Er leiga Grímstaða ekki besta mál?

Ef Huang Nubo er tilbúinn að fjárfesta á Grímstöðum, án eignarhalds á landinu, getur það varla verið annað en besta mál.

Það er  því vandséð hvað gæti komið í veg fyrir að Huang Nubo fái Grímstaði til leigu til 40 ára og hefjist þar handa við uppbyggingu og atvinnusköpun.   

Og þó,  maður er nefndur Ögmundur Jónasson og honum er manna best treystandi til að finna endaþarmsopið á þessu máli, hvort sem það er til eða ekki.


mbl.is Huang Nubo fær Grímsstaði í 40 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Axel.. En þetta er óneytanlega svona DEJA VU þegar maður minnist Svavars samningins vegna ICE SAVE. Ekkert  ske og allt uppi á borðum og gegnsæi...??? Svo bara, einn tveir  og þrír.  Samningur. Samt eru búnar að vera fréttir af því  að hann væri að styðja eitthvað bæjarfélag í Kína og hættur við allt hér. Hvernig er fréttamennskunni stjórnað hér...?? . Hins vegar tek ég undir með þér að þetta er eflaust hið besta mál fyrir sveitarfélgið..

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 18:41

2 identicon

Svonefnt Nupo_létt...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 18:41

3 identicon

Leiga Grímstaða getur verið hið besta mál, bara ekki til kínverja. Ekki er fögur saga kínveja í Afríku, Nýsjálendingar hafa bannað jarða kaup kínverja, Indónesar hata kínverja meira en pestina, og ekki er saga landakaupa kínverja í Svíþjóð fögur.

Íslendingar eru afskaplega heimóttalegir þegar kemur að landvinningum útlendinga, " heimskt er heima alið barn"

Þetta hefur 17 ára veraldar flakk kennt mér!!

S (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 18:43

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svakalega eru menn jákvæðir hérna, líklegast til eru Hrúturinn og "þetta" S þau sömu og hvað harðast hafa haldið fram hinu svokallaða "aðgerðaleysi" stjórnvalda í atvinnumálum án þess að telja þörf á rökstuðningi máli sínu og nafnleysi til stuðnings. 

Hvað kemur þetta svokölluðum Svavarssamnigi við Sigurður? Það sem styrkir sveitarfélögin fyrir norðan, eða hvar sem er, styrkir heildina - landið -ríkið - okkur sjálf. Segir það sig ekki sjálft?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 18:56

5 identicon

Jú Axel.. Daginn áður en Svavars samningurinn var birtur sagði SJS að ekkert væri í kortunum um það að einhver samningur væri í gangi. Er þetta ekki eitthvað svipað..??? Eigum við bara að taka öllu þegjandi og hljóðalaust ef það kemur frá stjórnvöldum..??? Það er það sem ég var að benda á og þessi samningur er ákkurat þannig. Mér finnst að við almennigur eigum að vita hvað er að ske í okkkar þjóðfélagi. Ekki rétt..??? En tek aftur undir með þér  að þetta mun styrkja heildina. En samt Axel, eigum við ekki að vita hvað er að ske....??????

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 19:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil hvað þú ert að fara Sigurður, en eru það ekki sveitarfélögin sem eru leigusalarnir, þó ríkisstjórnin þurfi að staðfesta gerninginn, formsins vegna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 19:56

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Eithvað eru þessir vinstri menn ruglaðir í kollinum. Hrópuðu þeir ekki í

sífellu " Ísland úr NATO herinn burt. Nú hafa þeir leigt stæsta herveldi

heimsins 5-6 sinnum stæra landssvæði á NA horni ladsins en Keflavíkur

flugvöllur er. Haldið þið virkilega að fyrverandi ? lakæji í kommúnista

stjórn Kína sé að leigja þetta á eigin vegum, til að koma þar upp golf

velli með meiru. Ef þið trúið því eruð þið grátlega heimskir.

Leifur Þorsteinsson, 2.5.2012 kl. 21:48

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jæja Leifur, alltaf í boltanum? Hvaða helvítis bull og þvæla er þetta í þér maður! Allar framkvæmdir á svæðinu verða auðvitað háðar íslenskum byggingarleyfum, reglum og lögum rétt eins og aðrar framkvæmdir, þarna munu áfram gilda Íslensk lög.

