Hverju hefur 84 ára bann við áfengisauglýsingum skilað?

Bann við áfengisauglýsingum hefur verið í gildi á Íslandi frá 1928. Nú á enn með nýjum lögum að herða ákvæði lagana til að tryggja bannið enn frekar.

Bannið á áfengisauglýsingum er m.a. rökstutt þannig af allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis:

Auglýsingum er ætlað að byggja upp eftirspurn. Aukin eftirspurn eftir áfengi eykur neyslu þess og aukin neysla eykur samfélagslegan skaða af neyslunni. Dauðsföllum fjölgar, sem og slysum og sjúkdómum sem rekja má til neyslunnar.

Þetta er allt gott og blessað og vafalaust rétt sem sagt er um afleiðingar áfengisneyslu. En hér vantar rökstuðning og tölulegar staðreyndir að áfengisauglýsingabannið hafi skilað þeim árangri  sem því var ætlað.

Hafi það gert það ætti áfengisneysla á Íslandi, sem verið hefur áfengisauglýsingafrítt í 84 ár að vera til muna minni, en í öðrum löndum þar sem hömlulausar auglýsingar hafa verið leyfðar á sama tíma.

Er það þannig á heildina litið?

Áfengisauglýsingar flæða yfir landið í erlendum tímaritum, verða þær síður framvegis rifnar úr tímaritunum eftir að viðauki lagana tekur gildi? Miklu nær væri að hætta þessu bulli, hætta að berja hausnum við steininn, leyfa auglýsingar, en  leggja á þær gjald og lögfesta að gjaldið renni beint og óskipt  til forvarnarmála og óheimilt verði að nýta það í annað eins og stjórnvöldum er gjarnt að gera með slíka tekjustofna.

Stór aukið fé sem þannig færi í forvarnir er mun líklegra að skila þeim árangri sem menn vonast eftir að auglýsingabannið geri.  

Auk þess sem það er það arfavitlaust og á skjön við almenna skynsemi að banna auglýsingar á löglegri vöru, sem fólki er fullkomlega heimilt að kaupa og neyta.


mbl.is Skýrara bann verði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna er Ísland eitt af fáum  lýðræðisríkjum í heiminum þar sem fullorðið fólk má ekki sjá áfengisauglýsingar.

Þetta hagnast bara stóru brugghúsunum tveimur þar sem hinir mega ekki auglýsa, stórfurðurlegt.

Hér er allt morandi í áfengisauglýsingum, í blöðum, sjónvarpi, á strætóum og strætóskýlum. Samt virðist drykkja fólks ekki vera verri. Skrýtið.

kv. Frá Frakklandi.

Siggi (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 18:53

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég er nokkuð viss um að hverjum þeim sem langar í áfengi fari og kaupi það, hvort sem viðkomandi sá auglýsingu eða ekki.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.4.2012 kl. 20:41

3 identicon

Það er reyndar ekki alls kostar rétt hjá síðuhöfundi og Sigga að drykkja okkar hafi ekki verið minni en þeirra þjóða sem við berum okkur við. Frá 1993 hefur árleg áfengisneysla (hreinn vínandi pr. Íslending yfir 15 ára aldur) nær tvöfaldast. Þ.e. farið úr 4,4 lítrum í tæplega 8 lítra.

Það sem gerst hefur á þessum tíma er eftirfarandi

1. Aukinn sýnileiki með tilkomu "dulbúinna" auglýsinga, Internets og opnara alþjóðasamfélags.

2. Aukið aðgengi vegna fjölgunar áfengisverslana og lengri opnunartíma þeirra og mun fleiri barstaða, kaffihúsa og veitingahúsa sem selja áfengi.

Til samanburðar þá var meðaldrykkja í lítrum af hreinum vínanda á hvern einstakling 15 ára og eldri árin 2003-2005 meðal nágranna okkar eftirfarandi:

Danmörk: 13,37 ltr.

Svíþjóð: 10,3 ltr.

Noregur: 7,81 ltr.

England: 13,37 ltr.

Írland: 14,41 ltr.

Þýskaland: 12,81 ltr.

Bandaríkin: 9,44 ltr.

Á þessu tímabili var meðaldrykkjan á Íslandi 6,31 ltr.

Fyrir 20 árum drukkum við miklu minna en nágrannaþjóðir okkar en síðan hefur dregið saman. Samt erum við enn í dag vel undir flestum ef ekki öllum þessum þjóðum. Það sem hélt okkar drykkju niðri var lítill sýnileiki og takmarkað aðgengi auk hás vöruverðs. Þetta er þættir sem þeir sem hafa með áfengismál að gera hjá nágrönnum okkar líta öfundaraugum til og hafa löngun til að taka upp. Sumar þjóðir hafa meira að segja hafið undirbúning á að færast nær okkar kerfi.

Áfengi er ekki dæmigerð neysluvara og um það eiga ekki að gilda sömu reglur og um t.s. sælgæti eða gallabuxur. Hér er líka bannað að auglýsa flestar gerðir lyfja sem ávísað er frá læknum.

Páll (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 00:49

4 identicon

Siggi.

Frakkar drukku á þessu sama tímabili 13,66 lítra af hreinum vínanda á ári að meðaltali á hvern einstakling yfir 15 ára. Það er meira en tvöfalt meira en við Íslendingar.

Páll (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.