Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Kommúnismi í boði Bandaríkjanna.
29.10.2009 | 12:59
Leiða má að því líkum að kommúnisminn á Kúbu væri löngu fallinn ef ekki væri fyrir viðskiptabannið sem Kaninn hefur hangið á eins og hundur á roði.
Hluti af tregðu Bandaríkjamanna er að Kúba hefur ekki vilja skila eigum Bandarísku mafíunnar, sem var allsráðandi á Kúbu í tíð Batista, en voru þjóðnýttar eftir byltinguna.
Á Kúbu býr indælt fólk og þangað er yndislegt að koma. Ég hef hvergi komið, þar sem fólk er almennt jafn snyrtilegt, þrifalegt og vel til fara og þar.
![]() |
Gegn viðskiptabanni í 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig á góður utanríkisráðherra að vera?
24.10.2009 | 13:28
Angela Merkel hefur kynnt nýja ríkisstjórn sína. Fátt merkilegt þar á ferð í sjálfu sér.
Athyglisverð er samt sú athygli sem fjölmiðlar sýna nýjum utanríkisráðherra, ekki fyrir þá sök að hafa enga ráðherrareynslu, ekki fyrir þá sök að hafa hreint enga reynslu af utanríkismálum, nei það er kynhneigð hans sem er aðal áhugamálið og áhyggjuefnið.
Fyrirsögn Mbl.is var t.d. fyrst. Fyrsti samkynhneigði utanríkisráðherrann en varð svo Nýr utanríkisráðherra reynslulítill . Menn sáu að sér þar.
Svo hafa sumir þessar klassísku áhyggjur, með kynhneigð utanríkisráðherrans í huga, hvernig honum verður tekið í löndum Íslam!
Þessi ótti er hluti af nánast sjúklegri afsláttarhyggju gagnvart öllu sem viðkemur Íslam . Þessi afsláttarstefna lýsir sér best í því, að á sama tíma og reynt er að útrýma í Evrópu hverskonar fordómum kristinna manna, þá hlaupa menn upp til handa og fóta þegar fordómar og kreddur Íslamstrúar eru annarsvegar og gera þeim eins hátt undir höfði og kostur er.
Þýski utanríkisráðherrann mun örugglega hrista af sér reynsluleysið, bæta ensku getu sína og standa sig vel í starfi og leggja áherslu á að eiga góð og uppbyggileg samskipti við alla. Það eitt skiptir máli.
![]() |
Fyrsti samkynhneigði utanríkisráðherrann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða, hvaða?
22.10.2009 | 00:20
Eru Bretland og Holland ekki búin að greiða gjaldið sitt?
Getur það verið, er enginn að rukka?
Ætli strandi á Icesave?
![]() |
Ísland skuldlaust við SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Norskir samir við sig.
1.10.2009 | 16:29
Það kemur svo sem ekki á óvart að þessi hugvekja sem Höskuldur Þórhallsson flutti Íslendingum frá Framsóknarþingmanninum Norska hafi ekki átt sér stoð í raunveruleikanum.
En það vekur athygli mína og furðu að Marianne Aasen, þingmaður Verkamannaflokksins Norska skuli telja það óeðlilegt að aðstoða Íslensku þjóðina á þeirri forsendu að hægrisinnaðir stjórnmálamenn hafi valdið hruninu á Íslandi!!
Er hægt að komast öllu neðar í lágkúru og skítlegu eðli?
![]() |
Vilja ekki lána Íslandi stórfé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bardagahæfa brjóstahaldara takk!
22.9.2009 | 18:07
Að mati kvenna í Sænska hernum eru brjóst þeirra vanbúin til átaka.
Sænskir vinna því hörðum höndum að reyna að hemja lausung þessara líkamsparta, sem eru í fylkingarbrjósti Sænska hersins.
Nú standa yfir prófanir á frumgerð bardagahæfs túttuhaldara.
Miklar vonir eru bundnar við þessa nýung.
![]() |
Betri brjóstahaldara takk! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
„Skóarinn“ látinn laus.
15.9.2009 | 10:46
Muntadhar al-Zeidi sem hlaut heimsfrægð þegar hann kastaði skónum sínum að George W. Bush, Bandaríkjaforseta, hefur verið sleppt úr fangelsi.
Þeir voru fáir sem ekki þótti árásin hið besta mál þótt ekki þyki það beinlínis fallegt og til eftirbreytni að ráðast á fávita.
.
![]() |
Skókastara sleppt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður „litli bróðir“ stór?
10.9.2009 | 20:25
Þetta er það sem getur gerst ef ríkisstjórnir og þjóðþing falla í þá hugmyndafræðilegu gryfju, að með því að draga úr mannréttindum og persónuvernd og auka eftirlit með fólki, megi hindra hryðjuverk og önnur afbrot.
Þegar hugmyndafræðin gengur ekki nægjanlega vel upp og skilar ekki þeim árangri sem vænst var, er hættan sú að nauðsynlegt verði talið að ganga lengra og lengra og þá verður litli bróðir orðin Stóri Bróðir áður en varir.
![]() |
Tollurinn getur afritað harða diskinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólíkt höfumst við að.
9.9.2009 | 07:59
Hollendingar urðu fyrir náttúruhamförum 1953, Íslendingar hlaupa til og safna pening handa þessari margfalt betur stæðu þjóð.
Efnahagslegar hamfarir verða á Íslandi rúmum 50 árum síðar, hvað gera Hollendingar, jú þeir, ásamt Bretum, sparka í þjóðina liggjandi og tæma úr vösum hennar og skilja hana eftir liggjandi í blóði sínu.
![]() |
Hollandshjálpin enn vinsæl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvenær er lýðræði lýðræði?
7.9.2009 | 22:20
Eitt telja Bandaríkjamenn sig kunna öðrum betur. Það er framkvæmd lýðræðis og kosninga. Ekkert er fjarri sanni. Bandaríkjamenn reyna ítrekað að flytja út þessa þekkingu sína þrátt fyrir minni en enga eftirspurn hjá þeim er til þekkja.
Bandarískri sýn á lýðræði er svo þröngvað upp á hersetin lönd eins og Afganistan, þar sem áríðandi þykir að sýna umheiminum lýðræðið í verki , hvað sem það kostar. Þegar við lýðræðisskilning Bandaríkjamanna bætist algert þekkingar- og virðingarleysi heimamanna fyrir lýðræði að viðbættri spillingu, fáum við útkomu eins og þessa í Afganistan.
Ég er ekki í nokkrum vafa um, hversu miklar og afgerandi upplýsingar verða opinberaðar um viðtæk og skipulögð kosningasvik Karzai, lepps Bandaríkjanna, þá mun helsta lýðræðisríki heimsins Bandaríkin fullyrða að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram.
Rétt eins og klerkaklíkan í Íran gerði eftir forsetakosningarnar þar. Að þeirra mati varpaði það ekki rýrð á velheppnaðar forsetakosningar þótt nokkrum milljónum atkvæða fleira kæmu upp úr kjörkössunum en sem nam kjörsókn. Bandaríkin skrifuðu ekki upp á þessa lógík, þá.
![]() |
Allt að 800 gervikjörstaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íransforseti ber hausnum við steininn.
6.9.2009 | 19:23
Hinum umdeilda Íransforseta Mahmoud Ahmadinejad er ekki alsvarnað þótt nokkuð sé hann kaflaskiptur og baldinn.
Hann situr við sinn keip að skipa konur í ráðherraembætti, þrátt fyrir að klerkastéttin hafi skilmerkilega skilgreint konur með öllu óhæfar til stjórnunarstarfa sökum skorts á heilastarfsemi.
![]() |
Ahmadinejad útnefnir aðra konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)