Án efa fer megnið af þessu fé...

..., 16 milljörðum dollara "þróunaraðstoðar" alþjóðasamfélagsins til Afganistan, í að styrkja framleiðslu og eflingu helstu útflutningsgreinar afgana,  ópíums, sem er þeirra verðmesti útflutningur.

Það er giska broslegt að það skilyrði er sett fyrir þróunaraðstoðinni að spilltustu stjórnvöld veraldar vinni gegn spillingu!

Fátt virðist meiri gróðrarstíga fyrir spillingu en einmitt afskipti NATO, hvar sem það fyrirbæri drepur niður fæti í heiminum, í nafni friðar og mannúðar.

Talibanar höfðu nánast útrýmt ópíumframleiðalunni í Afganistan áður en NATO taldi rétt að skipta þeim út með hervaldi, af ástæðum sem öllum eru gleymdar núna, til að koma öllu á "rétta braut" aftur.  

Nú blómstarar ópíumframleiðslan í Afganistan sem aldrei fyrr. Hvert fer það eitur? Beint í æðar ungmenna NATO ríkjanna sem sáu ofsjónum yfir "röngum stjórnarherrum" í Afganistan.

Öllu, virðist fórnandi til að „eiga“ vinveitta ríkisstjórn í endaþarmi heimsins, jafnvel heill og hamingju ungmenna eigin landa. Í þeim tilgangi virðast bein fjölda dráp á borgurum fjarlægra landa og óbein dráp á eigin borgurum, ekkert tiltöku mál.

Er eitthvað sjúkara en það?


mbl.is Milljarðar í aðstoð við Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Talibanar höfðu nánast útrýmt ópíumframleiðalunni í Afganistan...."

Má vel vera, en þeim tókst einnig að útrýma menntun barna og unglinga, tónlist, lestri bóka, menjar menningar etc.

Minnumst ekki á jafnrétti kvanna.

Best væri að útrýma talibönum, en það virðist hægara sagt en gert.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 15:11

2 identicon

Sælir; Axel Jóhann - og aðrir ágætir gestir, þínir !

Jú; Talibanar, eru að minnsta kosti geðfelldari, en barna og kvenna morðingja sveitir NATÓ og ESB, piltar.

Haukur; og þið Axel, báðir !

Að minnsta kosti, fara Talibanar aldrei í felur, með sinn tilgang - eins og Vestrænu drullusokkarnir. Þó skelfislegt sé; að óGuðir, eins og þeir Allih og (Jehvóvah, hjá Gyðingunum) ósýnilegir skrattar, skuli stjórna daglegu lífi, fjölda fólks, sem er ekkert verra fólk að upplagi, en margur annar, svo sem.

Minni á; að Talibanar slökktu algörlega á Valmúa ræktuninni, árin 1996 - 2001, eða; á meðan þeir vor við völd, þar eystra.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - sem oftar /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 16:00

3 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 21:56

4 identicon

Ekki alveg rétt hjá þér Axel. Ópiumrækt var ein helsta tekjulind talibana í þeirra stjórnartíð. Skv. þessari frétt verður helsta tekjulind þeirra í framtíðinni skattpeningar frá almenningi á vesturlöndum. Þeir geta svo notað þá peningar til að skipuleggja áframhaldandi hryðjuverk á vesturlöndum.

Ég bara spyr. Er þessi Óskar talibani? Voru það ekki talibanar sem eru kvenna og barnamorðingar? Hvað með sýruárásir á stúlkur, þvinguð hjónabönd stúlkubarna o.fl o.fl.

Ásgeir (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 23:15

5 identicon

Sælir; á ný !

Ásgeir (kl. 23:15) !

Nei; ekki er ég Talibani, ágæti drengur, en styð öll þau öfl - í Austur löndum, sem og í Suðurlöndum og víðar, sem berjast gegn NATÓ/ESB drápsvélinni Vestrænu hvar sem er, Ásgeir minn.

Raunar; hefir Múhamðeskan illskeytta, ekki ein og sér, með ýmsa furðulega, og ógnvænlega siði manna, austur þar, að gera.

Á dögum Alexanders Mikla, í Fornöldinni, þóktu Aríarnir (Indó- Evrópumenn), þar um slóðir - sem og suður á Indlandsskaga, hafa all grimmilegar siðvenjur í frammi, gagnvart eigin fólki - svo ekkert nýtt er þar á ferð, Ásgeir, sérstaklega.

Ekki síðri kveðjur; - þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.