Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Enn einn gerviguðinn skapaður í Róm
26.4.2011 | 20:18
Hverskonar vitfirring er það að trúa af ákefð á einn Guð, en trúa því jafnframt að venjulegt fólk geti orðið, með einu pennastriki Páfagarðs, að einhverskonar milli Guðum, sem fólk getur snúið bænum sínum til?
Hver gaf Páfagarði það vald að gera fólk að Guðum? Var það sami gaurinn og sagði; Þú skalt ekki aðra Guði hafa?
Þetta er hreinlega geggjað fyrirkomulag, en af klókindum hannað til þess að tryggja útvöldum valdið yfir lýðnum. Þetta er sama fyrirkomulagið og lénsherrar fyrri alda og einvaldar notuðu til tryggja völd sín og tök sín á lýðnum, svo hægt væri að pína hann bæði skattalega og valdslega. Þeir þáðu jú eins og allir vita vald sitt beint frá Guði.
Blóð úr páfa helgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sá yðar sem......!
24.4.2011 | 14:49
Ef þessi prédikun biskups er boðskapur hans og annarra kirkjunnar þjóna um bætt siðferði og vandaðri vinnubrögð innan kirkjunnar inn í framtíðina, þá ber að fagna því.
En hafi prédikunin átt að vera ádrepa kirkjunnar á syndugan lýðinn, þá hefur kirkjan, í stað þess að ganga á undan með góðu fordæmi, tekið upp fyrsta steininn.
Verðum að læra að treysta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Keyptar og falsaðar skoðanakannanir
11.3.2011 | 22:03
Ofur- og guðsóttabloggari nokkur fer mikinn í baráttu sinni fyrir sínum hugðarefnum og sparar ekki óvönduðum kveðjurnar og skeytin. Skoðanakannanir eru honum sérstaklega hugleiknar. Ýmist eru þær guðs eini sannleikur vandaðra manna eða lygi og blekkingar andskotans og þá keyptar af syndugum satans lýð.
Nýleg Gallup könnun um afstöðu fólks til Icesave-samningsins þar sem 63 % segjast ætla að styðja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni var að mati guðsóttabloggarans borguð og lítt marktæk.
Capasent könnun - sama fyrirtækis -um aftöðu fólks til ESB aðildar þar sem 50,5% segjast andvígir aðild að ESB er hinsvegar að mati guðsóttabloggarans hvorki keypt eða gerð fyrir óvandaða aðila og giska marktæk. Hér er skoðanakönnunarfyrirtækið í góðu lagi sem hann hafði deginum áður sakað um múturþægni fyrir rétta könnun.
Til sönnunar um rangfærslur eða sannindi kannana vísar guðsótta- og ofurbloggarinn ýmist í eigin bloggfærslur eða skoðanakannanir útvarps Sögu og innhringi þætti á þeirri stöð þar sem hatursáróður allskonar er ræktaður í áður óþekktum stærðum.
Er trúflokkastríð í uppsiglingu?
25.11.2010 | 23:42
Ásakanir kvenna um kynferðislegt áreiti Gunnars í Krossinum í þeirra garð nær nýjum hæðum þegar Gunnar fullyrðir í frétt á Vísi.is að nýtt trúfélag í Reykjavík standi að baki þeim söguburði.
Er nokkuð dásamlegra en þegar tveir trúflokkar fara í hár saman, örugglega báðir í Guðsnafni og með hans blessun?
Getur nokkuð annað borið sannleikanum betra vitni?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hver vill líkjast Hómer Simpson?
19.10.2010 | 11:50
Mig grunar að einhverjir í Páfagarði fái hiksta við lestur þessarar fréttar. Það er óskiljanlegt af hverju dagblað páfagarðs reynir að eigna kaþólsku kirkjunni Hómer Simpson. Ég hélt satt best að segja að engir vildu líkjast Hómer eða hefðu í það minnsta ekki hátt um það, sæju menn einhverja samlíkingu við hann.
Hómer tilheyrir The Western Branch of American Reform Presbylutheranism church og presturinn heitir Timothy Lovejoy og konan hans heitir Helen og dóttir þeirra Jessica. Það má vera að ný siðbót hafi orðið í Kaþólsku kirkjunni og prestum sé heimilt að kvænast, en ég held samt ekki.
Það lýsir lágkúru Kaþólsku kirkjunnar ágætlega að hún skuli reyna að upphefja sig á Hómer Simpson.
Hómer Simpsons er kaþólskur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýskipaðir fulltrúar hjá Himnum sf.
17.10.2010 | 12:16
Benedikt XVI páfi tók í dag í dýrlingatölu eina sex einstaklinga. Það er því ljóst að páfinn sér um starfsmannahaldið í himnaríki, því með því að lýsa hina dauðu dýrlinga, munstraði hann þá í stöðu fulltrúa á himnakontórnum.
Hinn nýskipaði dýrlingur er þar með orðinn fullgildur fulltrúi forstjórans fyrir Himnum sf. Fulltrúinn meðtekur bænir og aðrar óskir, afgreiðir þær og hrindir í framkvæmd, séu þær nægjanlega gáfulegar.
Þetta er til mikils hægðarauka fyrir Himna sf. því þetta eykur afköst og skilvirkni og tekur mesta álagið af forstjóranum, sem getur snúið sér að þýðingarmeiri verkefnum en kvabbi og kvörtunum viðskiptavinanna.
Er þetta ekki galið?
Fyrsti ástralski dýrlingurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Óhreinu börnin hennar Evu
4.10.2010 | 17:58
Það er dæmigert fyrir þá svartnættisstefnu og forneskju sem Kaþólska kirkjan rekur, að hún stilli sér upp gegn glasafrjóvgunum, sem hjálpað hafa milljónum hjóna að eignast börn.
Hefur Guð gefið út þá yfirlýsingu að tæknifrjóvguð börn séu annars flokks og honum ekki þóknanleg? Eru sálir þessara barna glataðar? Hvað með börn þessara barna, eru þau líka dæmd í logana?
Skíta pakk, er þetta lið.
Páfagarður gagnrýnir Nóbelsverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Faðir“ líttu þér nær
3.10.2010 | 11:35
Ég man ekki betur en það hafi verið frétt um það nýlega, að hafin væri rannsókn á banka páfagarðs vegna gruns um peningaþvott ( þoli ekki orðið þvætti) og aðrar lagalegar vafasamar yfirsjónir.
Það er því ljóst að skömm hins illa stendur sumum nær en þeir vilja vera láta og í skugga þeirra hefur ýmislegt blómstrað, sem illa þolir dagsljósið, og hefur gert lengur en elstu menn kjósa að muna.
Páfi fordæmir skömm hins illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vonir og væntingar
17.9.2010 | 23:40
Vonandi tryggir ríflega tveggja miljarða heimsókn páfa til Bretlands að sólin komi upp í framtíðinni hvern morgun, sem hingað til, í því guðs volaða landi.
Annað væri ekki sæmandi eftir viðkomu slíks mikilmennis.
Páfi í Westminster | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er á krosstré betra að hengja sitt farg...?
17.9.2010 | 22:34
Á ég að trúa því að bænhiti og rétttrúnaður prestsins í Reykholti komi að engu gagni í þessu tilviki? Og það þrátt fyrir að presturinn sá hafi rétt nýlega fengið blessum biskups fyrir að vera réttsýnn og velmeinandi prestur.
En svo bregðast krosstré sem ...
Vatn flutt í Reykholt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |