Mulningur #64 - Áhrifaríkt salerni
19.6.2011 | 13:52
Ég bauð mig fram fyrir Alþýðuflokkinn til hreppsnefndar Höfðahrepps (Skagaströnd) 1986. Það var að mörgu að hyggja í kosningabaráttunni, sér í lagi fyrir mig, nýgræðinginn í pólitíkinni.
Venju samkvæmt var haldinn framboðsfundur þar sem nokkrir helstu frambjóðendur hvers lista töluðu og reyndu hvað þeir gátu að lokka og laða kjósendur til fylgis við sína lista.
Með mér í framboðinu var Þorvaldur Skaftason sem skipaði 4. sæti listans. Þorvaldi, sem var sjómaður, var eðlilega umhugað um þau mál sem að sjómennsku og hafnarmálum snéru. Þau mál urðu honum því eðlilega að umtalsefni á framboðsfundinum.
Meðal þess sem Þorvaldur hugðist beita sér fyrir voru úrbætur í salernismálum á hafnarsvæðinu, sem voru vægast sagt frumstæðar, eða öllu heldur, engar.
Góður rómur var gerður að máli Þorvaldar, sem m.a. heillaði svo mjög starfsmenn Vélaverkstæðis Karls Berndsen að þeir hófust þegar handa að hrinda þessu kosningaloforði Þorvaldar í framkvæmd, þótt enn væri nokkuð í kosningar. Slíkur var metnaður starfsmanna VKB að þeir höfðu komið upp salernisaðstöðu á hafnasvæðinu fljótlega upp úr hádeginu, mánudaginn efir framboðsfundinn.
.
.
.
.
.
.
.
Á salernið var fest eftirfarandi vísa:Ljúfi Valdi líttu á
Láttu ei í þig fjúka.
Hér er svalað þinni þrá
þurfir þú að kúka.
Vísan er eftir Kristján Hjartarson (bróðir Hallbjarnar)
Engin dæmi önnur þekki ég að kosningaloforð hafi verið efnd af slíkum hraða og það fyrir kosningar, og þá af öðrum en lofuðu þeim.
Því miður hafði þáverandi oddviti Höfðahrepps ekki smekk fyrir því framtaki starfsmanna bróður síns að efna kosningaloforð pólitískra andstæðinga sinna og lét því fjarlægja salernisaðstöðuna í heild sinni. Sumir þola bara ekki mótlæti.
En klósetaðstaðan við höfnina, þótt aðeins stæði einn vordag 1986, virkaði, ég náði kjöri.
Athugasemdir
Til lukku með það þó seint sé
Hláturinn lengir lífið og svona mál geraþað ennþá skemmtilegra. Að hugsa sér veslings manninn í svo mikilli fýlu að hann skaut bara undan sér!
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 16:14
Frábært..hehe...
hilmar jónsson, 19.6.2011 kl. 16:25
Flestum þótti þetta fyndið, enda var það svo.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2011 kl. 16:33
Gaman að svona klósettsögum
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.6.2011 kl. 16:49
Var búin að gleyma þessu en þetta er samt bráðfyndið, komdu með fleiri svona sögur
Herborg Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 17:16
Ég á vinkonu sem var krakki í Þýskalandi í seinni heisstyrjöldinni. Hún átti heima úti í sveit og leiðin í skólann lá í gegnum skóglendi en á miðri leið var stórt rjóður.
Eitt sinn þegar hún var á leiðinni heim byrjaði sprengjuárás á Köln, en þetta var í nágrenninu. Hún sá spregjurnar falla allt um kring, og í ofboði stökk hún inn á kamar sem var í miðju rjóðrinu, girti nðiur um sig í hita leiksins og settist með kurt og pí.
Skyndilega féll sprengja í rjóðrið, sem stækkaði svo um munaði, kamarhúsið fauk eins spýtnabrak en þegar að var komið sat lítil stúlka, alein, föst í kamri í stóru rjóðri, skælbrosandi og skemmti sér vel yfir öllum látunum
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 17:51
Við höfðum svona í Firðinum forðum daga en yfirbyggt , var líka kosningarloforð.
Rauða Ljónið, 19.6.2011 kl. 18:07
þið eruð frábær......
Vilhjálmur Stefánsson, 19.6.2011 kl. 19:53
Hahahahahahaha
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2011 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.