Má hugsa þetta upphátt?

Getur verið að sú hugmyndafræðilega þörf og eftirspurn sem Stígamót hrúguðu upp í undirbúningi athvarfsins hafi verið ögn yfir markið?

Ég hef grun um að þannig sé því einmitt háttað um flest, hjá þessum annars ágætu samtökum, í viðleitni þeirra að ná sínu fram og viðhalda sjálfum sér.

Sjálfsagt eru svona hugrenningar tabú og ég afreka það eitt með þessum skrifum að lenda á listanum yfir ljótu-karlanna.

 


mbl.is Engin kona flutt inn í nýstofnað athvarf enn þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þessar vangavelltur eiga alveg rétt á sér Axel.

Hins vegar held ég að það taki nokkurn tíma að ná til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda.

Skömmin er mikil og stór skref að taka ..

hilmar jónsson, 24.9.2011 kl. 12:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir með Hilmari, Axel.  Ég þekki vel til allmargra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi, en bera harm sinn í hljóði.  Finnst jafnvel vera of langt frá ofbeldinu til að gera neitt í málunum.  Það ætti að afnema fyrningarákvæði um nauðganir og kynferðislega misnotkun.  Slíkur er alvarleiki þeirra að fólk sem verður fyrir slíku, og þau eru í raun og veru óhugnanlega mörg, eiga endalaust í baráttu við minningarnar, þó sumum takist að vinna sig út úr þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 13:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki var það ætlan mín að gera lítið úr vandanum, þó mér finnist málflutningurinn vera full yfirdrifinn og öfgakenndur á stundum. Mér þótti t.a.m. súlu- og nektardansstríðið yfirgengilegt og hatramt og af litlu tilefni og rýru.

Það er þannig með öll hjálparsamtök og önnur slík, þó stofnuð séu af góðum hug og ásetningi, þá lenda þau í því fyrr eða síðar að vaxandi hluti starfseminnar fer í það að viðhalda sjálfum sér á kostnað markmiðana. Ef það gerðist ekki væri starfsfólkið ekki mannlegt.    

Ég er alveg sammála því að afnema ætti fyrningu á kynferðisbrotum. Það er ljóst að áhrifin á fórnarlömbin fyrnast aldrei, þó allt kunni að virðist slétt og fellt á yfirborðinu í fyllingu tímans. 

Dómar í þessum málum eru líka allt of vægir. Það er undirliggjandi tilhneiging í dómskerfinu að taka harðar á ránum en ofbeldi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband