 17:21
Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, æskulýðsprestur í Selfosskirkju, verður ekki ákærð fyrir aðkomu sína að kynfræðslu í fermingarfræðslu á vegum kirkjunnar, samkvæmt frétt á Vísir.is. Eðlilega, enda ekkert rangt við það að fræða unglinga á þessum aldri um kynlíf. Slíkt er aðeins rangt í huga afturhaldsseggja og miðaldaþursa.
Fram hefur komið að kærendur málsins voru ekki sóknarbörn á Selfossi eða íbúar þar og áttu ekki börn í fermingafræðslunni. Líklegt verður því að telja að félagarnir 14 í Kristilegau stjórnmálasamtökunum hafi í heild eða að hluta staðið að kærunni. Í það minnsta fór talsmaður flokksins, Jón Valur, mikinn í skrifum sínum um þetta regin hneyksli og viðbjóð að hans mati, bæði á bloggi kristilegra og eigin bloggi, hvar kaþólsk miðalda hugsun er það nýjasta og ferskasta - á þessu herrans ári 2014.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Þú skalt ekki aðra guði hafa"
27.4.2014 | 10:40
Þá hefur hjáguðum Páfagarðs verið fjölgað um tvo. Hjáguðum sem almenningur getur snúið sér til sé aðalgaurinn ekki til viðtals. Afar hentugt, þó ekki sé það alveg eftir bókinni blökku!
Tveir páfar teknir í dýrlingatölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Broslegur er biskupsins boðskapur
19.4.2014 | 18:33
Broslegur og mótsagnakenndur er boðskapur biskupsins fyrrverandi að dvínandi áhrif kirkjunnar meðal almennings sé til þess fallin að ala á fordómum og fáfræði.
Þetta er broslegt í ljósi þess að kirkjan hefur í gegnum aldirnar beinlínis byggt tilvist sína á fordómum, fátækt og fáfræði almennings. Kirkjan og kirkjunnar menn hafa löngum nýtt sér út í hörgul fáfræði og neyð almennings til að kúga þann sama lýð að sínum vilja.
Kirkjunnar þjónar nýttu sér oft á tíðum aðstöðuna sína til að skara eld að eigin köku og öldu auk þess grimmt á fordómum og bábiljum í garð alls sem ekki þjónaði þeirra hagsmunum og órannsakanlegum vegum Guðs.
Er kirkjan, að mati biskupsins, með einkarétt á því sem almennt er kallað siðferði?
Guðleysið líka ofstækisfullt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breitt yfir sannleikann
14.3.2014 | 11:18
Af hverju geta menn ekki sagt sannleikann? Af hverju er látið í verðri vaka að Íslendingar hafi, af ásetningi, bjargað hinni austurrísku Melittu Urbancic og börnum hennar úr klóm nazista 1938, af því að hún var gyðingur?
Íslendingar lögðu sig hreint ekki fram að bjarga gyðingum úr klóm nazista á þessum árum, rök má raunar færa fyrir hinu gagnstæða. Melitta, sem var austurrískur gyðingur, fékk náðarsamlegast landvist hér á landi af þeirri ástæðu einni að maður hennar, hinn kunni tónlistarmaður Victor Urbancic, var ráðin hingað til starfa.
Það er því miður hrollköld staðreynd að án mansins síns hefði þessi merka kona örugglega ekki fengið landvistarleyfi á Íslandi! Því til marks, þá sótti Melitta um landvist fyrir móður sína en jákvæða umhverfið á Íslandi, sem nefnt er í fréttinni, náði ekki lengra en svo að þeirri beiðni var hafnað af Íslenskum stjórnvöldum.
Þess í stað endaði móðir Melittu ævi sína í fangabúðum Nasista!
Gerum ekki skömm okkar meiri en orðið er með því að breiða yfir eða afbaka sannleikann um afstöðu Íslenskra stjórnvalda til gyðinga á þessum árum og annarra sem ekki féllu að hinni rammíslensku staðalímynd.
Íslendingar björguðu hæfileikafólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páfi enn við sama heygarðshornið
4.12.2013 | 13:11
Páfi hefur ekki skipt um starf, hann er enn útkastari, það eina sem hefur breyst er vettvangurinn.
Áður kastaði hann mönnum, sem voru með múður, út af knæpum. Núna kastar hann mönnum, sem ekki makka rétt í trúnni, út í ystu myrkur.
Páfinn vann sem útkastari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forhert síbrotakirkja
22.11.2013 | 14:24
Það er megn stækja af kaþólsku kirkjunni í þessu máli. Afgreiðsla kirkjunnar og úrvinnsla málsins opinberar aðeins einbeittan og forhertan brotavilja hennar.
Kirkjan endurtekur níðingsverkin með þessari afgreiðslu. Er niðurstaðan í anda Krists og hans boðskapar? Gaman væri að sjá rökstuðning fyrir því.
Líklegast eru kirkjunnar menn ánægðir eftir vel unnið verk brosa út í annað um leið og þeir tauta eins og við sjálfan sig: Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Amen.
Oj-bara!
Niðurstaða kirkjunnar smánarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hálfa leið til himna
26.10.2013 | 07:37
Hæð hinnar fyrirhuguðu kirkju við Mýratgötu virðist standa nokkuð í íbúum á svæðinu. Andstaðan gegn rétttrúnaðarkirkjunni er því af allt öðrum toga en andstaðan gegn moskunni sem söfnuður múslima fyrirhugar að reysa við Miklubrautina austast í Sogamýrinni. Sennilega er munurinn á andstöðunni af kristilegum toga. Sumir geta illa hugsað sér að moska sé það fyrsta sem blasir við þegar komið er inn fyrir múra höfuðborgar kristinna gilda.
Það er því spurning hvort ekki sé hægt að slá tvær flugur í einu höggi og skipta á lóðum, setja rétttrúnaðarkirkjuna í Sogamýrina þar sem henni væri frjálst að teygja sig hálfa leið til himna eða eins langt til móts við himnafeðgana og þörf krefur til að sambandið verði sem best.
Litla lágreista krúttlega moskan færi þá vestur á Mýrargötuna. Þar ættu íbúarnir að vera sáttir því múslimirnir lofa að vera góðir og láta lítið fyrir sér fara um alla framtíð. Ekki þarf því að óttast þau samfélagslegu vandamál sem herja á nágrannaþjóðirnar með fjölgum múslima, ef marka má talsmann safnaðarins, því hér á landi er víst allt annað, betra og umburðalyndara íslam á ferðinni en í nágrannalöndunum, ójá!
Vill að kirkjan verði lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sami súri öfga grauturinn
21.7.2013 | 08:54
Bloggari einn, fjöllesinn kristilegur fordómapakki, er gífurlega hneykslaður vegna yfirlýsinga múslima klerks í garð samkynhneigðra og tekur upp, að ætla mætti við fyrstu sýn, hanskann fyrir samkynhneigða. Það gerir hann í raun ekki, enda væri bloggarinn góði með því að skjóta sig illilega í fótinn, því í skrifum hans um samkynhneigða hefur fram að þessu lítið farið fyrir kristilegum skilningi og umburðarlyndi í þeirra garð, svo vægt sé til orða tekið.
Eins og viðkomandi bloggari sér málið eru skoðanir hans í garð samkynhneigðra eðlileg afstaða heilbrigðs kristins manns en sömu skoðanir múslima klerks í garð kristinna homma, eru auðvitað forkastanlegar sem slíkar og með öllu ólíðanlegir fordómar.
Mæli einhver gegn kristinni trú, grínist með hana eða tali óvarlega um almættið í athugasemdum á bloggum þessa kristilega bloggara er viðkomandi með það sama úthýst af hans bloggum fyrir guðlast.
En kristilegi bloggarinn telur það eðlilegasta hlut í heimi að hann hæði og spotti aðra trúarsiði og birtir jafnvel tilvitnanir í aðra sem það gera, bæði í greinum og athugasemdum.
Það er víst ekki guðlast að hæða aðra guði en Krist!
Bloggarinn góði undrast að umræddur múslimi boði trú sína utan megin safnaðar múslima hér á landi og en lætur því ósvarað af hverju hann sjálfur kýs að tilheyra minnihluta söfnuði en ekki þjóðkirkjunni, meginsöfnuði kristinna manna hér á landi.
Kristilegi bloggarinn og múslimaklerkurinn eru af sama meiði, sami súri fordómagrauturinn í sömu skálinni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)