Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Stuldur, nei efnahagsaðgerð
11.8.2011 | 09:57
Það verða varla nein mótmæli að ráði við þessum landþjófnaði Ísraela því stuldurinn er að þessu sinni efnahagslegur en ekki pólitískur.
Þetta breytir auðvitað öllu fyrir Palestínumenn, eigendur landsins, því hver sættir sig ekki við efnahagsaðgerðir?
Þetta er auðvitað ekki gagnrýni á Ísraelsstjórn, því eins og allir vita má ekki gagnrýna þarlend yfirvöld án þess að fá á sig stimpilinn gyðingahatari.
Það er mikið lán að aðalgerendurnir og sóðarnir í efnahagshruninu Íslenska voru kristnir, en ekki gyðingatrúar. Því annars hefði algerlega verið bannað að fjalla um hrunið eða ræða það á nokkurn hátt. Ef út af því hefði brugðið hefðu Villi í Köben og önnur slík risaeðlubein samstundis runnið inn á sviðið hrópandi gyðingahatur, gyðingahatur!
![]() |
Leyfa fleiri landtökuhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hefndin er ekki sæt, hún er súr.
10.8.2011 | 15:40
Það er upp runnin víxlverkun hefnda í þessu stríði, skynsemin hefur endanlega verið send heim af báðum aðilum.
Hefnd og hatur eru slæmir förunautar og ekki líklegir til að stuðla að vitrænni lausn á þessu brjálæði.
![]() |
Árásarmennirnir látnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fellur ríkisstjórnin?
10.8.2011 | 11:26
Óeirðirnar í Bretlandi eru komnar á það stig að lítið þarf útaf að bregða til að samsteypustjórn Camerons hreinlega falli.
![]() |
Cameron boðar hertar aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Kjarnakonur eða meðalmenn
8.8.2011 | 21:12
Tímamót eru í framundan í konunglega breska flotanum þegar kona tekur í fyrsta sinn við stjórn herskips.
Sarah West, sem er 39 ára, mun taka við stjórn herskipsins HMS Portland.
Sarah var, að sögn, valin til starfans vegna: ....leiðtogahæfileika sinna, öryggis, siðferðislegs hugrekkis, góðrar dómgreindar og framúr- skarandi mannlegra eiginleika.
Ætli þessi sama formúla sé notuð þegar karlar eru valdir í stöður skipherra í hinum konunglega flota?
Eða ætli hún hafi verið samin sérstaklega fyrir konur, svona til að hækka þröskuldinn aðeins í þessu síðasta vígi breskrar íhaldssemi og þröngsýni?
![]() |
Fyrsta konan sem stýrir herskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ómetanleg þjónusta
8.8.2011 | 00:51
Hún verður ekki metin til fjár eða annarra verðmæta sú ágæta viðleitni Moggans að gefa fróðleiksfúsum lesendum sínum tækifæri til að fylgjast náið með líkamsstarfsemi Hugo Chavez forseta Venesúela frá degi til dags, hvar hann nýtur læknishjálpar á Kúbu.
Núna er Húgó karlinn sem sé búinn að missa hárið, því verður spennandi að fylgjast með framvindu læknismeðferðarinnar næstu daga, á síðum Moggans.
Morgunblaðið hefur alltaf, einn fjölmiðla á Íslandi, haft einstakan áhuga á kirtlastarfsemi leiðtoga Kúbu og Mið-Ameríkuríkja. Sá áhugi sýnir berlega einstaka og einlæga aðdáun ritstjórnar Moggans á þessum helstu hetjum þessa heimshluta.
Margir hafa klökknað af minna tilefni.
![]() |
Chavez búinn að missa hárið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegvísir til friðar og framtíðar
3.8.2011 | 11:46
Viðbrögð Normanna við fjöldamorðunum í Utøya og hvernig þeir hafa unnið úr þeim hörmungum hafa vakið heimsathygli. Norsk stjórnvöld og þá sérstaklega Jens Stoltenberg forsætisráðherra hafa þótt sýna skynsemi, ábyrgð og festu með mannúð og manngildi að leiðarljósi. Margir vildu þá Lilju kveðið hafa.
Nokkuð hefur borið á bloggfærslum á mogga- blogginu þar sem nokkrir fúlir bloggarar hafa lagst í þá lágkúru að saka Stoltenberg, vegna aukinna vinsælda hans, um að nýta sér atburðina í Utøya sér og sínum flokki til framdráttar. Aumara verður það varla. En sumum er bara ekki viðbjargandi.
Mér kæmi ekki á óvart þó þessi vegvísir á myndinni yrði í framtíðinni vegvísir og tákn þess að mannúð og manngildi sé metið ofar trúar- og kynþáttaríg og sérhagsmunum einstakra hópa og þjóða.
![]() |
Boða blaðamannafund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mögnuð skrif
1.8.2011 | 14:48
Þetta eru mögnuð og afar sterk skilaboð frá þessum unga manni til allra Breivikinga heimsins.
![]() |
Þú skalt vita að þér mistókst" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vel sloppið
31.7.2011 | 22:30
Leiða má að því líkum að eitt dauðsfall sé býsna vel sloppið í árekstri tveggja járnbrautalesta á Indlandi, ef þessar myndir sýna algenga hleðslu á farþegalestum þarlendum.





![]() |
Einn látinn eftir lestarslys á Indlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Óvenjuleg vinnubrögð verjanda
30.7.2011 | 20:52
Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð eða heyrt lögfræðing bera skjólstæðing sinn jafn ákaft á torg, eins og verjandi Breiviks gerir í þessu máli.
Það er greinilegt að verjandinn ætlar að byggja vörnina á meintri geðveiki Breiviks og hann notar hvert tækifæri til að baktala skjólstæðings sinn og styrkja þannig þá ímynd að Breivik sé illa truflaður.
Það er undarlegt að enginn skuli hafa veitt öllum þessum persónuleika brestum Breiviks athygli allan þann tíma sem hann vann með kaldrifjuðum hætti að undirbúningi morðanna og fyrir þann tíma.
Vinsamlegast takið þátt í könnunni hér til vinstri!
![]() |
Lifði í ímynduðum heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ímyndarþvottur
27.7.2011 | 10:59
Ég sé ekki betur en Jacques Coutela hafi verið rekinn úr National Front fyrir að segja það upphátt sem flestir í þeim ágæta flokki hugsa.
Allir eru á harða hlaupum að afneita hugsanlegum skoðana- eða trúartengslum við fjöldamorðingjann í Útey, innlendir sem erlendir, hraðast og fremstir fara helstu fordómasmiðirnir.
![]() |
Rekinn úr flokknum fyrir að verja Breivik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)