Hæ, hæ, Osama hér er ég!

 USS New YorkUSS New York er 205m á lengd og særými þess er 25.000 tonn. Það eru því verulegar ýkjur að segja skipið smíðað úr Tvíburaturnunum, þegar aðeins sjö og hálft tonn af massa skipsins er stál úr turnunum.

Ég fæ ekki betur séð en þessi afgerandi tenging skipsins við Tvíburaturnana sé mjög misráðin og aðeins til þess fallin að gera það að uppáhalds skotmarki hryðjuverkamanna.

Alt eins hefði mátt mála skotskífur á síður skipsins. Verði þessu fljótandi tákni 11. september grandað yrði niðurlæging Bandaríkjanna alger.

Áhugasama skortir örugglega ekki.


mbl.is Herskip smíðað úr stáli Tvíburaturnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar þessi vitleysa engann endi að taka ...  Kaninn má eiga það að hann er kengruglaður.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 18:27

2 identicon

Fyrir utan það hversu heimskuleg herskipasmíði er, eitt af því sem ekki vantar helst í þennan heim frekar en önnur vígatól og morðtæki.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki vill ég taka undir það að Kaninn sé kengruglaður, en þeim gengur illa að blanda saman vopnum og skynsemi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Axel -  tekur vel í þessa yfirbyggingu - military "Hummer" look og ekkert annað

Jón Snæbjörnsson, 2.11.2009 kl. 20:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Jón, þetta er eins og "liner".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hönnunin tengist auðvitað radar málum.

En ég verð að segja að íslendingar eru svoldið kex-líka.

Ólafur Þórðarson, 2.11.2009 kl. 21:56

7 identicon

Niðurlæging bandarískra yfirvalda yrði vissulega alger ef skipi þessu yrði sökkt af alkæda, en það yrði hvort sem í skipið væri notað stál úr tvíburaturnunum eður ei.

Það er ekkert grín að koma svona skipi á hafsbotn. Og ef talíbanskir landkrabbar væri færir um slíkt, þá væri ekki margt eftir sem þeir gætu ekki.

Reyndar eru góðar líkur á því að skip af þessari gerð eigi eftir að taka þátt í því að bjarga fleiri mannslífum en granda. En vissulega virðast þetta nokkuð nytsamleg vígtól.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hægt að sökkva hvaða skipi sem er Pétur, án þess að bleyta á sér fæturna. Örlög turnanna hefðu líka verið talin fjarstæða fyrir 11. sept. 2001.

Vígtól eru nú einu sinni hönnuð til að granda lífi, þetta skip er engin undantekning á því, sama hvað kaninn klifar oft á "saving lives" klisjunni,  þá gildir hún bara fyrir "amerísk" líf, skítt með önnur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2009 kl. 02:23

9 identicon

Vissulega er það hægt, en gætir þú gert það? Varðskipið Ægir væri jafnvel fært um það við einhverjar aðstæður.

Alkædamenn gerðu sitt besta þegar þeir reyndu að skemma tundurspillin Cole og drápu þar vissulega nokkra sjóliða, en áfram flaut Cole. Þeir kædarnir blotnuðu hinsvegar allsvakalega, þegar líkamspartar þeirra duttu ofan í sjóinn og nálægar fjörur.

Við Íslendingar eigum slatta af prýðisvígtólum, mættu þau vera fleiri, og þrátt fyrir öll þau mannslíf sem þau geta átt þátt í bjarga, þá nálgaðist það seint þær tölur sem eitt innrásarskip sem þetta getur bjargað á dæmigerðum hamfarasvæðum í Asíu á t.d. einni viku.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband