Sennilega rétt

Það er sennilega rétt hjá Breivik að hann sé ekki geðveikur. En það er deginum ljósara að hann er ruglaður, snarruglaður!

Það voru mistök hjá Norðmönnum að skjóta hann ekki á staðnum úti í Útey. Þeir súpa seiðið af því núna í þessum fjölmiðlasirkus sem þessi brjálæðingur stjórnar.


mbl.is „Ég er ekki geðveikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum öll geðveik.. að einhverju leiti; hugsa ég; En Breivik er snar-fucking-insane-crazy: Hann á að dæma eftir því, ævilanga vistun á geðsjúkrahúsi; Það er eina rétta í stöðunni...

DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 11:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála því að loka hann inni á stofnun.  En það lítur ekki alveg út fyrir það eins og málin standa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 11:19

3 identicon

Það er svo skrítið hversu margir telja það vera næsti bær við sakaruppgjöf að vera dæmd(ur) geðveikur;

DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 11:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef hann verður dæmdur sakhæfur verður hann í mesta lagi dæmdur í 21 ár, nú þekki ég ekki til í Noregi, en hér sitja menn af sér ákveðin hluta dómsins og fá síðan að fara á reynslulaust.  Hvernig verður þetta með Breivik?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 11:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég efast um að hann fengi reynslulausn. En það þarf líklegast ekki að óttast það að hann gangi einhvern tíman frjáls maður. Fari hann í venjulegt fangelsi verður hann drepinn við fyrsta tækifæri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.4.2012 kl. 11:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gæti verið í Ameríku Axel, en varla í Noregi.... eða hvað???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 12:14

7 identicon

Ef hann verður dæmdur sakhæfur, þá situr hann inni í max 21 ár... kemur svo út og verður umkringdur af geðsýkisbræðrum sínum; Það er engan veginn víst að einhver nái/reyni yfirhöfuð að drepa hann.

Gaurinn er geðveikur, það er klárt mál; Það er ekki eins og geðsjúkir séu allir slefandi fávitar.. geðsjúkir geta vel verið nákvæmir, plottað hitt og þetta.. 

DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 12:45

8 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Það er spurning um hvort hann verði bara ekki drepin þessi geðflækingur,það væri eflaust best..

Guðný Einarsdóttir, 20.4.2012 kl. 20:41

9 identicon

Samkvæmt allri tölfræði sem til er þá fremja geðheilbrigðir mun fleiri glæpi en geðsjúkir. Það gerir engan mann að illmenni að þjást af geðsjúkdómi. Hins vegar svipta fjöldamargir menn sig lífi á ári hverju, aðallega ungir menn og konur (milli 15-30 ára) á hverju ári, vegna þess að þau hafa greinst með geðsjúkdóma og geta ekki hugsað sér að lifa í samfélagi sem er svo fullt af fordómum af því tagi sem Brevik þjáðist af, að líta á þau sem illmenni fyrir vikið. Margir af helstu afreksmönnum og hugsuðum sögunnar þjáðust af einhvers konar geðröskun. Vel flest geðveikt fólk er þó bara eins og hver annar maður, vil fá að lifa sínu lífi í friði, með virðingu og mannhelgi. Þið viljið meina þeim þetta, bara afþví þau eru öðruvísi en þið, alveg eins og Brevik vildi meina múslimum þessa, bara fyrir að hafa alist upp í annarri menningu. Ég sem aðstandandi "geðsjúklings" hef horft upp á hvernig þið fremjið sálarmorð með fordómum ykkar, og ber ekkert meiri virðingu fyrir ykkur en kynþáttahöturum, hommahöturum, og öðrum viðbjóðum, en ég er líka aðstaðdandi litaðs fólks og samkynhneigðs. Ég vorkenni ykkur hatur ykkar, og ég skal lofa ykkur því að það skaðar aðallega ykkur sjálf og mun hitta ykkur fyrir einn daginn og koma aftur í hausinn á ykkur sjálfum. Ykkur væri því hollara að losna við það, og hætta að líkja illmennum við geðsjúklinga. Helmingurinn af ykkur á örugglega einhvern að sem tekur þunglyndislyf og verra án þess þið vitið það einu sinni.  

Til þeirra sem tala hér niðrandi um geðsjúka. (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 00:03

10 identicon

ps: Vísindamenn eru búnir að úrskurða það að við enga geðveiki sé að sakast í þessu máli, og tekur dómstóllinn mið af því. En þið viljið endilega halda í tálsýnina hann sé geðveikur (fyrir það eitt að deila öfgafullum skoðunum með milljónum manna um allan heim, sem gerir engan geðveikan frekar en að hafa verið í nasistaflokknum á sínum tíma, illska er ekki það sama og geðveiki). Það gerið þið af sama hatri og þröngsýnt fólk sem heldur að alltaf þegar framið hefur verið innbrot hljóti þar svartur maður að hafa verið að verki. Þið ættuð að líta í eigin barm, horfast í augu við ljótleikann, fordómana, fáfræðina og þröngsýnina sem þar er að finna, og skammast ykkar fyrir sálarmorðin sem þið fremjið með þessu öllu. Brevik drap menn með köldu blóði út af fordómum sínum, fordómar ykkar drepa þó fleiri. Margir svipta sig lífi út af fordómafullu blaðrinu í fólki eins og ykkur. Þið eruð kollegar Breviks.

Til þeirra sem tala hér niðrandi um geðsjúka (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 00:07

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í því sem ég hef verið að tala um í sambandi við Breivík eru engir fordómar gagnvart geðsjúkum, mér þykir leitt ef það hefur verið tekið á þann hátt.  Málið er að manneskja eins og þessi maður er öllum manneskjum hættulegur, og ef það væri hægt að dæma hann í ævilanga meðferð sem manneskju sem hefði gert það sem hann gerði í sjúklegu ástandi þá væri hægt að dæma hann til vistunar á viðhlýtandi stofnun.  Þetta er alveg burt séð fá fólki sem á við geðræn vandamál að stríða minn kæri sem hér skrifar.  Hér er einungis verið að tala um hvernig er best að taka þennan mann úr umferð, þannig að fórnarlömb hans geti gengið róleg um götur og vitað að aldrei muni hann komast út á meðal manna aftur.  Ekki egtir 21 ár eða skemur eða yfirleitt. Þetta er algjörlega burt séð frá geðsjúkdómum hins almenna manns.  Ekki blanda þessu saman við það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 00:45

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 -Til þeirra sem tala hér niðrandi um geðsjúka-,  því er ekki að leyna að orðið "geðveiki" er ansi víðtækt orð í almennum skilningi.

En ég fæ engan veginn séð að hér komi fram fordómar gagnvart geðveiku fólki,  í venjulegum skilningi þess orðs. Þvert á móti kemur það skýrt fram hjá öllum hér að hegðun Breiviks sé langt handan við það sem í hugum flestra flokkast sem geðræn vandamál.

Mér finnst hinsvegar að þú sért, af einhverjum ástæðum og á vafasömum forsendum, að reyna að draga þetta tvennt saman.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband