Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Það sem páfinn vill að aðrir gjöri...
14.7.2013 | 10:07
Hans heilagleiki páfinn er auðvitað búinn að steingleyma því að hann var sjálfur að fjárfesta í nýjum bíl undir heilagann afturendann. Þeim enda hæfir auðvitað ekkert annað en það dýrasta og besta.
Kom ekki yfirmaður páfa ríðandi á asna inn í borgina forðum? Greinilega lítill metnaður þar á ferðinni.
Páfi finnur til vegna bílakaupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Hræsnarar andskotans
22.4.2013 | 18:13
Það er alltaf sama sagan hjá þessum sjálfskipuðu umboðmönnum Guðs.
Þrátt fyrir allan trúarboðskapinn bólar lítið á umburðalyndinu, kærleikanum og fyrirgefningunni hjá þessum orðsins krossförum.
Þess í stað flóir hroki, dramb og sjálfsdýrkun yfir alla barma.
Krefst brottvikningar Sigríðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Réð notkun strætó og matreiðslubóka vali páfa?
14.3.2013 | 13:48
Er það tákn um einhverja sérstaka auðmýkt og fórnfýsi að nota almenningssamgöngur, taka strætó í vinnuna? Telst það orðið til kraftaverka að malla sjálfur ofan í sig matinn?
Ef þetta tvennt gerir Jorge Bergoglio, nýkjörinn páfa, sérstaklega hæfan til að gegna stöðu páfa, þá má það sama segja um hundruð milljóna manna sem gera nákvæmlega það sama hvern dag ársins.
Kardínálarnir sem völdu páfann voru sannarlega ekki að hugsa um strætóferðir eða mataruppskriftir þegar þeir völdu hann. Þeir völdu einfaldlega þann úr sínum hópi sem þeir töldu líklegastan til að standa fastast gegn allri hugsanlegri tilslökun á íhaldssemi og forneskju kaþólsku kirkjunnar.
Þeir völdu, eins og alltaf, þann afturhaldssegg sem þeir töldu líklegastan að standa áfram gegn mannréttindum minnihlutahópa, sem kaþólska kirkjan hefur fram að þessu úthrópað sem útsendara djöfulsins.
Vegir Guðs, eða réttara sagt þeirra sem túlka hans vilja, eru sannarlega órannsakanlegir.
Auðmjúkur páfi tók strætó í vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enn er von til að páfinn ljúki sinni síðustu starfsskyldu
12.2.2013 | 10:04
Þær fréttir að Benedikt XVI ætlaði ekki sinna þeirri hefð að andast í embætti veruleikafirrtur og elliær, hefur skekið hinn kaþólska heim. Þeim kaþólikkum sem ætluðu af hjörunum að ganga yfir boðaðri afsögn páfans er það eflaust huggun harmi gegn að páfi hyggst eyða ævikvöldinu innan klausturveggja.
Það hefði auðvitað verið áhangendum páfans mikið áfall hefði hann ætlað að gerast glaumgosi eða taka aftur upp þráðinn, hvar hann varð frá að hverfa úr Hitlersæskunni.
Því miður er umrætt klaustur aðeins hannað fyrir venjulega munka, því þarf að ráðast í verulegar endurbætur á klaustrinu svo það hæfi slíkum eðalmunk, sem ekki hefur þurft neinu meinlæti að venjast.
En áhangendur páfans geta enn beðið og vonað að páfinn sinni þeirri skyldu sinni að andast í embætti, til þess hefur hann 16 daga. Það ætti að vera ríflegur tími jafnvel fyrir menn sem hafa vanist því að gera ekkert hjálparlaust.
Páfi verður munkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórundarleg yfirlýsing Áskirkju
8.1.2013 | 13:14
Ég dreg ekki í efa orð Áskirkju manna að Karl Vignir hafi ekki komið nálægt börnum í starfi sínu fyrir Áskirkju.
En það sem sker alvarlega í augu í þessari yfirlýsingu Áskirkju er sú dæmalausa fullyrðing að fyrst núna, eftir umfjöllun Kastljóss, hafi þeim orðið ljóst að Karl Vignir var ekki sérlega vel að þeirri viðurkenningu kominn sem kirkjan veitti honum 2011.
Þetta láta þeir kinnroðalaust frá sér fara þó þeir viðurkenni að Karl Vignir hafi verið rekinn úr sjálfboðastarfi sínu við þessa sömu kirkju 2007, fjórum árum fyrr, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um refsiverða kynhegðun þessa dæmalausa manns!
Ætli þeir heyri í sjálfum sér, þessir snillingar sem sömdu þessa undarlegu yfirlýsingu f.h. Áskirkju? Það væri fróðlegt að vita hvoru megin við heilbrigða skynsemi, þeir draga línuna milli brottrekstrar og verðlauna.
Kom ekki að barnastarfi í Áskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Leitt ef við missum af þessum heimsendi eins og öllum hinum
18.11.2012 | 19:39
Jarðarbúar geta andað léttar. Ekkert er hæft í þeim staðhæfingum að heimsendir verði laust eftir hádegið þann 21. desember n.k. Himnaför Jóns Vals, Mofa og fáeina annarra réttlátra er því frestað um óákveðin tíma ásamt vítis för minni og restar.
Þetta fékk páfinn staðfest þegar hann sló á þráðinn til himna og rabbaði við Jesú í síðustu viku. Jesú kom gersamlega af fjöllum og tjáði páfanum, í fullum trúnaði, að hann kannaðist ekki við nein áform um heimsendi. Ekki rengjum við Jesú, skárra væri það.
Þetta mun sennilega valda þeim 90 þúsundum manna vonbrigðum sem ætluðu að koma saman í Gvatemalaborg 21. des til að missa örugglega ekki af heimsendinum.
Kristnir skeyti engu um heimsendaspár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Eru prestarnir fyrir sóknirnar eða eru sóknirnar fyrir prestanna?
10.11.2012 | 12:12
Það sem blessaður Hvanneyrar presturinn á við með því að umrædd tillaga, sem liggur fyrir kirkjuþingi til einföldunar á sameiningarferli kirkjusókna, ógni kirkjuskipan á Íslandi er auðvitað ekki alvarlegra en að tillagan kann að raska starfsöryggi örfárra presta í fámennum sóknum sem þiggja laun fyrir fátt annað tilvist sína eina.
Það er prestinum greinilega vandræðalaust að gera þá kröfu á ríkið að það kosti og geri út óþarfa presta í fámennum sóknum þó lítil og nánast engin eftirspurn sé eftir þeirra þjónustu og vinnuframlagi. Presturinn vill því að allar breytingar á þessu þægindafyrirkomulagi séu eins torsóttar og kostur er.
Segja tillögu ógna kirkjuskipan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru fjölskylduorgíur það sem koma skal?
6.11.2012 | 11:07
Samkvæmt frétt á Vísi.is þá vill Einingalistinn í Danmörku afnema úr lögum, bann við kynlífi systkina. Málið hefur vakið mikla athygli úti þar og samkvæmt fréttinni snýst umræðan aðallega um lögfræðihliðina og einhvern undarlegan samanburð á þessu kynlífi og hinu í bland við gamla forræðishyggju drauginn, en ekki er minnst á siðferðislegu hliðina.
Það kann að vera að menn geti talað sig út í það öngstræti að kynlíf milli systkina ætti ekki að vera refsivert en það er mér hulin ráðgáta hvernig þetta lið ætlar að rökstyðja það fyrir óbrengluðu fólki að kynlíf milli systkina sé eðlilegt, siðlegt og sjálfsagt.
Hvað á að lögleiða næst, kynlíf foreldra og barna?
Á hvaða leið er þetta lið, eða er það bara ég sem sé ekki ljósið?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki í mínu nafni
5.11.2012 | 15:01
Ætlum við að láta minnast okkar í framtíðinni sem kynslóðin sem ekki vildi krossfesta barnaníðinga og kynferðismislyndismenn, en festi þess í stað á þá krossa til að votta þeim virðingu fyrir störf þeirra, gæsku og gjörvuleika?
Svo er að sjá, því ekki hefur orðið vert neinna tilburða í þá átt að leiðrétta þau orðuveitingar mistök. Illugi Jökulsson skrifar kjarnyrta kröfu og vel rökstudda á Eyjunni, eins og honum einum er lagið, og krefst þess að illvirkinn Ágúst Georg verði sviptur fálkaorðunni og tengdum titlum.
Rétt er að minnast þess að fleiri níðingar en Ágúst Georg hafa verið fálkorðaðir á Bessastöðum fyrir einstakt hjartalag sitt og gæsku.
Forsetinn veitir fálkaorðuna í nafni þjóðarinnar, ég tek undir þá kröfu Illuga, sem borgari þessa lands, að þessir menn verði sviptir fálkaorðunni þegar í stað og það hlýtur öll þjóðin að gera nema hún vilji afgreiða málið að hætti kirkjunnar og segja rétt eins og presturinn æ æ æ æ, þetta er agalegt og henda síðan samviskunni í ruslið.
Bera þessir menn fálkaorður í okkar nafni? Ekki í mínu nafni segi ég. En hvað með þig, gera þeir það í þínu nafni?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Kaþólska kirkjan fer af sporinu
27.10.2012 | 11:11
Þó ekki væri nema brot af því satt sem sagt er um þennan Jimmy Savile, þá hefur hann verið sannur skíthæll og djöfull í mannsmynd. Athygli hlýtur að vekja hve ákveðin og snöfurleg viðbrögð kaþólska kirkjan sýnir í málinu. Kaþólska kirkjan á Englandi hefur, þegar á fyrstu stigum rannsóknar málsins, beint þeim tilmælum til páfa að Savile verði sviptur heiðursorðu kirkjunnar.
Hér sýnir kaþólska kirkjan allt önnur og sneggri viðbrögð en í svipuðum málum sem komið hafa upp innan hennar eigin raða. Í þeim málum virðast enn ráða helstu dyggðir og lögmál kaþólsku kirkjunnar, leynd, undanfærslur, blekkingar og hrein ósannindi, verði þeim við komið.
Kirkjan vill svipta Savile heiðursorðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)