Ha, er Bubbi dáinn?

Í þessari skemmtilegu frétt er eftirfarandi setning:

 

Hann (Bubbi) er einn frægasti Íslendingur allra tíma og var orðinn goðsögn í lifanda lífi strax þegar hann var 24 ára“.

 

Samkvæmt þessu er Bubbi Morteins látinn, því svona er ekki tekið til orða nema um látið fólk. En vonandi er þessi andlátsfrétt Bubba ýkjur einar.

  
mbl.is Bubbi er einn frægasti Íslendingur allra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Well, gamli Bubbi er dáinn... það er kominn nýr Bubbi, Bubbi Baugur.

Kannski Bubbi nái sér ef hann byrjar að smóka aftur ;)

doctore (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

góðir haha

Jón Snæbjörnsson, 29.7.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

„Hann (Bubbi) ER einn frægasti Íslendingur allra tíma og var orðinn goðsögn í lifanda lífi strax þegar hann var 24 ára“.

Fæ nú ekki lesið útúr þessari frétt að hann sé dáinn, þar sem sagt er að hann ER einn frægasti íslendingur allra tíma og VAR orðinn goðsögn í lifanda strax þegar hann var 24 ára....og hann ER náttúrulega goðsögn í lifanda lífi enn í dag þar sem að hann ER einn frægasti o.s.f..... ;-)

Sigurður Árni Friðriksson, 29.7.2010 kl. 15:12

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sigurður: Þú misstir af hlutanum þar sem það segir, "í lifanda lífi".

Sem myndi lauslega þýðast sem "þegar hann var á lífi."

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.7.2010 kl. 15:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Inga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.7.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband