Ímyndarþvottur

Ég sé ekki betur en Jacques Coutela hafi verið rekinn  úr National Front fyrir að segja það upphátt sem flestir í þeim „ágæta“ flokki hugsa.

Allir eru á harða hlaupum að afneita hugsanlegum skoðana- eða trúartengslum við fjöldamorðingjann í Útey, innlendir sem erlendir, hraðast og fremstir fara helstu fordómasmiðirnir.


mbl.is Rekinn úr flokknum fyrir að verja Breivik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skammastu þín ekkert fyrir að gera stórum hópi fólks sem þú þekkir ekki neitt upp svona ógeðfelldar hugsanir? Bara út af einu rotnu epli?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2011 kl. 13:50

2 Smámynd: Óskar

Ekki sér ég hað Axel ætti að skammast sín fyrir.  Þeir sem safnast saman í hægri öfgaflokkum á vesturlöndum hafa einfaldlega mjög sjúkar skoðanir á vinsti mönnum og svo maður talar nú ekki um múslima.  Hér á landi er nóg að lesa amx, horfa á omega eða hlusta á útvarp sögu til að sjá að þetta fólk gengur upp til hópa ekki heilt til skógar.

Óskar, 27.7.2011 kl. 13:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðmundur, segir stefnuskrá flokksins ekkert um hugsanagang meðlima hans?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2011 kl. 14:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væntanlega. En það virðist ekki skipta hann Óskar hérna máli. Hann hefur ekki fyrir því að kynna sér þá stefnuskrá sem ég fylgi, áður en hann dregur þá ályktun að ég hljóti að vera stórhættulegur öfgamaður lengst til hægri. Ef hann bara vissi hversu röng sú ályktun er...

Axel, ég hef ekki kynnt mér stefnuskrá National Front, þarf svo sem ekki á því að halda. Ef þú hefur kynnt þér hana og komist að upplýstri niðurstöðu um að hún sé svona öfgafull, þá hefurðu gert meira en ég að því leyti, og þá biðst ég velvirðingar ef athugasemd mín hefur verið út í bláinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.