„Gættu að því hvað þú segir maður“

Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað notkun ákveðinna orða, í SMS skeytum, sem þykja samfélagslega hættuleg. Þetta munu aðallega vera orð sem tengjast kynlífi og þeim tapú málaflokki. Síur verða settar í símkerfið sem stöðvar textaskeytin á ferð þeirra í gegnum kerfið, innihaldi þau eitthvert bannorðanna.

Nú er ég ekki kunnugur þessum málum en ætli notkun þessara sömu orða sé bönnuð í töluðu máli í Pakistan, tveggja manna tali? Verða svona málfarssíur settar á fólk, sem lokar á því munninum, verði þessi orð nefnd.

Svipuð sía hefur verið virk hér á Moggablogginu, sem lokað hefur á alla sem farið hafa „yfir strikið“ í umfjöllun sinni um menn og málefni og þá trúmál sérstaklega. 

  


mbl.is Banna notkun 1.500 orða í SMS-um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.