Færsluflokkur: Mulningur

Mulningur #3

RútaHann sat fremst í áætlunarbílnum að vestan, gamli maðurinn. Aleinn en greinilega hress og kátur.   

 „Jæja þú ert á leiðinni suður,“ sagði bílstjórinn.   

 „Já svo sannarlega, svo sannarlega,“ svaraði gamli maðurinn hinn ánægðasti.     

„Hvað ertu annars orðinn gamall?“  

„Ég er 95.“  

„Og hvað ertu að gera suður?“  

 „Árgangurinn frá 1915 er að júbílera.“   

 „Það er einmitt. Það geta varla verið margir lifandi úr hópnum, er það?“

  „Nei alls ekki. Síðustu 12 árin hef ég orðið að halda upp á þetta einsamall.“

  

Mulningur #2

Hannes var að læra fallhlífarstökk og flugvélin var að puða sig upp í fulla hæð. „Það er ekkert að óttast,“ sagði kennarinn. „Þú telur bara upp að þremur og kippir svo í spottann. Ef ekkert gerist þá kippirðu í spottann á varafallhlífinni. Svo verður bíll þarna niðri til að taka á móti þér.“

Hannes dró djúpt andann og stökk svo út í loftið. Hann taldi upp að þremur og kippti síðan í spottann. Ekkert gerðist.

Þá kippti hann í spottann á varafallhlífinni. Ekkert gerðist heldur nema nokkrir kóngulóarvefir feyktust út í loftið.

„Andskotinn!“ sagði Hannes. „Ég þori að veðja að það er enginn bíll þarna niðri heldur.“


Mulningur #1

Frumherjarnir Zeb og Marta settust að á nýja landinu. Þau byggðu sér traustan bjálkakofa, slógu upp hlöðu fyrir heyið og reistu gerði fyrir búpeninginn. Svo hengdi Zeb stóra klukku upp í tré og sagði: „Marta, það eru indíánar hér í kring. Ef þú þarft á mér að halda hringdu bjöllunni atarna –en bara í neyðartilviki.“

indian-attackNokkrum dögum seinna var Zeb úti í skógi að höggva við. Allt í einu heyrði hann klukkuna klingja. Hann stökk á bak Léttfeta og reið á harðastökki heim. „Hvað er að?“ spurði hann.

„Svo sem ekkert, elskan,“ svaraði Marta. „Ég var bara að renna á könnuna og datt í hug að þig langaði í sopa.“

„Fjandinn sjálfur, kona! Ég sagði þér að klukkan væri til að nota í neyðartilvikum! Nú ertu búin að tefja mig í klukkutíma til einskis!“

Svo slóg hann í Léttfeta og þeysti aftur út í skóg. Hann var varla búinn að taka upp öxina aftur þegar hann heyrði í klukkunni öðru sinni. Hann fleygði frá sér öxinni og stökk á bak hestinum.

„Baðkerið lekur,“ sagði Marta vesældarlega.

„Það er ekki neyðartilfelli, kona!“ sagði Zeb. „Ég verð að halda áfram að höggva við. Láttu mig í friði nema eitthvað alvarlegt sé á ferðinni!“

Þegar Zeb kom aftur út í skóginn hjó hann eins og óður maður í tvo tíma. Þá klingdi klukkan í þriðja sinn. Zeb kastaði sér upp á hrossið og flengreið heim. Þegar þangað kom stóð bjálkakofinn í ljósum logum, hlaðan var brunnin til kaldra kola, gerðið rofið og búpeningurinn út um allt. Fyrir neðan klukkuna lá Marta á grúfu með ör á kafi í öxlinni og stundi lágt.

„Já, Marta mín,“ sagði Zeb, „svona vil ég  hafa það!“


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband