Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jón Bjarnason tekur snöggan framsóknarhælkrók á hag neytenda
22.8.2011 | 20:11
Allir kannast við tvöfalt verðkerfi flutningafyrirtækja, ef pakkinn er stór miðað við þyngd, er borgað eftir rúmmáli, en ef pakkinn er lítill miðað við þyngd ræður þyngdin gjaldinu. Þetta tryggir að alltaf er rukkað hæsta mögulega gjald.
Jón Bjarnason hefur áttað sig á þessu og tekið þetta upp á sína arma, enda kjörin aðferð til að slá í og úr, sem er ær og kýr landbúnaðarráðherrans.
Því tekur Jón núna snöggan framsóknarhælkrók á innflutning matvæla til að tryggja fæðuöryggið að hans sögn. Sennilega væri auðveldara og hagstæðara fyrir ríkið og almenning að tryggja fæðuöryggið með því einu að flytja aðeins minna út af niðurgreiddu kjöti.
Framsóknar hælkrókurinn tryggir að ávalt sé valin versti kosturinn fyrir hag neytenda til verndar þröngum og annarlegum hagsmunum úrelts landbúnaðarkerfis. Jóni er manna best treystandi til að velja til skiptis magntoll eða verðtoll, taka framsóknarhælkróka hægri vinstri til að hindra sem mest og frekast framgang heilbrigðra viðskiptahátta sem yrðu neytendum til hagsbóta.
Tók mið af gjaldeyrishöftum og fæðuöryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1027596
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
Ég er nú á því Axel minn góður að betra væri að stækka kvóta bænda, leyfa þeim meiri heimaslátrun og leyfa þeim að selja meira eigið kjöt til almennings.
Svo hef ég ekki orðið vör við að fá ekki lambakjöt bæði í Bónus og Samkaup. Ég hef grun um að þetta sé velskipulagt samsæri kjötbirgja til að setja fótinn fyrir bændur, og fá að kaupa inn hormóna- og sýklakjöt erlendis frá.
Ég vil kaupa mitt kjöt beint frá býli og styrkja þar með bændur og búalið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2011 kl. 21:54
Þar er ég þér hjartanlega sammála Ásthildur. Bændur geta nokkrir saman komið sér upp lítilli en löggiltri sláturaðstöðu, slátrað þar sínu fé, fært til sláturtímann og lengt eftir því sem þörf og aðstæður leyfa. Og selt afurðirnar beint til neytenda eða í gegnum verslanir eða hvoru tveggja, allt eftir því hvað hentar sameiginlegum hagsmunum þeirra og neytenda.
Burt með þessa sláturleyfishafa sem einoka markaðinn og kúga bændur. Hvaða vit er í því að byggja sláturhúshallir hannaðar til að slátra á markaði sem aldrei verður neitt selt á svo neinu nemi. Hallirnar eru notaðar 3 vikur á ári og standa síðan ónotaðar og engum til gagns hinar 49 vikurnar.
Það er að koma æ betur og betur í ljós að þeir sem töluðu fyrir því að umbylta þessu þræla kerfi fyrir 25 til 30 árum og voru af mafíunni úthrópaðir sem óvinir bænda, voru í raun þeir sem best hugsuðu um hag bænda.
En bændur ólu við brjóst sér höggorminn, mafíuna, sem blekkti bændur og sljóvgaði með gengdarlausum ríkisstyrkjum og fagurgala, sem engu skilaði, en ætlaði þeim aldrei annað hlutskipti en þjónustuhlutverk þrælsins.
Frjáls viðskipti eru farsælust í þessari atvinnugrein sem öðrum án miðstýringar og ríkisafskipta.
Það er stórmerkilegt að þeir sem hvað harðast tala fyrir haftalausum og frjálsum viðskiptum í Sjálfstæðisflokknum skuli telja eitthvert Sovét sistem farsælast fyrir landbúnaðinn á Íslandi. Undarlegt en satt!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2011 kl. 00:19
Já svo ekki sé talað um dýranýðið þegar skepnur eru fluttar til slátrunar landshorna á milli í stórum trukkum tveggja hæða með aftaní vagni sem er líka tveggja hæða, með skít og hland lekandi um allt, fara yfir fleiri sauðfjárveikivarnargirðingar. En bara að hugsa til þess að blessuð dýrin séu pökkuð svona saman í svona farartæki um langan veg, ætti fyrir löngu síðan að hafa verið sett stopp á. Þetta er dýranýð af verstu sort og ekkert annað. Hvar eru dýraverndunarmenn og lög? Ég sendi landbúnaðarráðherra ábendingu um þetta meðan þau voru að fara yfir dýravernunarlögin, en það kom ekkert svar, og ég hugsa að þessari ábendingu minni hafi verið skellt í tætarann. Því þetta er jú óþægilegt mál, svona mitt í græðginni.
Í Noregi sameinast bændur um að vera með svona sérútbúin gámasláturhús, sem þeir vinna í beint frá sínu eigin býli. En sláturhúsamafían er algjörlega af sama meiði og L.Í.Ú. má ekki hrófla við þeim og þeirra gróða því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2011 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.