Færsluflokkur: Lífstíll
Dýrasti drullupollur heims
15.11.2008 | 09:16
2800 kr. fyrir að dýfa tánum í heitan drullupoll er ekkert annað en rán. Öll þekkjum við brúnu pollana á götunum, þeir fá lit sinn úr þeim efnum sem vatnið hefur drukkið í sig á leið sinni um yfirborð jarðar.
Sama hefur átt sér stað með vatnið í Bláa lóninu það hefur drukkið í sig sömu efnin og drullupollarnir á leið sinni um iður jarðar, aðeins liturinn er annar.
Þeir sem fara ofan í þennan drullupoll með glöðu geði og borga fyrir það 2800 kr. eiga ekkert betra skilið en að láta ræna sig.
Bláa lónið er sennilega heimsins besta markaðssetning á drullu.
.
![]() |
Miðast við 20 evrur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Í hverju ætlar hún að vera?
10.11.2008 | 23:34
Palin hlýtur að eiga stóra fataskápa ef þar rúmast flokksföt fyrir 20 milljónir auk pjatla í hennar persónulegu eigu.
Enda fór víst heill dagur í að renna yfir tuskurnar.
.
Burt með spillingarliðið....... og enga Breta hingað til landvarna, aldrei!
![]() |
Palin fór í gegnum fataskápinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 11.11.2008 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verði ljós!
19.10.2008 | 21:26
Jólin eru hátíð vináttu, gleði, kærleika og tákn sigurs ljóssins yfir myrkrinu, án tillits til trúar.
Þótt ljóst sé að erfiðleikar séu framundan í Íslensku efnahagslífi þá eru jólin innan seilingar og til marks um það er fyrsta jólaserían kominn í glugga í Grindavík.
Ég hef alltaf verið með síðustu mönnum að hengja upp jólaljós og verið gagnrýninn á jólaseríubráðlæti Íslendinga en nú ætla ég að breyta út af.
Mín ljós fara upp nú í vikunni, ekki endilega sem jólaljós heldur sem ljós vonar og vilja að við vinnum á þeim vandamálum sem að Íslandi steðja núna.
Við þurfum öll að hvetja og styrkja hvert annað, stöndum saman, drífum upp jólaljósin og fyllum hjarta hvers annars gleði og von.
Íslandi allt. Verði ljós!
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fór í Evuklæðin.
21.9.2008 | 23:16
Handtekin fyrir að vera á Evuklæðunum. Ekkert má núorðið.
Carla Bruni á Evuklæðum.
![]() |
Handtekin sökum nektar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bifreiðin SK 033
2.8.2008 | 16:50
Rétt fyrir kl. 16.30 í dag verslaði fólk á bifreiðinni SK 033, sem er hvít Hyundai, í lúgu í Bárunni hér í Grindavík. Bifreiðin var síðan færð 20 metra frá lúgunni og þar voru krásirnar snæddar.
Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef ekki hefði legið á götunni, hrúga af rusli, þegar þetta ágæta fólk ók á brott.
Það væri þessu fólki til sóma ef það sægi að sér og kæmi og hirti upp eftir sig ruslið og henti því þar sem ruslið á heima.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tæplega matvinnungur
1.8.2008 | 13:21
Ætli hann þurfi að renna á limmanum til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin til að ná sér í hangiket í matinn?
![]() |
Með 62 milljónir á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aumingja konan
16.7.2008 | 18:23
Það væri nær fyrir þessa blaðamenn að fjalla um það fólk sem þarf að gista götuna árið um kring og hefur litla eða enga möguleika á að það breytist í þessu lífi, í stað þess að gera einhverja píslarvætti úr fólki, sem ekki veit aura sinna tal, fyrir það eitt að það hafi átt slæman dag. En það er víst ekki söluvara.
![]() |
Meryl Streep svaf undir tré í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Farinn í sólina
11.6.2008 | 01:15
Farinn að heiman. Næstu 3 vikurnar verð ég til heimilis á Agia Marina ströndinni á Krít.
Santorini- auðvitað fer ég þangað
Bið að heilsa........................................sjáumst!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sigur eða dauði
20.3.2008 | 12:36
Japaninn Yuichiro Miura á góða möguleika að setja met. Ef hann verður ekki elsti maður til að ná tindi Everest þá á hann mikla möguleika til að verða elsti maðurinn, sem fjallið banar.
![]() |
Reynir að setja aldursmet á Everest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)