Bjarni ætlar að endurnýja sitt umboð

Endurnýjað formannsumboð Bjarna barnunga verður þá væntanlega í sama stíl og þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir endurnýjaði umboð sitt sem varaformaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra eftir að hafa orðið uppvís að því að gjaldfella persónulegar skuldir hennar og Kristjáns Arasonar á þjóðina.

Það umboð, sem Þorgerður fékk á landsfundinum, svo traust sem það var sagt þá, reyndist ekki pappírsins virði.

Sama bíður Bjarna og þótt hans umboð verði endurnýjað á komandi landsfundi þá verður það ekki munnvatnsins virði þegar frá líður.

En verði þeirra vilji, að þessu sinni. Skaðinn verður þeirra.


mbl.is Bjarni vill fá nýtt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

XD+völd=spilling.

hilmar jónsson, 20.4.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það lætur nærri

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 20:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er karlmannleg yfirlýsing hjá Bjarna og mun vekja verðskuldaða aðdáun hjá klappliðinu hér á blog.is.

Og auðvitað hljóta allir að viðurkenna að foringi sem fengið hefur siðferðisvottorð frá Sjálfstæðisflokknum er sloppinn út úr þoku efasemda um þau efni öll.

Langt er síðan þjóðin áttaði sig á því að gott pólitískt siðferði á upptök sín í híbýlum Flokksins í Valhöll.

Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 21:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að Bjarni ætli vitandi vits að falla frekar fyrir mótframboði en segja af sér. Hann telur skömm felast í afsögn.

Með þessu glatar Bjarni endanlega möguleikanum að víkja með einhverri reisn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 21:36

5 Smámynd: Halla Rut

Falla fyrir hverjum, ef ég má spyrja?

Halla Rut , 20.4.2010 kl. 22:04

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halla Rut, ef kosið verður um formann á þessum aukafundi eða hvað sem hann kallast, þá verður að gera ráð fyrir mótframboði og berist það verður kosið.

Þorsteinn Pálsson átti allra manna síst von á því forðum daga að mótframboð kæmi gegn formennsku hans, en það kom og hann féll.

Hvort mótframboð komi gegn Bjarna veit ég ekki en komi það, þarf það ekki að vera giska sterkt, það vita allir og einmitt það kann að freista þeirra sem veikir eru fyrir mannaforræðum og ofmeta styrk sinn og ágæti, rétt eins og Bjarni gerði og gerir enn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband