Nær úrskurður Persónuverndar yfir alla innheimtu?

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Orkubúi Vestfjarða hafi verið óheimilt að senda manni bréf sem bar með sér að hann væri í vanskilum.

Hvað með öll innheimtufyrirtækin, Motus, Momenntum, Gjaldheimtuna, lögmannsstofurnar eða hvað öll þessi andfélagslegu meinvörp heita, sem nærast á neyð samfélagsins? 

Þessi fyrirtæki senda innheimtubréf í hundruðavís dag hvern, bréf sem af útlitinu einu eru æpandi auglýsingar um þann boðskap sem innihaldið flytur.

Verður þeim fjandans mannorðsmorðstofnunum áfram heimilt að  auglýsa stöðu viðtakanda bréfsendinga þeirra með jafnvel enn afgerandi hætti en Persónuvernd telur að Orkuveitu Vestfjarða hafi verið heimilt að gera?

  


mbl.is Mega ekki „bara minna þig á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel að merkja.

Vodafone senda líka umslög merkt að utan með

"Gleymdir þú þér nokkuð?"

sem er vafalaust einungis notað við innheimtu á vanskilum.

Tómas (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 21:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrirtæki stunda þetta kerfisbundið, vitandi að það ýtir við fólki að vakinn sé athygli á trassaskap, eða hvað veldur vanskilum þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2011 kl. 21:33

3 identicon

Það eru send bréf til fólks frá öllum fyrirtækjum, þar sem fólk er áminnt um að greiða einhverja ímyndaða skuld.  En ef þú ert búin að borga þá mátt þú gleyma bréfinu og gætir bara hent því !

Það virðist vera nákvæmlega sama hvað einhver persónuverd segir, ef það eru ekki peningar sem fyrirtækin þurfa að borga þá hættir þetta ekki !

JR (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 22:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunar að þú náir ekki inntakinu í þessu JR.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2011 kl. 23:21

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.