Bandarískur „byssuátrúnaður“ myndi kosta Íslendinga 29 mannslíf á ári.

guns_girlEnn einn hörmungar skotárásin hefur átt sér stað vestur í Banda- ríkjunum.  Þingkona liggur helsærð á sjúkrahúsi og 6 aðrir gista líkhúsið, þeirra á meðal 9 ára stúlka. Það sorglegasta við þennan atburð er að hann er ekkert einsdæmi, hann er einungis einn í óendan- lega langri röð samskonar atburða.

Atburða, sem ekkert bendir til að sjái fyrir endann á, þar sem óðir byssumenn valsa um og skjóta á allt sem fyrir þeim verður, oft af þeirri ástæðu einni að byssan var við höndina þegar þeir töldu sig eiga einhverjum grátt að gjalda.

Við því er ekki að búast að breyting verði á þessu böli Bandarísku þjóðarinnar á meðan ekki dregur úr ofsadýrkun Bandaríkjamanna á byssum og „töframætti“ þeirra.

Bandaríkjamenn verða því að lifa við þetta ástand á meðan byssur af öllum stærðum og gerðum þykja jafnsjálfsögð áhöld á heimilum og hnífapör og geymsla þeirra jafnvel með þeim hætti að börn hafa að þeim aðgang eins og hræðileg dæmin sanna.

1999 dóu tæplega 29.000 manns í Bandaríkjunum af völdum skotvopna, 80 dag hvern að meðaltali. Þetta samsvarar því að á Íslandi dæju 29 manns á hverju ári af völdum skotvopna!

Hvað ætli þurfi til, svo að menn fari að hugsa hvort raunveruleg þörf sé á því að byssur séu í hvers manns vasa?  Eða þykir þetta ásættanlegt, sem eðlilegur herkostnaður almennrar byssueignar?


mbl.is Læknar Giffords „hóflega bjartsýnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

USA: er sennilega einhver gleggsta birtingarmynd á græðgi, fordómum, kvennfyrirlitningu, hatri og þekkingarleysi á umheiminum..Byssugeðveikin smellpassar inn í módelið.

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 23:43

2 identicon

Byssurnar eru ekki vandamálið, heldur þjóðfélagið, en það er svosem þægileg leið þegar ekki er hægt að stjórna þjóðfélaginu að stjórna vopnunum.

Vopnaeign er líka rosalega mikil í Kanada en þar eru ekki sömu vandamál.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 08:52

3 identicon

Ingvar slær hér naglann á höfuðið.

Fordómar á vopnum (dauðum hlutum) bjarga engum mannslífum. Mesti baráttumaður Evrópu fyrir takmörkunum á vopnaeign almennings lét t.d. drepa 6 milljón gyðinga og kom af stað heilli heimsstyrjöld, þar sem ívið fleiri miljónir dóu til viðbótar.

29 hljómar betur en 300 þúsund+.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 10:53

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingvar, megin meinið í Bandaríkjunum er einmitt þetta viðhorf til byssurnar að þær drepi ekki heldur höndin sem á heldur!

En byssa sem ekki er til taks, veður ekki notuð til drápa, það er staðreynd.

Pétur, kanntu annan!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2011 kl. 11:25

5 identicon

Jafnvel „friðarhöfðinginn“ Mohandas Ghandi sagði á sínum tíma að helsta synd Breta gegn Indverjum hafi verið að afvopna þá.

Liggur áhugi þinn Axel til þess aðeins að fók verði ekki drepið með byssum? Hvað ef menn eru drepnir með berum höndum, eða grjótkasti? Á að banna/takmarka grjót eða hendur fólks?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 13:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki vera svona barnalegur Pétur, ég er nokkuð viss um að þú ert mér sammála um að þessi ólánsmaður í Arizona hefði ekki mætt á staðinn með grjót hefði hann ekki haft aðgang að byssu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2011 kl. 13:53

7 identicon

Vill benda á að ég sagði að það sé þægilegt að stjórna vopnum ef ekki er hægt að stjórna þjóðfélaginu, því það hlýtur að vera betri lausn að þjóðfélagið sé ekki það sýkt og það lítið gert til að hjálpa geðsjúkur að það sé mikill fjöldi til af mönnum eins og þessum í Arizona sem taka næsta vopn og ráðast á saklaust fólk?

Hvernig útskýrirðu annars muninn á Kanada og USA?

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 15:29

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í Bandaríkjunum eru 90 byssur á hverja 100 íbúa, í Kanada eru þær 30 á hverja 100 íbúa. Þar munar töluverðu Ingvar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2011 kl. 16:07

9 identicon

Ólánsmaðurinn í Arísóna hefði geta mætt með eldhúshníf og drepið jafnmarga eða fleiri.

Og auðvitað hefði hann getað drepið einhvern með grjóti, þó það kunni að vera erfitt í mannþröng.

Menn ekki að láta svona óeðliegan ótta við skotvopn hlaupa með sig í gönur. Skotvopn eru verkfæri en ekki djöfullegar skepnur sem verða sí hættulegri eftir því sem þeim fjölgar.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 17:32

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ber engan ótta af byssum Pétur, ég er byssueigandi sjálfur. Ég hef aðeins áhyggjur af manndrápum og þar leika byssur aðalhlutverkið a.m.k. í Bandaríkjunum. Það er með ólíkindum hvaða vopnum menn sanka að sér, sjálfum sér til varnar. Varnar fyrir hverju, jú öllum hinum byssunum!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.1.2011 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband