Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Því verr munu heimskra manna ráð reynast, sem fleiri koma saman.

Það gæti óneitanlega orðið kómískt áhorfs fjölgi keppendum Repúblikanaflokksins, af svipuðu kalíberi og þær stöllur  Sarah Palin,  og Michele Bachmann, um að verða forsetaframbjóðendur flokksins.

En það yrði ekkert grín heldur dauðans alvara kæmust slíkir ruglukollar og þær stöllur í Hvítahúsið, svo ekki væri talað um þær tvær saman, sem forseta og varaforseta.

Trúartrúðarnir Dick Chaney og George Busch voru tæpir en komast samt ekki með tærnar þar sem þær stöllur hafa háhælana í trúarruglinu.

Svo vitlausir eru Bandarískir kjósendur ekki  að kjósa kerlingarnar, hugsa eflaust margir, en bitur reynslan segir að Bandarískir kjósendur verða seint taldir þeir gáfuðustu í heimi.


mbl.is Palin segir að það sé pláss fyrir fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt tilbrigði við gamalt stef

nato foolsFastlega má gera ráð fyrir að ekki muni eitt cent af þessum 15 milljörðum dala fara til félags-, heilbrigðis- og samgöngumála í Líbýu eða annarra nauðsynlegra þátta nútíma þjóðfélags. Nýju stjórnvöldin, vinir vesturvelda, munu verja megni fjárins, ef ekki öllu, í uppbyggingu jú mikil ósköp, uppbyggingu hersins.

Nýju stjórnarherrarnir munu þurfa sinn her til varnar óánægjuöflum, bæði utan og innan sinna raða, sem munu fara vaxandi frá fyrsta degi þegar fólk áttar sig á því að þó andlitin við stjórnvölin séu ný þá situr enn sama gamla afturhaldsrassgatið við völd í Trípólí.

First-Aid-Kit-Inside-Sign-S-1779Þetta vita leiðtogar vestur- veldanna mæta vel en hreykja sér hátt  þar sem þeir stilla sér upp fyrir myndatökur og af þeim lekur helgislepjan og fölsk ímynd hins miskunnsama samverja. En bak við englagrímuna glotta þeir, vitandi að peningarnir munu aðeins gera stuttan stans í Trípólí, áður en þeir snúa aftur sem greiðsla fyrir vopnin, sem þeir senda Líbönum, í kössum kyrfilega merktum sem hjálpargögn.

Það mun taka vesturveldin og þá sérstaklega Bandaríkin smá tíma að átta sig á að ekkert hefur breyst og hin „nýja“ Líbýa mun snúa við þeim bakinu, þegar og um leið og þeim best hentar. Þó forleikurinn hafi verið nýr í þetta sinn er viðlagið það sama og í öðrum ríkjum þessa heimshluta þar sem Bandaríkjamenn hafa talið sig hafa „eignast“ ríkisstjórn.


mbl.is 15 milljarðar til Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptafrömuður

Sögur ganga að hinn kynóði Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gerist þáttastjórnandi í sjónvarpi.

Sjónvarpsstöðvarnar CNN og CNBC eru sagðar hafa áhuga á kappanum vegna kunnáttu hans og hörku í viðskiptum – viðskiptum hans við konur væntanlega!


mbl.is Strauss-Kahn í sjónvarpið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill munur er á kúk og skít

nato_bombsEkki er háttsemi hermanna Gaddafi falleg og til eftirbreytni. Villimennska er maki hernaðar og er því óhjákvæmilegur fylgifiskur styrjalda og stríðs.

Sjaldan hallar á í óþverrahættinum, allir stríðsaðilar eru undir sömu sökina seldir. Stríð framkalla aldrei annað en það versta í fari manna. Helsti munurinn milli stríðandi fylkinga er sá að þeim sem betur vegnar  í átökunum gengur oftast betur en hinum að leyna sínum voðaverkum.

Varpa ekki hersveitir NATO sprengjum á bæi og borgir, þar sem ætla má að óbreytta borgara sé umfram aðra að finna? Dráp á óbreyttum borgurum er þá kallað „slys“  eða óheppileg mistök og afgreitt sem eðlilegur fórnarkostnaður.

Sagt er að menn Gaddafi hafi stillt upp óbreyttum borgurum sem skildi. Hafi það hindrað hersveitir NATO að taka í gikkinn væri það alveg ný styrjaldartækni. Eina reglan í stríði er, og hefur alltaf verið, að skjóta fyrst og spyrja svo.

Í fréttum á vesturlöndum eru öll ljótu orðin notuð um andstæðingana, „vondu gæjana“,  en ómennin í röðum NATO fá minni umfjöllun, ef nokkra, nema þá helst um orðurnar sem á þá eru hengdar fyrir framlag þeirra í þágu mannkyns.  


mbl.is Voðaverk Gaddafis gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju...

kim-jong-il...ætli Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, jafn dáður og elskaður maður, og hann sannarlega er, þurfi að ferðast í brynvarinni lest?

 .

.

 


mbl.is Kim í skemmtilegri lestarferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupið í felur

800px-The_Pentagon_January_2008Pentagon bygging landvarnar- ráðuneytisins í Arlington var rýmd vegna smá jarðskjálfta í dag!  

Maður hefði haldið af ímynd og mikilvægi Pentagon í landvörnum Bandaríkjanna að þar stæðu menn keikir á hverju sem gengi, en fengju ekki hland fyrir hjartað og hlypu í felur af engu tilefni.

Hvað gerist í Pentagon ef til stríðs kemur?

 


mbl.is Jarðskjálfti í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sitja á sínum strák

CARTN8~1Það er spurning hvort Dominique Strauss-Kahn læri sína lexíu af þessu og sitji á strák sínum framvegis,  í bókstaflegum skilningi.

Sögurnar sem af honum fara segja okkur að það sé sennilega borin von og hann fái það sem hann eigi skilið í fyrr en síðar.

  


mbl.is Málið gegn Strauss-Kahn fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannibalsson heima og að heiman

Ég held að Íslendingar, almennt, geri sér ekki grein fyrir hve mikilvægt framtak Jóns Baldvins Hannibalssonar er Eistlendingum og heiminum öllum, þegar hann fyrir hönd Íslands, fyrst ríkja, viðurkenndi sjálfstæði Eistlands.

Með Jón Baldvin í fararbroddi gekk Ísland fram fyrir skjöldu og viðurkenndi sjálfstæði Eistlands meðan önnur vestræn ríki kappkostuðu það eitt að setja kíkinn fyrir blinda augað.

Sjálfstæði og frelsi virðist sumum meira í orði en á borði ef hægt er að láta kyrrt liggja enda var „sjálfstæðishugsuðum“ mörgum hverjum ekki skemmt.

Fyrir þetta framtak Jóns, sem hann gerði nánast í óþökk ríkisstjórnar Íslands, er hann þjóðhetja í Eistlandi. Hannibalsson er mikilsvirt nafn í öllum Eystrasaltsríkjunum.

Það er kaldhæðni örlagana að Jón Baldvin skuli meira metin erlendis fyrir sín verk en hér heima. 


mbl.is Íslendingadagur í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakistanar bera kápuna alltaf á báðum öxlum

Þessar fréttir af Pakistönum ættu ekki að koma neinum á óvart. Enginn velkist í vafa um að Osama bin Laden hafi getað leynst fyrir umheiminum í Pakistan árum saman án vitundar annað hvort ríkisstjórnar Pakistans eða hersins, nema hvorutveggja sé.

Flestum, ber saman um, þar sem innflytjendur séu fjölmennir á vesturlöndum, að engir komist með tærnar þar sem Pakistanar hafa hælana í undirferli og öllum mögulegum samskipta- og umgengniserfiðleikum. Sagt er að um leið og einn Pakistani flytji í blokk fari allar íbúðir blokkarinnar með það sama á sölu.

Það er undarlegt að Bandaríkjamenn skuli hafa þá að „bandamönnum“ eða það skýrir öllu heldur neyð þeirra og örvæntingu í þessum heimshluta. Það er ljóst að Bandaríkjamenn treysta ekki þessum bandamönnum sínum fyrir horn í einu né neinu. Þeir hafa mokað í þá fé árum saman, til að kaupa sér velvild, sem aldrei hefur orðið nema að nafninu til.

Saga Pakistan sýnir og sannar að þeir sitja á svikráðum við allt og alla, utan, jafnt sem innan sinna raða. Þeim virðist eðlislægt að bera kápuna á báðum öxlum. 


mbl.is Gruna Pakistana um græsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklega ábyrg og hugrökk móðir

Ég tek ofan fyrir henni, ég vildi að ég hefði þennan kjark.

Fleira þarf ekki um þetta að segja.
mbl.is Átakanlegt viðtal við móður óeirðaseggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband