Undur og stórmerki að gerast

Þingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson hafa í fyrsta sinn, frá því Sjálfstæðisflokkurinn missti allt niður um sig í hruninu  leitt hugann að öðru en því sérstaka áhugamáli þeirra félaga, að breiða sem best yfir og fela fortíðarmistök og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á núverandi efnahagsástandi.

einfrumungarnirÞeir félagar hafa, öllum á óvart, óskað eftir fundi í allsherjarnefnd Alþingis til að ræða læknadópið, það ber vissulega að virða og þeir fá mínar þakkir fyrir það.

Fróðlegt verður að sjá hvort þeir félagar fylgi þessu eftir af áhuga og festu eða hvort þeir falla í gamla hagsmuna- gæslufarið fyrir flokkinn sinn þegar dópumræðan í þjóðfélaginu dofnar.


mbl.is Vilja fund um lyfjamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Veit ekki hvort það er lélegt samband við umheiminn þarna úr Grindavík en Guðlaugur hefur verið mjög ötull við að benda á það sem betur má fara. Nú seinast með lánareikninum sem hann setti inn á heimasíðuna. Árni Páll sagði nú bara vera eins og Hálfviti þegar hann væri að skoða þetta:

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/arni-pall-i-beinni-eg-er-eins-og-halfviti-thegar-eg-reyni-ad-atta-mig-a-adferdum-vid-endurutreikning

TómasHa, 31.5.2011 kl. 00:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

J...h...á!

Þú segir nokkuð Tómas Ha, Guðlaugur hefur þá gert það um leið og hann útskýrði styrkjamálin, því ég missti alveg af því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.5.2011 kl. 01:00

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég fyllist mannfyrilitningu þega ég sé Sigurð Kára og Birgir Ármannsson,eithver lélegustu þingmenn sem eru á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eru þar nú sem stendur margir slæmir,þessir pörupiltar slá meira að segja Árna Jonsen við og þá er nú mikið sagt.....

Vilhjálmur Stefánsson, 31.5.2011 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband