Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Flensan komin heim?

 

Sé flensan komin aftur í svínin úr mönnum, má þá ekki segja að hún sé komin heim, blessunin.


mbl.is Grunur um að svín séu sýkt af svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein naglasúpan?

Hver kannast ekki við orkusteina, segularmbönd, Jónínu Ben eða hvað allar heilsubótar „töfralausnirnar“ voru kallaðar og allir þurftu að eignast.  Allt reyndist þetta auðvitað gagnslaust drasl, nema til að fæða og klæða seljandann.  Fátt bendir til að þessir Ultratone „töfrar“ séu á einhvern hátt undantekning frá öðrum svipuðum töfralausnum.

Á heimasíðu Ultratone, Ultratone.is  segir m.a. um undratækið:

Ultratone Futura Pro tölvan notar rafbylgjutækni til að grenna, móta, styrkja, hreinsa og byggja upp líkamann. Sér meðferðir eru fyrir líkama, sér fyrir andlit og sér fyrir dömur og herra því líkamar þeirra eru ekki eins uppbyggðir.“

Já, það munar ekki um það. Svo eru sumir að fá allskyns fræðinga, þessa heims og annars til að hreinsa heimili sín af rafbylgjum ýmiskonar vegna meintrar skaðsemi þeirra.

Hvernig á að ná árangri með Ultratone segir á heimasíðunni:

„Til að góður árangur náist í Ultratone borgar sig að borða skynsamlega, drekka vel af vatni og muna eftir að slaka reglulega á og hvílast vel.“

Er þetta ekki einmitt það sem stuðlar að betri heilsu eitt og sér án hjálpartækja?

Sumir eru haldnir þeirri meinloku að ekki náist árangur nema kosta einhverju til. T.a.m. þegar menn fara með lyftunni upp á 15. hæð í líkamsræktina, greiða fyrir að sprikla þar smá stund í stað þess að ná sama árangri án þess að borga krónu, með því að labba upp stigann og niður aftur.

En vonandi vegnar frænkunum eirðarlausu vel.

 
mbl.is Orðnar leiðar á að vera heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta bóluefnið gegn reykingum...

smoking-20smoking-small...er tvímælalaust sú pína að umgangast  reykingarfólk og fá ógeðið milliliða laust í andlitið og koma heim angandi eins og öskubakki.

Ekki mjög kræsilegt en hefur virkað fullkomlega á mig.

.

.


mbl.is Bólusetning gegn reykingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er verðlagseftirlitið?

eiturlyfjadjöfullinnÞað er full ástæða að fíkniefni verði sett undir verðlagseftirlitið. Það gengur ekki að þessi fjandi hækki upp úr öllu valdi.

En að öllu gríni slepptu, hver er tilgangur SÁÁ að birta þessa verðskrá?

Er SÁÁ að reyna verðstýringu á eiturlyfjum og stuðla að samkeppni milli þeirra dauðans djöfla sem selja efnin til að halda verðinu niðri?

Og í hvaða tilgangi þá?


mbl.is Maríjúana hækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta...

...faraldur.....Haraldur?


mbl.is Yfir 100 flensusmit staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hunda„æði“og maddama Ben

Heimatilbúin Pólsk heilsukraftaverk njóta mikilla vinsælda á Íslandi þessi misserin og hafa jafnvel slegið út það Pólskasta af öllu Pólsku, Prins Póló.

Væri ekki kjörið að bæta þessu nýjasta Pólska fjörefnafóðri við Detox hjálpræði Jónínu Ben.

Jukkið mætti nota jafnt sem áburð útvortis eða til inntöku allt eftir þörfum hvers og eins.

Væri það ekki fullkomnunin ein að fóðra nýhreinsaðar Íslenskar offitugarnir að innan með Pólskri hundafitu.

Grande deluxe  yrði svo að sameinast sínum eigin hundi.

  
mbl.is Drap hunda og seldi fituna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfvirkan teljara á flensuna takk.

Í ljósi sjúklegs áhuga Mbl.is á að koma A(H1N1)flensu "fréttum" á framfæri þá legg ég til að blaðið setji upp sjálfvirkan teljara á forsíðuna þar sem sjá mætti hvernig staðan væri akkúrat þá stundina.  

Þá gætu órólegir lesendur gripið andann á lofti í hvert skipti sem talan hækkaði um einn. Mbl.is þyrfti þá ekki í þeim tilgangi að birta um það nýja hrollfrétt daglega.


mbl.is Svínaflensa staðfest hjá 63
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Raftæknilegt stjórnunartæki“

„Taser tilkynnti í dag að nýja X3 „raftæknilega stjórnunartækið“, þ.e. byssan, væri fyrsta nýja vopnið frá fyrirtækinu frá árinu 2003. Nýja tækið mun enn öruggara en fyrri útgáfur.“

Já þessi nýja byssa er víst mun öruggari en fyrri útgáfur!

Þær eldri voru víst sagðar fullkomlega öruggar og fullkomlega skaðlausar.

Því hlýtur þessi nýja útgáfa að auka við heilsu þeirra sem verða fyrir hennar „þjónustu“.

Næsta heilsubótaræðið kann því að verða að fólk láti skjóta sig með þessu nýja undratæki.

Svínaflensusmit verður þá afgreitt með einu skoti.

  
mbl.is Ný Taser-byssa kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensa - kafli 29776, þáttur 4889, taka 465.

Fyrirburi í Taílandi, sem tekinn var með keisaraskurði reyndist veikur af A(h1N1)flensu.

Í fréttinni segir orðrétt „Ekki er vitað hvernig smitið barst í barnið.“  !!

Halló, var ekki móðirin smituð! Er þörf á vangaveltum um smitleiðina?

Er yfir höfuð þörf á þessari taumlausu „svínaflensu“ umfjöllunar fári fjölmiðla?

 
mbl.is Fæddist með svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var að breytast í „Bandaríkjamann“ – smá offitusaga

Hugsunin um hinn dæmigerða Bandaríkjamann, flesta nokkuð yfir kjörþyngd og alltof marga verulega yfir henni og alltof, alltof marga langt yfir sinni kjörþyngd er ekki jákvæð og uppbyggileg, sér í lagi ef hún hittir mann sjálfan fyrir.

Undanfarin ár hef ég verið að fitna hægt en  örugglega

Mér hefur líkt og öðrum sem líkt er ákomið með hlotnast flestir ókostir offitu. M.a. var mér færð sú frétt í byrjun árs að áunnin sykursýki hefði gert vart við sig og lyf við henni myndu bætast  í safnið. Einu hélt ég þó óbreyttu, það var styrkur fótanna, ég gat gengið nánast í það óendanlega ef því var að skipta.

Konan hafði gefið mér hundinn Bangsa fyrir nokkrum árum, örugglega í og með til þess að ég hreyfði mig meira. En ég leysti ríka hreyfingarþörf hundsins oft  með því að keyra hann á hentuga staði og fylgdist svo grannt með honum stunda alla okkar hreyfingu, sem hann gerði svikalaust.

Við þetta offituvandamál mitt bættist að ég varð atvinnulaus í október á síðasta ári og hef verið þar til nýlega.

Í byrjun febrúar á þessu ári þegar vigtin hrópaði á mig að það væri farið að halla í 143 kílóin þá varð mér endanlega ljóst að ég væri  kominn langleiðina í hvíta kassann.  Þá ákvað ég af fullri alvöru að nú væri nóg komið og nú yrði sett í bakkgír.

Bíllinn var alfarið skilinn eftir heima þegar við Bangsi fórum í labbitúrana. Oft var genginn 3ja km hringur út á Bót og heim aftur, og aldrei sjaldnar en tvisvar á dag, alla daga auk styttri ferða.

Oft er ráðlagt af „sérfræðingum“  að til megrunar þurfi að gjörbreyta matarræðinu. Hvað mig varðaði var svo ekki. Eina breytingin á matarræðinu, fyrir utan að borða ögn minna en áður, var að ég hætti alfarið að drekka mjólk, en hana hafði ég ofnotað, hreint út sagt.

Hvað mig varðaði skipti ekki máli, til megrunar, hvað fór ofaní mig, heldur magnið, auk þess að brenna meiri orku með meiri hreyfingu.

Vigtin sagði mér í dag að ég væri 118,2 kg. Ég er að vonum býsna ánægður með árangurinn. Rúm 24 kíló farin án nokkurra erfiðleika á rúmum fimm mánuðum.

Mér er létt í allri merkingu þess orðs.

Tilgangur minn með þessari grein er ekki að monta mig, heldur benda þeim sem líkt er ákomið og mér að megrun er vel framkvæmanleg án verulegra erfiðleika eða kostnaðar.

Ekki er nauðsynlegt að kaupa sér dýra tíma í líkamsræktum og sprikkla í litríkum búningum til að ná árangri.

  
mbl.is Yfir 25% Bandaríkjamanna þjást af offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband