Hringekja fáránleikans

Þetta fjöldamorð sýnir og sannar rétt eins og önnur svipuð að vopnalöggjöfin í Bandaríkjunum er í besta falli meingölluð, ef ekki hreinlega galin.

Það sorglega er, og megin vandamálið, að í Bandaríkjunum eru byssur trúarbrögð. Þeir sjá ekki vandann, sjá ekki ógnina í skotvopnum og almennri eign þeirra. Þeir trúa því staðfastlega að eina lausnin til varnar byssuógn séu fleiri byssur,  fleiri „góðar“ byssur  gegn „slæmu“ byssunum.

Svona fjöldamorð hafa keðjuverkandi áhrif, ekki til hins betra í afstöðu almennings til vopnaeignar, heldur til hins verra. Þetta fjölgar aðeins þeim sem fá sér byssur sér til „varnar“ og þannig fjölgar stöðugt skotvopnum í umferð og jafnframt þeim sem aldrei ættu að fá að höndla skotvopn.


mbl.is „Hann er með byssu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já hvað þetta er mikið satt, svo segja þeir sem vilja vernda allmenna bissueign "bissurnar drepa ekki heldur er það fólkið sem á þeim heldur" þetta er líka satt og styður frekar við að fækka þarf bissum, bissur sem keyptar eru til að verjast glæpum hafa valdið fleiri sorglegum uppákomum og dauða saklausra (oft í fjölskylduharmleik) en að vera að gagni gegn glæpum, sem nánast sjaldan eða aldrei verður

siggi (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.