Og sjá

hyena-wallpaper-the-lion-king-5985773-1024-768Það hefðu verið tíðindi hefðu allir helstu hægribloggararnir ekki stokkið á þessa frétt eins og hýenur á velstaðið hræ. Af svona fréttum nærast þeir, einu gildir hvort þær eru sannar eða ekki.

Þessi bloggarahópur bar lengi Lilju Mósesdóttur á höndum sér og dásamaði vit hennar og visku. Annað hvort hefur viska Lilju minnkað eða álit hýenuhópsins á henni risti ekki dýpra en svo að það hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og Lilja var ekki lengur ósprungna sprengjan í þingflokki VG.

Undarlega lítil umræða hefur verið um útflutningsskatta hugmynd Lilju miðað við allt vitið sem hefur væntanlega verið í hana lagt. Fastlega má gera ráð fyrir að hýenuhópurinn hefði dásamað skattahugmynd Lilju, væri hún enn ógnun við líf ríkisstjórnarinnar.

Skoðið könnunina hér til vinstri – takið þátt!


 


mbl.is Virðisaukaskattshækkun á mat?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Farðu varlega í að dæma Lilju Mósesdóttur hún og Atli sýndu svo ekki fór fram hjá nokkrum manni að hún vildi fylgja þeirri stefnu sem þessi ríkisstjórn bauð sig fram til og var því einn af mjög fáum á þingi sem mætti kalla heiðarleg. Ég vil taka fram að ég kaus ekki VG í síðustu kosningum, en aldrei að vita hvað ég geri ef Lilja og Atli stofna annan flokk. Málið er það Axel að þjóðina skortir sárlega fólk á þing sem er heiðarlegt, setur fram stefnu og fylgir henni eftir, að öðrum kosti segi af sér.

Sandy, 9.8.2011 kl. 09:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju ætti ég að fara varlega í að gagnrýna Lilju, er það bannað? 

Ég er annars ekki beint að gagnrýna Lilju í þessari færslu, heldur þá sem þyrptust að henni eins og mý að mykju og lofuðu hana í hástert á meðan þeir héldu að hún gæti tryggt þeim fall ríkisstjórnarinnar. Þessir kappar virðast ekki kannast ekki við Lilju í dag.

Lilja og Atli samþykktu stjórnarsáttmálann og gengu að því er menn héldu heilshugar til þessa stjórnarsamstarfs. Þau undu hag sínum vel þar til gagnrýnisraddir fóru að heyrast. Þar sem þau eru lýðsskrumarar í eðli sínu stóðust þau ekki þá freistingu að kóa með, því þau héldu að það væri til vinsælda fallið.

Trúðu mér, Lilja og Atli munu aldrei fylgja annarri stefnu en þeirri sem vinsælust er í það og það skiptið. Út á það gengur lýðsskrumið, það kemur hinsvegar aldrei neinu í verk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2011 kl. 09:57

3 identicon

Hver er hugmynd þín að ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu? Hvað flokkar er best til  þess fallinn að stjórna landinu heiðarlega?

Heiðar (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 15:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir flokkar sem fólkið gefur til þess brautargengi í kosningum, er það ekki augljóst Heiðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.