Frábært framtak hjá þessum unga manni.

VR er á algerum villigötum í þessu máli og formaður þess skilur greinilega ekki vandamálið. Til þess skortir hann sennilega allar hugmyndafræðilegar forsendur.

Kynjamismunun verður ekki leiðrétt með því að færa hana til. Ráðast þarf að rót vandans og eyða henni þar.

Þær verslanir sem taka þátt í þessu „jafnréttisátaki“ eru aumkunarverðar, þær hugsa um það eitt að kaupa sér ódýra jafnréttisásýnd, jafnvel á fölskum forsendum.


mbl.is Kærir yfirmann sinn og formann VR vegna kynjamismununar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svona femínasismi er auðvitað bara sorlegur í alla staði.

Og gríðarlega skemmandi fyrir heilbrigða jafnréttisbaráttu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2011 kl. 17:04

2 identicon

Þetta er frábært framtak hjá honum. Það á að stoppa svona femínasista rugl í fæðingu.  VR er farið að standa fyrir eitthvað allt annað en baráttu fyrir félagsmenn.

Njáll (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 18:24

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvernig fáið þið það út að það sé miður að leiðrétt sé fyrir órétt þann sem konur eru almennt beittar á vinnumarkaði?

Þetta er svona álíka og ekki skuli leiðrétta skuldir þeirra sem ekki þurfi nauðsynlega á því að halda.

Óskar Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 18:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar þetta leiðréttir ekki launamisrétti, nema síður sé. Það er skapað nýtt misrétti, í besta falli er það fært til.

Hvernig getur þú drengur, fært rök fyrir því að þetta leiðrétti lægri laun kvenna? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 18:42

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Njáll í þessu felst lítil Virðing og Réttlæti.

Guðmundur, þetta er smánarlegt, ungi frjálshyggjuformaður VR ætti að manna sig upp og biðja konur afsökunar á þessu frumhlaupi félagsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 18:46

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Tímabundinn árangur er betri en enginn

Óskar Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 19:23

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

10% kjarabót eftir að Jóhanna og Seingrímur hafa hirt af þeim sem og öðrum landsmönnum allar hækkanir ársins.

Hvað er að því?

Óskar Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 19:28

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála þér Axel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.9.2011 kl. 19:39

9 identicon

ég mun taka í hendina á þessum manni þegar ég á leið til hanns næst, þetta er frábært framtak og algerlega þarft

ég er nú hræddur um að allt hefði orðið vitlaust ef það hefði verið auglýst að karlmenn fengu 10% afslátt.....sem væri ekki ósanngjarnt því ég til dæmis og margir aðrir eru með mikið lægri laun en konur, for helvede í langann tíma var ég með lægri konan mín og hún vann sem kassastelpa í hagkaup......ekki fæ ég neinn afslátt!

Gunnar Þórólfsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 19:55

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað koma Steingrímur og Jóhanna þessu við Óskar, er launamunurinn þeirra uppfinning?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 20:32

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Heimir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 20:32

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður þá faganaðafundur hjá ykkur félögum Gunnar.

Auðvitað hefði allt orðið vitlaust ef karlar fengju afslátt út á kynferðið eitt. Það er því skrítið að þú skulir telja þetta hið besta mál, sem er nákvæmlega sama kynjamisréttið.

Það er undarleg rökfræði að kynjamisrétti sé ekki misrétti, ef það snýr "rétt". Það er ekkert til sem heitir jákvæð mismunun. Mismunun er mismunun og getur aldrei orðið jákvæð, hvernig sem henni er snúið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 20:40

13 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég er farinn að halda að þú sért illa læs.

Þessu fyrir utan er hugmyndin ekki komin frá Stefáni sjálfum heldur meirihluta stjórnarinnar í VR.

Veistu hvað er merkilegt við hana (stjórnina í VR)?

http://www.vr.is/index.aspx?GroupId=477343

Þetta er að meirihluta konur.

Óskar Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 22:03

14 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Er greyið að fatta að jafnrétti er ekki það sem femínasistar og sendisveinar þeirra vilja, heldur misrétti í garð karla.
Fagna því að svona vitleysa sé kærð, enda væri gaman að sjá hvað femínasistar mundu segja ef þetta væri öfugt.

Jón Snæbjörnsson, 21.9.2011 kl. 22:04

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er það sem ég er svona ill læs á Óskar.

Eftir þetta útspil sé ég nákvæmlega ekkert merkilegt við stjórn VR. Röng ákvörðun verður rétt við það eitt að fleiri komi að henni.

Ef formaður stjórnar leiðir ekki stefnu og ákvörðunartöku hennar er hann rangur maður á röngum stað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 22:32

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Jón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 22:32

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er ótrúlega lágkúruleg hugmynd, og í hugsunin ca 30 ár á eftir tímanum..

hilmar jónsson, 21.9.2011 kl. 22:38

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég efast stórlega Hilmar, um hugmyndafræðilega getu formanns VR að leiða stéttarfélag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2011 kl. 22:44

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Virkar sem billegur kjáni, if you ask me.....

hilmar jónsson, 21.9.2011 kl. 23:04

20 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta er flottur Drengur...

Vilhjálmur Stefánsson, 21.9.2011 kl. 23:28

21 identicon

Gaurar sem nota orð eins og "feminasistar" eru með afskaplega bitra reynslu af konum, aðallega sökum afspyrnu slæmrar frammistöðu í rúminu, og tjá biturleika sinn og minnimáttarkennd á þennan hátt...enda dreymir þá um gömlu góðu dagana þegar hentihjónabönd voru í gangi og pabbi gamli fann stelpu af næsta bæ sem neyddist svo til að sofa hjá manni, og jafnvel fjósamenn gátu vonast eftir góðu kvonfangi ef húsbóndann vantaði einhvern til að rangfeðra lausaleikskróga sinn. En þeir dagar eru liðnir og nú eru þessir menn ýmist einir alla æfi eða í ömurlegum steindauðum hjónaböndum með undirgefnum freðýsu lufsum, sem eru hin fullkomna kona í hugum þessara manna sem hræðast sterkar konur sem vita hvað þær vilja meira en nokkur lítill drengur hefur hræðst kónguló.

Heman gamli. (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 23:31

22 Smámynd: hilmar  jónsson

Heman, tölum um eitthvað annað.. Á skíðum skemmti ég mér tralalalla....

hilmar jónsson, 21.9.2011 kl. 23:47

23 Smámynd: Dexter Morgan

Málið er leist. Þ.e.a.s. ef VR þorir að birta lista fyrir þau félög og fyrirtæki sem greiða konum þessi lægri laun. Ég sendi VR áskorun um að birta listan og láta svo okkur um að ákveða hvort við viljum eiga viðskipti við þau í framhaldinu. Það væri það eina sem fyrirtækin skylja. Þessi 10% afsláttur til eins kyns en annars kynsins ekki er bara rugl og þarna er mismunum mætt með mismunum og það kann ekki góðru lukku á stýra. Birtiði þennan lista um þau fyrirtæki sem haga sér svona og látið neitandann um að dæma þau með framferði sínu,.

Dexter Morgan, 22.9.2011 kl. 00:11

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Heman gamli, fáir ef nokkrir halda orðinu "femínisti" eins á lofti og einmitt femínistar sjálfir.

Þú er þá að beina orðum þínum til þeirra, vænti ég, ......og aldrei verið við kvenmann kenndur, æ,æ.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2011 kl. 00:11

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott innlegg Dexter.

Ég hef aldrei skilið þessa tregðu að birta hverjir  skussarnir eru þegar upp koma fréttir af tregðu fyrirtækja að fara að settum leikreglum samfélagsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2011 kl. 00:16

26 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Eg er farin ad halda, ad their sem eru i broddi fylkingar i thessari jafnrettisstefnu seu med biladan attavita.

Aldrei mun eg geta skilid afhverju thetta er allt saman farid ad snuast um ad vorkenna konum, fyrir thad eitt ad hafa faedst med rong kynfaeri.

Sem konu, thykir mer thessi hugmynd vera nidurlaegjandi. Er ekki alveg viss um ad tilgangurinn helgi medalid i thessu, enda ekkert jafnretti i thvi ad faera misrettid.

Eg trui ekki a hugtakid "jakvaed mismunun", eda misretti af neinu tagi. Enda a jafnretti ad skiptast JAFNT a baedi kyn.

Svona vorkunnar-adgerdir yta bara undir kynbundid misretti og thaer thjodfelags hugsanir um ad konur seu "veikara kynid".

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.9.2011 kl. 00:40

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í athugasemd nr. 15 á 2. málsgreinin að vera svona:

Eftir þetta útspil sé ég nákvæmlega ekkert merkilegt við stjórn VR. Röng ákvörðun verður ekki rétt við það eitt að fleiri komi að henni

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2011 kl. 00:47

28 identicon

Þetta var gott framtak hjá stráksa að benda á þetta óréttlæti og yfirborðsmennsku.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 12:25

29 Smámynd: Dexter Morgan

Það EINA viturlega í stöðunni er að VR birti listann yfir þessi fyrirtæki og stofnanir sem mismuna svona í launum. Þá gætum við sjálf, ákveðið, hvort við viljum eiga viðskipti við þessi fyrirtæki. Það er það eina sem myndi duga. Ég er búinn að senda VR áskorun þess efnis að birta þennan lista, en mér hefur ekki verið, svo mikið sem svarað. Þessi listi á ekki að vera neitt leyndarmál, síst af öllu félagsmönnum VR. Þessi könnun var væntanlega gerð í nafni VR til að kanna hvort launamisrétti væri staðreynd. Nú þegar það er staðfest, á að birta nöfn þessara fyrirtækja. Ég þori að veðja að þau yrðu fljót að "laga" þennan launamismun.

Dexter Morgan, 22.9.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.