Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Hver er þá skýringin?
19.11.2012 | 00:42
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur lagt óeðlilega mikið á sig í gegnum tíðina til að sýna að hann sé ekki haldinn hommafælni.
Þar sem borgarstjórinn segist ekki vera haldin hommafælni, þá er augljóslega einhver önnur ástæða fyrir óstjórnlegum fíflaskap hans, sem engan endi ætlar að taka.
Einhverjar hugdettur hvað valdi?
Jón Gnarr: Hommafælnir eru fífl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvar er ritstjórn mbl.is núna?
29.9.2012 | 14:31
Bloggfærslur eru misgóðar og misgáfulegar og eru þá færslur á þessari síðu ekki undanskyldar. Stundum les maður blogg sem bera af sem gull af eiri og líka færslur sem eru alveg á hinum endanum. Einstaka sinnum, en sem betur fer afar sjaldan, bera fyrir augu bloggfærslur sem eru þvílíkur viðbjóður að það hálfa væri yfrið nóg.
Eina slíka las ég í dag, í henni er öll sú sora- og andstyggðarhugsun sem hugsanlega getur rúmast í einum mannskolli. Ég hef ekki geð í mér að rekja efni færslunnar, sem er eftir formann Bjartsýnisflokksins, heldur vísa á slóðina sem er hér, hafi menn geð til.
Heilbrigðismál | Breytt 30.9.2012 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (118)
Villandi fréttaflutningur
27.6.2012 | 10:46
Ég tel það vera afar villandi ef ekki beinlínis hreina rangfærslu að fullyrða að samheitalyf séu gölluð vara eins og gert er í þessari frétt.
Samheitalyf hafa nákvæmlega sömu virkni og frumlyfin, aðeins framleiðandinn og nafnið er annað og svo auðvitað verðið.
Fái flogaveiki sjúklingar tíðari köst og finni fyrir aukaverkunum vegna notkunar samheitalyfja er líklegast að ástæðan sé frekar huglæg, vegna fyrirfram ákveðinnar neikvæðni í garð lyfsins en að eitthvað sé að lyfinu sem slíku.
Ég nota töluvert af lyfjum, tek alltaf samheitalyf, þegar kostur er á því. Ég hef aldrei orðið var einhverja aukaverkana eða annarra vandræða þeim samfara.
Samheitalyfin geta valdið flogaköstum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hverju hefur 84 ára bann við áfengisauglýsingum skilað?
25.4.2012 | 18:15
Bann við áfengisauglýsingum hefur verið í gildi á Íslandi frá 1928. Nú á enn með nýjum lögum að herða ákvæði lagana til að tryggja bannið enn frekar.
Bannið á áfengisauglýsingum er m.a. rökstutt þannig af allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis:
Auglýsingum er ætlað að byggja upp eftirspurn. Aukin eftirspurn eftir áfengi eykur neyslu þess og aukin neysla eykur samfélagslegan skaða af neyslunni. Dauðsföllum fjölgar, sem og slysum og sjúkdómum sem rekja má til neyslunnar.
Þetta er allt gott og blessað og vafalaust rétt sem sagt er um afleiðingar áfengisneyslu. En hér vantar rökstuðning og tölulegar staðreyndir að áfengisauglýsingabannið hafi skilað þeim árangri sem því var ætlað.
Hafi það gert það ætti áfengisneysla á Íslandi, sem verið hefur áfengisauglýsingafrítt í 84 ár að vera til muna minni, en í öðrum löndum þar sem hömlulausar auglýsingar hafa verið leyfðar á sama tíma.
Er það þannig á heildina litið?
Áfengisauglýsingar flæða yfir landið í erlendum tímaritum, verða þær síður framvegis rifnar úr tímaritunum eftir að viðauki lagana tekur gildi? Miklu nær væri að hætta þessu bulli, hætta að berja hausnum við steininn, leyfa auglýsingar, en leggja á þær gjald og lögfesta að gjaldið renni beint og óskipt til forvarnarmála og óheimilt verði að nýta það í annað eins og stjórnvöldum er gjarnt að gera með slíka tekjustofna.
Stór aukið fé sem þannig færi í forvarnir er mun líklegra að skila þeim árangri sem menn vonast eftir að auglýsingabannið geri.
Auk þess sem það er það arfavitlaust og á skjön við almenna skynsemi að banna auglýsingar á löglegri vöru, sem fólki er fullkomlega heimilt að kaupa og neyta.
Skýrara bann verði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Staðbundin starfsgeta
14.10.2011 | 17:12
Ætla má af þessari ályktun, starfsmanna réttargeðdeildarinnar á Sogni, að jákvæður árangur réttargeðdeildarinnar sé algerlega háður því að starfsemin fari fram á Sogni og hvergi annarstaðar.
Sogn er samkvæmt þessu eini staðurinn á jarðríki þar sem þessir starfsmenn geta unnið vinnuna sína.
Ég sé ekki betur en leggja þurfi starfsfólkið á Sogni inn á Klepp til endurhæfingar, með hinum sjúklingunum, svo hjálpa megi þeim að takast á við lífið á ný, utan Sogns.
44 útskrifaðir af 50 á Sogni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Víðsýnispillur
26.8.2011 | 23:08
Það hlýtur að vera mögnuð upplifun að taka verkjatöflur við tann- eða höfuðverk og losna ekki aðeins við verkinn heldur upplifa heilan dýragarð af bleikum vængjuðum fílum með doppótt eyru og röndóttar lappir leika flugkúnstir innan um svífandi rauða hvali syngjandi Immigrant song.
Man það einhver, fór ég í apótekið í dag?
Mengaðar verkjatöflur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf bakkelsið í ferminga- og afmælisveislum að koma úr vottuðu eldhúsi?
28.7.2011 | 08:33
Fátt er betra en heimabakað bakkelsi með kaffitári eða mjólk og enginn hefur fram að þessu leitt hugann að öðru en það væri bæði hollt og gott.
En reglugerðirnar láta ekki að sér hæða. Eins og komið hefur fram í fréttum er það skjalfest orðið að jafnvel besta heimabakaða bakkelsið verður með öllu óhæft til manneldis, sé gjald tekið fyrir. Allur fjáröflunar bakstur skal fara fram í vottuðu eldhúsi, ekkert minna.
Það er í sjálfu sér ekki nema gott eitt um þannig reglugerð að segja, enda tilgangurinn vafalaust sá að Pétur og Pála væru ekki eftirlitslaust að framleiða brauð og kökur til sölu í verslunum, árið um kring.
En skörin er heldur betur farin að færast upp í bekkinn, þegar embættismenn horfa aðeins á kaldan textann í lögum og reglugerðum og útfæra steinrunna viskuna yfir allt og alla.
Það hefur örugglega ekki verið markmiðið með þessum reglum að drepa niður starfsemi góðgerðafélaga sem afla fjár með smá kökubakstri einu sinni á ári.
Þá vaknar sú spurning hvort fólk megi eiga von á eftirlitsmönnum heilbrigðiseftirlitsins í afmælis- og fermingarveislur til að kanna hvort brauðið og kökurnar séu vottaðar?
Í slíkum veislum fer fram sala á veitingum, gjafir, hvort heldur eru í lausum aurum eða bundnu fé, eru sannarlega endurgjald fyrir veitingarnar.
En með því að afþakka gjafir, verður óhæfa heimagerða bakkelsið með það sama hin vandaðasta vara og hæf til manneldis.
Þetta rugl þarf heilbrigðisráðherrann að laga, enda ekki heilbrigt.
Múffurnar lutu í lægra haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sænskur kúkur, Guði sé lof
28.6.2011 | 17:30
Það er virkilegt fagnaðarefni fyrir sænska þjóðernissinna að upplýst hefur verið að tilvik E.coli sýkingar í Svíþjóð er komið úr ætthreinum sænskum kúk, sem mun ekki hafa haft nein viðskiptasambönd eða önnur tengsl við Þýskaland.
Það er að sjálfsögðu markmið góðra þjóðernissinna allra landa að hver þjóð deili sínum afurðum sem minnst, meðal annarra þjóða.
Sænskur saurgerill án tengsla við Þýskaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kastljós hélt áfarm umfjöllun sinni um læknadópið í kvöld.
26.5.2011 | 20:39
Hvað varð um boðaða viðvörunarkerfið, sem sagt var eiga að hringja öllum bjöllum ef einstaklingur fengi ávísað lyfjum umfram það sem eðlilegt gæti talist?
Hvernig getur það gerst á þessum hátæknitímum að læknir geti á hálfsmánaðar fresti, mánuðum eða árum saman, gefið út lyfseðla upp á þriggja mánaða skammta af 4 til 5 tegundum vímugefandi lyfja til sama einstaklings án þess að spurningar vakni? Af nákvæmlega þessu hef ég hef ég haft sára persónulega reynslu.
Svo ekki sé talað um þau ósköp ef fíkilinn getur leikið þann leik hjá fleiri en einum lækni!
Eða getur það verið, sem er það versta í stöðunni, að ekkert skorti að á spurningar vakni, en þeim sé jafnharðan sópað undir teppið?
Landlæknir sat fyrir svörum í Kastljósi áðan. Sigmar Guðmundsson spyrill var aðgangsharður við Landlækni, sem átti í vök að verjast en sagði að embætti hans væri sannarlega ekki ráðalaust í vandanum. En greinilegt er að embætti Landlæknis fer á hraða snigilsins meðan vandinn eykst á hraða ljóssins.
Er eðlilegt að læknar gæti lækna? Spurði Sigmar. Landlækni vafðist tunga um tönn, vísaði á eftirlitið!
Það er þægilegt að skýla sér á bak við eftirlitið, sem er greinilega ekkert, eða þannig úr garði gert að það er verra en ekkert.
Takk Kastljós!
Tilvísun í grein um sama efni í gær.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Lágkúran á Útvarpi Sögu náði nýjum hæðum í morgun. Útvarpsstjórinn sjálfur Arnþrúður Karlsdóttir varði morgninum til þess að gagnrýna umfjöllun Kastljóss á læknadópsvandanum.
Ekkert jákvætt sá frú Arnþrúður við umfjöllun sjónvarpsins en passaði sig samt á að taka annað slagið andköf af hryllingi yfir afleiðingum dóp- og eiturlyfjaneyslu í takt við innhringendur.
Hún gerði hvað hún gat til að gera lítið úr Jóhannesi Kristjánssyni sem hafði m.a. umsjón með þessari þáttagerð. Arnþrúði var mjög í mun að koma því á framfæri að Jóhannes hefði með umfjölluninni ásakað læknastéttina í heild sinni fyrir dópsölu. Þeir eru örugglega ekki margir sem deila þeirri túlkun með frú Arnþrúði. Hún ýjaði m.a.s. að því að Jóhannes væri ekki vandur að meðulunum.
Frú Arnþrúður lokaði á einn innhringandann sem gagnrýndi starfsemi SÁÁ, hún kvaðst ekki líða órökstuddar dylgjur á sinni útvarpsstöð! Stórmerkilegt satt að segja, því þættir frú Arnþrúðar ganga út á fátt annað en dylgjur og hálfkveðnar vísur, sama hvert umfjöllunarefnið er.
Frú Arnþrúður taldi t.a.m. ekki eftir sér að gefa í skyn að Jóhannes Kristjánsson eða Kastljós hefðu keypt og skaffað ungri konu sem fram kom í þættinum dóp til að þeir gætu myndað hana sprauta sig!
Ég kann Kastljósi og Jóhannesi Kristjánssyni bestu þakkir fyrir góða og ítarlega umfjöllun þeirra um læknadópið og afleiðingar þess, sem undirritaður hefur því miður fengið að kynnast á eigin skinni, sem aðstandandi.
Frú Arnþrúður og Útvarp Saga hafið skömm fyrir ykkar aðkomu!
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)