Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Þessi frétt fær bullpálmann
8.5.2011 | 12:13
Eru engin takmörk fyrir því bulli sem kemst í fréttirnar, ég sé ekki fréttagildið í þessari frásögn, en ég óska Ágústu Ólafsdóttur samt alls góðs í þessu átaki sínu þótt ég sjái nú ekki beinlínis þörfina á því.
Eitt kíló til eða frá á fimm dögum er innan eðlilegra frávika og því engin frétt, þetta er um það bil sú þyngd sem ég losa mig við á hálfri mínútu,........... í einni salernisferð!
Ágústa Ósk er búin að léttast um rúmlega kíló á fimm dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gaddafi og íslenskur hégómi.
25.3.2011 | 17:09
Gaddafi karlinn hefur ánetjast þeim vestræna hégóma að vera ekki ánægður með eigið útlit og ákvað að gera á því bragabót.
Hann greip til þess ráðs að láta lækni sprauta kviðfitu í andlitið á sér því hann vildi verða sléttur og fallegur.
Það má kannski slétta eitthvað úr þessari óreiðu framan á höfðinu á honum, sem kallast andlit, en að hægt verði að gera hann fallegan er meira en bjartsýni í litlu hófi.
Gaddi karlinn hafði þó vit á því að fá lækni í verkið, það er meira en hægt er að segja um þær konur Íslenskar sem sjálfviljugar gengust undir fegurðar aðgerðir , eiturefnameðferð, hjá skottulækni sem reyndist vera innflutt uppgjafa súlumella.
En eins og oftast er skynsemin fyrsta fórnarlambið þegar hégóminn nær sér á strik.
Lét sprauta kviðfitu í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Löggiltir dópsalar
4.1.2011 | 01:04
Það þarf enginn að velkjast í vafa um að þeir sem gróflega ofnota lyf að staðaldri stefna að engu öðru en eigin tortímingu, hvort sem þeir heita Jackson eða eitthvað annað.
Það er líka deginum ljósara að þeir læknar sem gefa út lyfseðla fyrir lyfjum til þeirra sömu einstaklinga í miklu meira magni en eðlilegt getur talist eru engu betri en svörtustu dópsalar og þeirra ábyrgð er til muna meiri en dópistans, því þeir eiga að vita betur.
Hvað á að kalla íslenska lækna, sem ávísa á hálfsmánaðar fresti 3ja mánaða skömmtum af róandi lyfjum og það jafnvel margar tegundir, til sömu manneskjurnar, eins og ekkert sé sjálfsagðara?
Hvar er hið svokallaða rafræna eftirlit Landlæknis, sem átti að sögn að samtengja Apótekin og blokkera þannig misnotkun lyfseðla?
Það kerfi, sem vafalaust kostaði einhverja tugi milljóna í uppsetningu og vafalaust annað eins í rekstri, virðist ekki einu sinni, samkvæmt minni reynslu, lyfta brún, hvað þá meira.
Dóp drepur, hver sem seljandinn er! Sjáið þetta myndband:
Mál Jacksons tekur nýja stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áunnin sykursýki er í flestum tilvikum alger óþarfi
12.12.2010 | 19:46
Sykursýki er ekki einungis vandamál Bandaríkjanna heldur er hún einn helsti velmegunarsjúkdómur alls hins vestræna heims.
Ísland er þar engin undantekning og þá ekki sá sem þetta skrifar, sem hefur vegna óábyrgs lífernis orðið sér úti um áunna sykursýki.
Mitt tilfelli er aðeins eitt af fjölmörgum sykursýkistilfellum sem koma hefði mátt í veg fyrir hefði ég og aðrir, sem svipað er ástatt um, hlustað á viðvörunarorð lækna.
Af fenginni reynslu skora ég á alla, sem eru verulega umfram kjörþyngd, að hugsa sinn gang og ekki hvað síst hafi þeir fengið viðvörun frá lækni sínum.
Fálæti mitt og skeytingarleysi um eigin heilsu mun valda mér óþörfum vandræðum um ókomin ár svo ekki sé talað um óþarfa kostnað fyrir máttlítið heilbrigðiskerfið.
Hlustum á viðvörunarorð lækna og annars fagfólks.
Sykursýki kostar 160 milljarða dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ein skitin áminning og málið dautt?
19.8.2010 | 17:53
Að dæla saur og seyru ofaní vatnsverndarsvæði er eitthvað sem á ekki að vera hægt að leysa með óó, úps, afsakið!
Frá mínum bæjardyrum séð hefðu starfsmenn fyrirtækisins allt eins getað farið inn í bústaðina á svæðinu og gert þarfir sínar í beint í drykki og mat bústaðareigenda.
Sóðarnir hefðu að líkum getað róað heilbrigðisnefnd Suðurlands að loknu verki með því að segja um leið og þeir kláruðu að renna upp; Úps afsakið!
Saurmengað vatn á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Og ég sem hef alltaf haldið því fram...
21.7.2010 | 11:08
...að Pizzur væru hreint kransæðakítti og hættulegar heilsu manna eins og hvert annað ruslfæði.
En þessi Pizza bjargaði klárlega lífi kaupandans, því er eðlilegt að draga þá ályktun að Pizzur séu heilsufæði hið besta.
Pítsusendill bjargaði mannslífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er ásættanleg áhætta þegar HIV er annarsvegar?
20.7.2010 | 13:17
Ég næ þessu ekki alveg. Hér er fjallað um krem sem ætlað er konum og á að draga úr líkum á HIV smiti! Tilraunir þykja gefa jákvæða niðurstöðu, líkur á smiti hafa minkað um 39% í heildina, hvað sem það merkir.
Meðal þeirra kvenna sem notuðu kremið oftast minnkuðu líkurnar um 54%. Hvernig finna menn út svona tölur?
Það er auðvitað jákvætt ef framfarir verða í baráttunni við þennan vágest. En er einhver vörn sem ekki minkar líkur á smiti um 100% ásættanleg í tilfelli HIV?
Eru einhverjir tilbúnir að hafa samfarir við HIV smitaða manneskju og nota vörn sem í besta falli minkar líkur á smiti um 54%. Hvað ætli þurfi að hafa oft samfarir við þannig aðstæður til að smit sé tryggt?
Ný vörn gegn HIV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona kukl er víst bannað í Kaliforníu.
13.6.2010 | 13:59
Ristilskolun og sníkjudýr í görnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er hægt....
12.6.2010 | 13:10
....að komast öllu lengra í hroka og sjálfsdýrkun?
Gunnar á mikið verk fyrir höndum að kenna henni að tileinka sér auðmýkt og hjartans lítillæti.
Jónína Ben blæs á læknisfræðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Jónína Ben rectum
11.6.2010 | 23:54
Jónína Ben telur landlækni vera á hálum ís, því hún mun víst vera orðin sérfræðingur í endaþarms pólíseringu og meðfylgjandi lækningum, eftir að hafa sjálf undirgengist slíka botnhreinsun í Pólskri skipasmíðastöð.
Jónína hefur sent landlækni bréf og varað hann við að skipta sér af því sem honum komi ekki við og hafi ekki vit á. Í bréfi hennar segir m.a:
Ef þú og þetta fólk heldur áfram þessu einelti á hendur mér, starfsfólki mínu og fyrirtæki mun ég kæra þig og þau til dómstóla fyrir ítrekaðan atvinnuróg.Matthías þröngsýni þín segir mér að þú sért starfi þínu ekki vaxinn. Ef þú heldur að læknar hafi einkarétt á sjúkdómum fólks þá er það rangt. Fólkið vill sjálft lækna sig. Má það?
Auðvitað má fólk leita sér lækninga eða lækna sig sjálft ef það kýs svo, um það er ekki deilt, heldur aðkomu svikahrappa sem nýta sér neyð fólks til að hafa af því fé og það sem verra er stofna um leið lífi þess og heilsu í hættu.
Detox ekki heilbrigðisþjónusta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt 12.6.2010 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)