Ef þú trúir því að þarna verði stofnuð einhver Kínversk kommúna sem lúti eingöngu yfirvöldum í Kína er kominn tími til að þú og þínir skoðanabræður skríði út úr rassgatinu á Birni Bjarnasyni og kíki til veðurs,  þó ekki væri annað!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 22:28

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Ég velti því fyrir mér hvað mikið af sannleikanum er sýnilegur almenningi í þessu máli, eins og öðrum. Eitthvað segir mér að ekki sé öll upphaflega hugmyndafræðin sýnileg. Ég er ekki á móti Kínverjum, frekar en öðru fólki, ef þeir koma hreint og heiðarlega fram.

Það er farsælast að hafa raunveruleikan sýnilegan, til að hann fái að dafna til góðs. Það er laga og regluflóttinn í þessu máli, sem gerir mig tortryggna nú orðið í þessa þráhyggjumáli.

Ég velti fyrir mér hvernig á að höndla þá stöðu, að hann fjárfestir meira á "leigulóðinni", en Ísland hefur efni á að kaupa af honum, ef hann ákveður að selja uppbygginguna. Kannski eru þetta kjánalegar vangaveltur hjá mér, en það þarf líka að velta fyrir sér þannig vangaveltum, og afgreiða þær með rökræðum og af heiðarleika. Það á að vera ljóst í upphafi, hver raunverulega staðan og tilgangurinn er, eftir því sem er mögulegt.

Ég hef mikla trú á fátækum Kínverjum, en set spurningarmerki við "ofurríka" Kínverja í fallandi fjármálakerfi heimsins. Nú fæ ég kannski að heyra frá einhverjum að ég sé neikvæð og vitlaus, en ég þoli það.

Engin skoðun er of vitlaus til að hún sé rökrædd af réttlæti.

Aðalatriðið er að málin séu rædd á raunverulegum, sönnum og heiðarlegum grunni. Ef það næst, þá er tilganginum náð.

Ég bendi á hvað Jóhannes Björn hefur skrifað um fjárhagsstöðu Kína, á vef sínum: vald.org.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2012 kl. 23:23

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Í boltanum hef ég aldrei verið (???). En altaf erykkur þessum vinstri þursum tamt

að grípa til fúkyrða þegar þið verðið ráðþrota.

Leifur Þorsteinsson, 3.5.2012 kl. 10:00

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Anna. Þetta eru góðar og gildar vangaveltur og spurningar. Hætt er við að tíminn einn geti svarað þeim. Ég veit ekki frekar en aðrir hvort eitthvað er hulið í þessu máli. En það er ekki gáfulegt að fylla upp í eyðurnar með einhverjum "dómsdags"  fullyrðingum, eins og mörgum hættir til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2012 kl. 11:24

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leifur, á Íslandi er ekki hægt að sumarbústað hvað þá annað án þess að leggja fram teikningar og annað sem fellur að skipulagi og öðru, og fá það stimplað í bak og fyrir.

En þú segir fullum fetum að þegar haninn gali einn morguninn vakni menn upp við það að þarna verði komin flugvöllur, herstöð og hvað eina og bætir við að þeir sem sjái þetta ekki séu  grátlega heimskir.

Þegar hægri menn setja fram svona gáfulegar og vel rökstuddar fullyrðingar verður  auðvitað fátt um gáfuleg svör hjá "vinstrimönnum". Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það hvaða gáfnafar þarf til að skilja það, ég veit þú ræður fram úr því sjálfur. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2012 kl. 11:34

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, það er nú ýmislegt á huldu varðandi þessi viðskipti.

Fyrir það fyrsta er jörðin í einkaeigu að 75%, ríkið á rest.   Leigutekjur bera aðeins fjármagnsskatt sem rennur til ríkisins - ekki sveitarfélaga.  Hverjar verða þá tekjur sveitarfélaganna - að óbreyttri eignaraðild?

Nú má vel vera að sveitarfélögin hyggist kaupa jörðina af eigendum, þessi 75%.  En til þess þarf smáfiff.  Eigendur þurfa þá að selja sveitarfélögunum, uppá krít, og bíða eftir því að nýju eigendurnir fái leigutekjurnar til þess að greiða kaupverðið.  Eða aðeins hluta af því og rest uppá krít.

Svo á reyndar ríkið (þ.e. við) 25 prósentin eftir sem áður, eða hvað?  Það er svo sannarlega ýmsu ósvarað varðandi þessi viðskipti.

Kolbrún Hilmars, 3.5.2012 kl. 12:21

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leifur, á Íslandi er ekki hægt að byggja sumarbústað hvað.... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2012 kl. 15:22

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það sem er á huldu, er það eitthvað sem okkur kemur við Kolbrún? Þarna fer fram kaup og sala eignar. Ef kaupandi og seljandi ná samningum um viðskiptin og báðir eru sáttir, kemur okkur það yfir höfuð við hvernig þeir semja um greiðslu kaupverðsins, frekar en í öðrum söluferlum?

Sveitarstjórnarmenn þarna á svæðinu eru kjörnir til þess að leysa úr þeim málum sem inn á þeirra borð koma. Við erum það hinsvegar ekki og því er eðlilegast að þeir fái að sinna sínu án okkar afskipta og  annarra. Ég treysti þeim fullkomlega til þess að sinna hagsmunum sinna sveitarfélaga á sem bestan hátt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2012 kl. 15:42

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, okkur kemur það 25% við. 

Kolbrún Hilmars, 3.5.2012 kl. 15:52

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er eitthvað að því að ríkið losi um eiganrhald sitt á þessum fjórungi, af hverju ætti ríkið að eiga þetta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2012 kl. 16:16

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS: Við eigum að meðhöndla sameiginlegar eignir ríkisins eins og væru þær okkar eigin. Ætli það standi til að gera það í þessu tilfelli?

Fyrir utan hið augljósa auðvitað, hvernig getur einn eigandi (þótt í meirihluta sé) ráðstafað eignarhlut minnihlutans?

Kolbrún Hilmars, 3.5.2012 kl. 16:21

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, síðara innlegg mitt skaraðist á við þitt - það var einmitt þetta sem ég var að velta fyrir mér.  Er ekki sveitarfélögunum skylt að kaupa ríkið út á þessu stigi?

Kolbrún Hilmars, 3.5.2012 kl. 16:23

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú þekki ég það ekki, en er ekki eðlilegast að sveitarfélögin kaupi alla jörðina?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2012 kl. 16:35

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þykir mér eðlilegast úr því sem komið er. En þá þurfa sveitarfélögin líklega að hækka leiguna til þess að geta greitt ríkinu? Og hvað verður þá um þjóðveginn?

Ég hef verið að leita eftir landamörkunum á Grímsstaðajörðunum, en fann ekkert af viti nema sýslumörkin.

Ég á því von á að N-Mýlingar haldi sínum Möðrudal, Jökuldalsheiðinni og Herðubreiðarlindum.

Þetta er hreint ekki einfalt mál, eins og ég sagði áður.

Kolbrún Hilmars, 3.5.2012 kl. 17:08

22 identicon

Bréf frá Jóni Jóni Jónssyni birt á heimasíðu Ögmundar:

3. Maí 2012

VATNIÐ OG VIRKISTURNINN!

Heill og sæll. Nú heiti ég á þig Ögmundur, hæstvirtur Innanríkisráðherra, að þú sýnir á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn, 4. maí 2012 að þér er ísköld alvara með andstöðuna gegn fjáfestingaráformum Huang Nubo. Allt þetta mál hefur sýnt fram á það hvað margir opinberir embættismenn, samtryggðir stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn eru undarlega falir fyrir fé og ræður þar mestu þeirra eigin vesaldómur og algjöra ábyrgðarleysi, enda vanir því að krefjast ríkisverðtryggðra réttinda sinna, án nokkurra skyldna við land og þjóð. Þeir hafa komist upp með þá iðju sína lengi og í því skjóli skáka þeir. Þetta er bitur reynsla þjóðarinnar og í ljósi hennar leyfi ég mér að spyrja: Hvernig fer það svo, ef Nubo fengi aðgang að landinu? Er ekki líklegt að skipulag og annað yrði sveigt, hægt og bítandi, algjörlega að hans vilja?
Þar er vatnið undir, þar er umhverfið undir. Þar er land undir virkisturn. Verstu glæpamennirnir eru iðulega opinberir hvítflibbaglæpamenn, hvort heldur er á Íslandi eða í Kína. Höfum við ekkert lært af Magma/Alterra málinu? Asni fullur af gulli kemst í gegnum alla varnarmúra. Við búum í gósenlandi Ögmundur og allt þetta vinstri/hægri/miðjumoðs rugl er kjaftæði og við vitum það báðir. Mundu nú Ögmundur að sókn er alltaf besta vörnin. Sú sókn felst í því að þú hótir stjórnarslitum á föstudaginn og látir verða af því, ef vinstri/hægri/miðjumoðs helferðarhjú hinnar glóbalísku auðræðisklíku undir handarjaðri AGS sjá ekki að sér. Ég leyfi mér að sjá nú þegar fyrir mér aðalfyrirsögn allra innanlandsfrétta á föstudaginn: Nei við Nubo eða Ögmundur sprengir ríkisstjórnina!!!!
Jón Jón Jónsson

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:06

23 identicon

Bréf frá Jóni Jóni Jónssyni birt á heimasíðu Ögmundar;

hér birt nú með greinarskilum, svo skilningsvana menn geti lesið og melt:

3. Maí 2012

VATNIÐ OG VIRKISTURNINN!

Heill og sæll. Nú heiti ég á þig Ögmundur, hæstvirtur Innanríkisráðherra, að þú sýnir á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn, 4. maí 2012 að þér er ísköld alvara með andstöðuna gegn fjáfestingaráformum Huang Nubo.
 
Allt þetta mál hefur sýnt fram á það hvað margir opinberir embættismenn, samtryggðir stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn eru undarlega falir fyrir fé og ræður þar mestu þeirra eigin vesaldómur og algjöra ábyrgðarleysi, enda vanir því að krefjast ríkisverðtryggðra réttinda sinna, án nokkurra skyldna við land og þjóð.
 
Þeir hafa komist upp með þá iðju sína lengi og í því skjóli skáka þeir.
 
Þetta er bitur reynsla þjóðarinnar og í ljósi hennar leyfi ég mér að spyrja: Hvernig fer það svo, ef Nubo fengi aðgang að landinu? Er ekki líklegt að skipulag og annað yrði sveigt, hægt og bítandi, algjörlega að hans vilja?

Þar er vatnið undir, þar er umhverfið undir. Þar er land undir virkisturn.
 
------------------------------------------------------------------------------------------
Verstu glæpamennirnir eru iðulega opinberir hvítflibbaglæpamenn, hvort heldur er á Íslandi eða í Kína.
------------------------------------------------------------------------------------------
 
Höfum við ekkert lært af Magma/Alterra málinu? Asni fullur af gulli kemst í gegnum alla varnarmúra. Við búum í gósenlandi Ögmundur og allt þetta vinstri/hægri/miðjumoðs rugl er kjaftæði og við vitum það báðir.
 
Mundu nú Ögmundur að sókn er alltaf besta vörnin. Sú sókn felst í því að þú hótir stjórnarslitum á föstudaginn og látir verða af því, ef vinstri/hægri/miðjumoðs helferðarhjú hinnar glóbalísku auðræðisklíku undir handarjaðri AGS sjá ekki að sér.
 
Ég leyfi mér að sjá nú þegar fyrir mér aðalfyrirsögn allra innanlandsfrétta á föstudaginn: Nei við Nubo eða Ögmundur sprengir ríkisstjórnina!!!!
Jón Jón Jónsson

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:18

24 identicon

Samfylkta helferðartossabandalagið á ríkisjötunni, eru helstu stuðningsmenn fjármagnseigendanna.

Samfylkingin kom að setningu neyðarlaganna, þar sem fjármagnseigendum var komið í skjól og slitnaði þá ekki slefan á milli Jóhönnu, Össurar, Sollu, Geirs, Árna Matt. og Bjarna Ben.  Stóðið tryggði sér vellystingarnar áfram. 

En ekkert gert til að leiðrétta stökkbreytt helvíti venjulegs almúgafólks með venjuleg húsnæðislán íbúðarlánasjóðs ríkisins.  Höfum það og í huga að enn gildir það sama um hrunráðherranna Jóhönnu og Össur:

Allt fyrir fjármagnseigendur sagði Hrun-stjórnin.

Allt fyrir fjármagnseigendur sagði Helferðar-stjórnin.

Og Össur og Jóhanna voru og eru í þeim báðum

og njóta nú útbólginna launa og lífeyrisréttinda fyrir við-vikið.

Minnir á Dario Fo:  Þjófar, lík og falar konur!

Það eru hin augljósu sannindi um hræsnina hjá samfylktu auðvalds mellu-krötunum, sem hafa gleymt öllu "jafnrétti" og gleymt öllum "eignarétti" nema sem varðar sérhagsmuni fjármagnseigendanna.

------------------------------------------------------------------------------------------
Verstu glæpamennirnir eru iðulega opinberir hvítflibbaglæpamenn, hvort heldur er á Íslandi eða í Kína.
------------------------------------------------------------------------------------------

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:33

25 identicon

En ef kínversk illmenni koma og blinda JVJ þegar hann er að bjarga ófæddum börnum.. og íslandi frá ESB; hvað þá..

;)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 13:21

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert svona DoctorE, ég er að friðþægjast við JVJ, fékk hann meira að segja til að kíkja í heimsókn, ekkert smá afrek það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.5.2012 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband