Er rauða hverfið með sýningarglugga við Austurvöll?
13.4.2011 | 21:04
Ég, Skagstrendingurinn, og Ísfirðingurinn Björn Birgisson eigum fleira sameiginlegt en að vera innflytjendur í hið ágæta bæjarfélag Grindavík. Við deilum skoðunum um margt. Báðir höfum við haldið uppi harðri gagnrýni á stjórnarandstöðuliðið sem hefur af fullkomnu ábyrgðaleysi og málefnarýrð mært allt sem þeir telja að gagni geti komið til að sverta hetjulega baráttu stjórnarinnar til endurreisnar þjóðfélagsins eftir hrunstefnu Íhalds og Framsóknar.
Við höfum ekki heldur legið á skoðunum okkar, hafi eitthvað betur mátt fara í okkar liði.
Ég hef fengið leyfi Björns Birgissonar til að endurbirta færslu af Facebooksíðu hans 11. apríl 2011, sem er virkilega áhugaverð og skemmtileg.
Sýningargluggi VG flokksins tekur sýningarglugga Rauðu hverfanna í nefið!
Það er alltaf gaman að skoða sýningarglugga VG flokksins. Aldrei nein lognmolla þar, frekar en í þekktum sýningargluggum þekktra erlendra stórborga!
Ögmundur fer út og inn um gluggann sem ráðherra og er nú fastur í lausafaginu.
Álfheiði Ingadóttur er fleygt inn og út um gluggann sem ráðherra.
Jón Bjarnason ráðherra veit ekki hvort hann vill vera innan rúðunnar eða utan.
Er því frekar eins og móða á milli glerja.
Ásmundur Einar Daðason eyðir dögunum í nöldur og leiðindi og netselur á kvöldin í glugganum.
Þráinn Bertelsson flaug inn um rifu við opnanlegt fag einn góðan gluggaveðursdag.
Svandís Svavarsdóttir kemur oft í gluggann og tilkynnir virkjanir uppþornaðra fallvatna eftir 300 ár.
Árni Þór Sigurðsson er oft í glugganum, en eðlilega aldrei á besta sýningartíma.
Björn Valur Gíslason bloggar í gluggakistunni á nóttinni og biður afsökunar á daginn.
Katrín Jakobsdóttir kaus heldur að leggja drög að fjölgun mannkyns en að sitja við gluggann.
Atli Gíslason settist í stólpafýlu í gluggakistuna við fjárlagagerðina.
Lilja Mósesdóttir settist við hlið Atla í ekki minni allsherjarfýlu.
Svo flugu þau bæði út um gluggann og enginn veit hvar þau lenda.
Í gær settist Guðfríður Lilja í gluggakistuna, en var óðar fleygt út um gluggann.
Steingrímur sést stundum í glugganum, skríðandi um allt, leitandi að stefnuskránni.
Lilja Rafney og Þuríður Bachman eru mjög vinsælar í glugganum því þær hreyfast lítið og segja fátt.
ESB málin fara reglulega inn og út um gluggann, rétt eins og Icesave.
Kvótamálið er falið á bak við gluggatjöld, enda ekki í sýningarhæfu ástandi sem stendur.
Svo talar fólk um sýningarglugga í Hamborg og Amsterdam!
Þeir blikna í samanburðinum og blessaðar dúfurnar þar!
Nú er bara að bíða eftir næsta sýningaratriði!
Það verður örugglega safaríkt og spennandi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Athugasemdir
ALLTAF SAMUR VIÐ SIG. Þetta var hressandi, takk!
Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 21:08
Björn er góður, synd að hann hafi yfirgefið moggabloggið, þó sjónarmið hans sé skiljanlegt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2011 kl. 21:10
Jabb
Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 22:19
Axel Jóhann, þakka þér fyrir þessa færslu! Ekki veitir af að matreiða eitthvað gómsætt ofan í þá hundskjafta sem fagna öllu sem illa, eða miður fer, á vinstri vængnum hér á Moggabloggi. Þessar óværur þarf líka að næra, þó ekki væri nema af vorkunseminni einni. Líf er líf. Næring er næring. Við nærum þessa varga, sem helst af öllu vildu skjóta af okkur hausinn. Til þess skortir þá bæði hugmyndaflug og kjarkinn. Þetta eru aumingjar Íslands!
Björn Birgisson, 13.4.2011 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.