Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Frú Palin forseti?
7.2.2010 | 22:54

Bandaríska þjóðin þyrfti að vera geggjuð til að kjósa hana yfir sig. En allt er greinilega mögulegt í þessum efnum vestanhafs, því þessi sama þjóð kaus George W. Busch yfir sig TVISVAR!
.
![]() |
Palin útilokar ekki forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Virkar þetta?
7.2.2010 | 16:38
Þetta er undarleg og líklega mjög vanhugsuð aðferð hjá konunum til að auka lýðræði í karlaþjóðfélagi.
Líklegt má telja að þetta hvetji karlrembur frekar til skerðingar á lýðræðið, í stað þess að auka það, verði það til þess að konur fari almennt að hlaupa um hálf- eða alnaktar.
Nema auðvitað að þeir sem með völdin fara í Úkraínu séu hommar upp til hópa.
![]() |
Hálfnaktar konur mótmæla í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vissulega jákvætt og skref í rétta átt....
3.2.2010 | 01:05
....en eftir sem áður verða til næg kjarnorkuvopn til að eyða öllu lífi á Jörðu mörgum sinnum.
Meðan svo er verður fækkunin haldlaus í sjálfu sér, hún verður aldrei annað en táknræn.
.
.
![]() |
Fækka kjarnorkuvopnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Minnimáttarkennd
10.1.2010 | 19:21
Margir hafa fallið í þá gryfju að reyna að nota nöfn og ímynd stórmenna til að upphefja eigin vesaldóm eða meðalmennsku.
Dan Quayle varaforseti Bush eldri reið ekki feitum hesti frá þeim mistökum sínum að líkja sér við Jack Kennedy forseta í sjónvarpskappræðum við Lloyd Bentsen.
Bentsen afgreiddi hann með einni mergjaði setningu; Þingmaður ég þjónaði með Jack Kennedy, ég þekkti Jack Kennedy, hann var vinur minn, þú ert enginn Jack Kennedy.
Davíð Oddson greip til þessarar sömu tækni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og þá dugði ekkert minna fyrir Davíð en að fara alla leið upp í Jésú Krist til að finna eitthvað samanburðarhæft.
Allt ætlaði bókstaflega vitlaust að verða á landsfundinum yfir þessari upphefð frelsarans að vera á sama stall settur og mr. Oddson.
Gordon litli Brown er í vanda, að honum er sótt, ef ekki af hans eigin flokksfélögum, þá af Íslensku þjóðinni sem mun víst vera ræningjalýður upp til hópa eins og þeir eiga kyn til, ef marka má Lortinn Hattersley.
Brown vesalingurinn leitaði logandi ljósi að einhverju til ímyndarauka og fékk þá furðulegu hugdettu að líkja sjálfum sér við Nelson Mandela, ekkert minna.
Gordon og Nelson eru eins og hvítt og svart, bókstaflega talað en með öfugum formerkjum. Nelson Mandela er óumdeilanlega eitt af stómennum mannkyns. Gordon kæmist aldrei á blað á þeim lista, ekkert er stórt við Gordon, nema þá kjafturinn.
![]() |
Brown í kröppum dansi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Voováááávhá!!
22.11.2009 | 15:55
Hvað er annað hægt að segja? Okkur er í dag geimfarabarn í heiminn fætt.
![]() |
Varð pabbi úti í geimnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
„Vinir okkar“ Bretar
22.11.2009 | 14:26
Er eitthvað í þessum fréttum sem kemur í sjálfu sér á óvart?
Er einhver sem trúir því í einlægni að stríðsmang og hernaðarhyggja séu samherjar sannleikans?
Var sannleikurinn leiðarljósið þegar Davíð og Halldór, tveir einir, gerðu Ísland að þátttakanda í Íraksstríðinu?
Svo virðist sem kappið hafi verið meira en forsjáin hjá blessuðum Bretunum, rétt eins og hjá okkar landsfeðrum, enda skynsemin sjaldnast meðreiðarmær þegar liggur á að gera sig gildan í augum Sam frænda.
Voru þeir ekki fremstir þarna skítseiðið Gordon okkar Brown og Tony karlinn Blair sem blessunarlega missti af vagninum að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins?
Bretar virðast bestir í því að knésetja varnarlausar örþjóðir, því þar hefur þeim tekist hvað best upp undanfarið.
![]() |
Mistök og leynd í Íraksinnrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hræsni andskotans
9.11.2009 | 21:16
Margt stórmennið, núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar ásamt almennum borgurum er saman komið í Berlín til að fagna því að 20 ár eru í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins illræmda.
Fall múrsins, sem var tákn kúgunar og harðstjórnar, markaði upphaf nýrra tíma.
En á sama tíma, í dag, er unnið við að reisa annan múr, aðskilnaðarmúrinn í Palestínu, sem eins og múrinn í Berlín, er ætlaður til kúgunar og valdníðslu.
Enginn hreyfir hönd né fót gegn nýja múrnum og hinum kúguðu til varnar, ekki einu sinni fólkið sem nú fagnar sínu frelsi í Berlín.
Og þá ekki þeir sem hvað digurbarkalegast gefa sig út fyrir að vera málsvarar frelsis og mannréttinda og nota þetta tækifæri til að gera sig gilda í Berlín.
![]() |
Tilfinningaþrungin athöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ástarbrímans fagurmæli
8.11.2009 | 16:47
Það er eins gott að þessari nauðgunarhugmyndafræði skjóti ekki upp kollinum hér á landi.
Þá væri vá fyrir dyrum hjá báðum kynjum og dómskerfið færi gersamlega á hliðina.
Nægur er nú vandinn samt.
![]() |
Bónorð réttlæti ekki kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spillingin upprætt.
2.11.2009 | 23:20
Barack Obama ræddi í dag við Karzai forseta Afganistan og hvatti hann til að uppræta spillinguna í landinu.
Þar sem Karzai er holdgerfingur Afganskrar spillingar á hann aðeins eitt ráð vilji hann fara að ráðum Obama, að fjarlægja sjálfan sig varanlega.
![]() |
Hvatti Karzai til uppræta spillingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ, hæ, Osama hér er ég!
2.11.2009 | 17:58
USS New York er 205m á lengd og særými þess er 25.000 tonn. Það eru því verulegar ýkjur að segja skipið smíðað úr Tvíburaturnunum, þegar aðeins sjö og hálft tonn af massa skipsins er stál úr turnunum.
Ég fæ ekki betur séð en þessi afgerandi tenging skipsins við Tvíburaturnana sé mjög misráðin og aðeins til þess fallin að gera það að uppáhalds skotmarki hryðjuverkamanna.
Alt eins hefði mátt mála skotskífur á síður skipsins. Verði þessu fljótandi tákni 11. september grandað yrði niðurlæging Bandaríkjanna alger.
Áhugasama skortir örugglega ekki.
![]() |
Herskip smíðað úr stáli Tvíburaturnanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)