Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Væri það glæpur, ef hægt væri að „afhomma“ fólk?
12.7.2011 | 19:36
Eiginmaður Michelle Bachmann sem keppir um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins hefur verið SAKAÐUR um að hafa starfrækt afhommunarþjónustu.
Þegar menn eru sakaðir um eitthvað, eru þeir, eðli máls samkvæmt, taldir hafa framið eitthvað óeðlilegt eða saknæmt athæfi, það liggur í hlutarins eðli.
Er það rangt, saknæmt eða jafnvel argasti glæpur ef einhver gæti hugsanlega leiðrétt mistök máttúrunnar og afhommað fólk? Ef svo er þá hljótum við að vera komin á það stig að telja samkynhneigð eðlilegri og sjálfsagðari en gangkynhneigð.
Er þá ekki næsta skref, nýta okkur þessa þjónustu, og snúa afhommunar ferlinu við og homma allt gagnkynhneigt fólk til að gera það normal?
Og lifa svo hamingjusöm upp frá því.
Sakaður um að reka afhommunarmiðstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1027595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
Mistök náttúrunnar ? Bara ein formúla fyrir kynhneigð ?
Ertu ekki kominn út á þunnann og hálann ís Axel ?
Goods mistake ?
hilmar jónsson, 12.7.2011 kl. 20:03
þunnan, átti það að vera.
hilmar jónsson, 12.7.2011 kl. 20:13
Það held ég ekki Hilmar, en menn geta auðvitað ákveðið að skilja færsluna þannig.
Ég er ekki að vega að samkynhneigðu fólki, síður en svo. Náttúran gengur út frá því að fólk og öll dýr laðist að gagnstæðu kyni, æxlist og geti af sér afkvæmi, það er normið, ekki satt. (Nú móðgast einhver).
Samkynhneigð er frávik frá því, því verður ekki mótmælt og ekki "eðlilegt" þannig séð. Það má ekki skilja þetta sem einhverja andúð eða neikvæðni gagnvart samkynhneigðum, þvert á móti.
Ef fætur eða hendur vantar á barn við fæðingu, er það frá vik frá norminu kallað fötlun eða jafnvel vansköpun, en ef frávikið frá norminu er að viðkomandi laðast að sama kyni má helst engin orð um það nota önnur en frábært og haleljúja, nema vera hrópaður niður. Grín er líka forboðið.
En hvort sem fötlunin felst í líkamlegu fráviki frá norminu eða andlegu á viðkomandi að njóta sömu réttinda og allir aðrir og eiga þá kröfu á samfélagið að hann/hún geti lifað eðlilegu lífi, hvernig sem þau eru af náttúrunnar hendi gerð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2011 kl. 20:40
Er alls ekki að ásaka þig fyrir að vega að einhverjum Axel, kommentið átti að vera svona léttur húmor, en hann getur víst orðið ansi klaufalegur og svartur hjá mér segja mér sumir..
Sorry..
Mistök náttúrunnar ? Það er ágætis pæling
hilmar jónsson, 12.7.2011 kl. 20:45
Minn misskilningur, sorry.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2011 kl. 20:54
Lágmark að benda á hvað sé svona slæmt við samkynhneigð áður en þú flokkar hana sem mistök eða galla. Að vera öðruvísi er ekki nóg. T.d. er skalli varla sjúkdómur, bara einkenni... en þeim sem finnst hann ljótur vilja kannski flokka hann sem sjúkdóm frekar en erfðaeinkenni.
Nú búa tæplega 7 milljarðar manna á jörðinni og allt er reynt til þess að hægja á fjölgun mannsins, margir eru á þeirri skoðun að jörðin muni aldrei höndla mikið meira en 9 milljarða þrátt fyrir tækniframfarir.
Samkynhneigðir geta reyndar eignast börn en af augljósum ástæðum eru þeir að eignast þau í minna mæli en aðrir. Og margir ættleiða í stað þess að búa til sín eigin og það er bara gott enda framboð af börnum meira en eftirspurn.
Að mínu mati hefði það bara góð áhrif á mannkynið ef t.d. þriðjungur þess myndi koma út úr skápnum á morgun. Ef samkynhneigðum er að fjölga þá má alveg spyrja sig að því hvort það sé svar náttúrunnar við núverandi umhverfi.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 09:06
Það er ekkert slæmt í sjálfu sér við samkynhneigð Geir, ef fólk er sáttara við að vera þannig en gagnkynhneigt.
Það er heldur ekkert slæmt við aðra fötlun hverskonar, ef fólk er sátt við hana og vill frekar vera þannig en ófatlað.
Samkynhneigðir geta vissulega eignast börn, en ekki á þann hátt sem náttúran lagði upp með.
Þú mátt alveg eiga þá skoðun skuldlausa að það sé til bóta fyrir framtíð mannkyns að sem flestir verði samkynhneigðir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 10:46
Lesbíur eru flestar með leg og virka eggjastokka, rétt eins og flestir hommar eru frjóir. Það er því ekkert sem stoppar samkynhneigða í að eignast börn "á þann hátt sem náttúran lagði upp með" annað en viljinn, enda hafa fjölmargir samkynhneigðir eignast börn "upp á gamla mátann".
Þar sem menn hafa fundið dæmi um samkynhneigð hjá ótrúlegum fjölda dýrategunda, er farið að líta út fyrir að hún sé bara hluti af náttúrunni. Kannske "lagði náttúran upp með" að hafa ákveðna prósentu barnlausra para til að ala upp það ungviði sem missir sína foreldra?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.7.2011 kl. 11:28
Ég nenni ekki að fara í hártoganir um þetta atriði við þig Tinna, ég geri ráðfyrir að þú hafir áttað þig á því hvað ég átti við.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 11:42
Það væri enginn glæpur að afhomma fólk ef hægt væri, en nú er það augljóslega ekki ægt, þannig að Marcus Bachmann gæti hafa féflett trúgjarnt fólk með loforðum um afhommun. Í því liggur hugsanlegur glæpur.
Ég skil ekki rökin fyrir því að við séum á leið með að sjá samkynhneigð sem eðlilegri en gagnkynhneigð. Ég legg þau eðlilegheit að jöfnu, því að fyrir hommum og lesbíum er það eðlilegt að laðast að sama kyni á meðan gagnkynhneigðir laðast, eðli málsins samkvæmt, að gagnstæðu kyni. Látum ekki kynhneigð almennings trufla okkur, okkur varðar bara ekkert um hana fyrr en okkur langar í bólið með einhverjum
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.7.2011 kl. 15:27
Anna Dóra, hvað segir þú um það að Gunnar í Krossinum afhommi fólk, sem hann sannarlega getur að eigin sögn, varla tekur hann neitt fyrir það, Guðsmaðurinn sjálfur.
Eða þá Snorri í Betel, hinn sjálfskipaði umboðsmaður Guðs á Íslandi svo ekki sé talað um alla hina minni spámennina sem hafa tekið að sér umboðsstarfsemi fyrir Almættið.
Ég veit ekki hvort það er samkynhneigðum "eðlilegt" að vera eins og þeir eru, eða hvort þeir vildu vera öðruvísi, þar sem ég hef ekki tök á að reyna það á eigin skinni. Um tilfinningar þeirra eða langanir geta engir um sagt nema þeir sjálfir.
Ég á við ákveðna fötlun að stríða. Hún sést ekki utan á mér, hún háir mér svo sem lítið við dagleg störf, en hún er mér samt til ama og lífsrýrðar.
Hún hindrar mig í að taka þátt í ákveðinni samfélagslegri og gleði, sem ég vildi gjarna taka fullan þátt í. Ég vildi gjarnan vera laus við þessa fötlun og er langt í frá ánægður með að vera fangi hennar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 16:05
Það þarf frekar að afrugla fólk sem telur að samkynhneigð sé eitthvað ónáttúruleg. Mikið vorkenni ég þér.
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 16:43
Mikið ofboðslega þakka ég þér fyrir þína vorkunn Kristín.
En þú ert á algerum villigötum og opinberar með þessu fordómafullu innleggi þínu að þú hefur ekki einu sinni haft fyrir því að lesa mín skrif áður en þú settist við skriftir.
Ég nenni ekki að hafa fyrir því að reyna að vorkenna þér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 16:52
Axel, Það er leitt að þú skulir ekki geta tekið fullan þátt í lífinu. Sem betur fer held ég að heilbrygðir hommar og lesbíur geti það samt.
Ég stakk upp á því, án þess að fullyrða neitt, að fyrrgreindur Marcus féfletti fólk, þar sem hann rak afhommunarmiðstöð. Kannski hef ég rangt fyrir mér, kannski tekur hann ekki gjald fyrir greiðann. Gunnar og Snorri taka ekki fyrir „afhommunina" svo maður hafi heyrt, þannig að þeir eru þá ekki sekir um að féfletta fólk.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.7.2011 kl. 16:57
Ég get fullvissað þig um það Anna að ég tek fullan þátt í lífinu. Ég á þrjú dásamleg börn, fimm yndisleg barnabörn og það sjötta rétt ófætt.
Ef þú veist um eitthvað sem er meiri þátttaka í lífinu en þetta, væri gott að vita hvað það er!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 17:06
Fínt að heyra, Axel. Gangi þér vel. Til hamingju með börnin þín og barnabörnin. Ég segi ekki til hamingju með ófætt fólk, en hamingjuóskin svífur yfir og lendir þegar litla barnið lítur dagsins ljós
Ég er sjálf ekki amma þó ég gæti það aldursins vegna, því að ég hóf fólksframleiðslu í „ellinni" og á eftir þann glaðning sem barnabörnin eru.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 14.7.2011 kl. 01:49
Ég held að þið séuð í rauninni öll sammála, en þið skautið létt framhjá hvert öðru í þeim tilgangi að takast dálítið á. Ég held að Axel sé að segja að það sé vissulega eðlilegt að ákveðinn hluti mannkynsins sé samkynhneigður, en að það sé ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að vera samkynhneigður. Rétt eins og það er eðlilegt að viss hluti mannkynsins fæðist með fæðingargalla, en að það sé ekki eðlilegt að hafa fæðingargalla. Það myndu t.d. fáir álíta eðlilegt að fólk hafi rófu, en það á sér stundum stað engu að síður.
Svona tal er einfaldlega sannleikurinn, en það hljómar ekki vel, sérstaklega þegar ríkir mikil pólitísk rétthugsun um málefnið. Ég vil taka það fram að rétt eins og Axel - þykist ég vita - styð ég heilshugar baráttu samkynhneiðra fyrir jafnrétti og réttlæti.
Theódór Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 22:35
Mikið vildi ég hafa orðað hugsun mína svona vel Theódór.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2011 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.