Látum ekki okkar (drasl) eftir liggja, þessa helgi

Verslunarmannahelgin er framundan, hjá mörgum hefst hún í kvöld eða á morgun. 1

Íslenskt veður er óútreiknanlegt og hefur gert mörgum manninum marga skráveifuna þessa helgi.

2En samt sem áður storma þúsundir landsmanna á vit ævintýranna og óvissunnar um þessa helgi, ár eftir ár.

43Góða skemmtun Íslendingar,  hvernig sem veðrið verður.

Komið heil heim og auðvitað með allan farangurinn, látið ekki ykkar dót eftir liggja!

8

  


mbl.is Margir á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst besta að vera bara heima. Home sweet home!

Flott nýja myndin af þér. Hvað eru að drekka svona glæsilegt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.7.2011 kl. 17:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég segi það sama Bergljót, ég hef aldrei verið mikill verslunarmannahelgarmaður, heima er best þegar allir hinir eru að keppa hver við annan úti á þjóðvegunum.

Takk fyrir, myndin er tekin á Tenerife, ég man ekki hvaða sull þetta er, einhver bragðgóður kokteillinn þó.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2011 kl. 17:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heima er best um þessa helgi og ég er hrædd um að draslið verði víða og það mikið

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2011 kl. 19:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég óttast það Ásdís, að draslið verði yfirgengilegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2011 kl. 19:50

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég verð nú að vera sammála ykkur hér að ofan.
Eftir að hafa alist upp á stað sem dróg að sér margmennið um akkúrat þessa helgi, þá hef ég alla tíð aldrei verið mikið fyrir það að fara neitt um þessa helgi. Enda hef ég aldrei gert það.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.7.2011 kl. 23:37

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég á hús á Bídudal líka og þar höfum við dvalist sumrin löng, þó það verði stopulla með árunum, því húsið er lítið og fjölskyldan stór.

Eitt sinn fyrir Verslunarmannahelgina var ég spurð, hvert ætlið þið að fara um helgina og mér varð á að svara, við erum farin og komin hingað. Þetta þótti spyrjandanum ansi slakt, því maður fer bara eitthvað annað. Ég var svo vitlaus að átta mig ekki á þessu  en þarna í Bíldudalssælunni er besti staðurinn að vera á í fríi að mínu mati, fyrir utan þetta gamla góða, að vera bara heima og njóta þess líka.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.7.2011 kl. 01:24

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvað draslið snertir verður það alltaf meira og meira, en mitt álit er að því meira því auðvelara að raka saman.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.7.2011 kl. 01:26

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er verst hvað unga fólkið er kærulaust varðandi verðmætin. Það er jafnvel keyptur búnaður fyrir tug þúsundir og svo er allt skilið eftir að gleðinni lokinni.

Reyndar er það ekki bara unga fólkið. Ég man hvað ég varð hissa fyrir nokkrum árum þegar jólatré fóru að sjást utan lóðamarka eftir jólin með skrauti, seríum og alles, tilbúin að stinga í samband. Þá nennti fólk ekki að tína af trénu og lét bara allt gossa. Það mátti jú alltaf kaupa nýtt skraut fyrir næstu jól.

Þetta hefði þótt glæpur í mínu uppeldi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 06:52

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Því miður er það oft svo að unglingarnir drekka sig útúrfulla, æla og pissa jafnvel inni í tjöldin hver hjá öðrum,  þannig að skelþunnir geta þeir bara ekki hugsað sér að taka saman viðlegubúnaðinn, hvað þá þegar tjaldið er fullt af drasli og óþrifnaði. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.7.2011 kl. 09:21

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki ósennileg skýring. Ég kannast sjálfur við þessi ólukkans ónot, en lét aldrei mitt eftir liggja, þá sjaldan ég álpaðist á svona samkomur, enda  þekktist slíkt einfaldlega ekki í þá daga og hefði orðið hverjum þeim sem það gerði  til minnkunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.