Hér sjáum við af hverju konur kusu frekar Obama en Romney

Margir héldu því mjög á lofti í kosningabaráttunni ranglega, að sáralítill eða enginn munur væri á Obama og Romney.

En þegar eiginkonur frambjóðendanna báru saman bækur sínar kom berlega í ljós að Romney stæðist engan veginn samanburð við Obama.

Það er augljóst af hverju konur völdu frekar Obama en Romney.

munurinn á Obama og Romney
mbl.is Konur skiptu sköpum í kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

GÓÐUR....  

Jóhann Elíasson, 8.11.2012 kl. 11:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar horft er á fyrirsögnina á fréttinni í þessu samhengi vaknar spurningin - hvernig konurnar "skiptu sköpum" fyrir Obama?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 11:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já hverskonar sköp voru það eiginlega?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 11:53

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kíkið á myndina með fréttinni, mynd frá kjörstað í hinu mikla og margrómaða lýðræðisríki USA?

Hæstiréttur Íslands ætti að komast með puttana í framkvæmdina þar vestra. Pappaskilrúm og bil milli þeirra hvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 13:14

5 identicon

Sá sem lætur maka forseta skipta hann einhverjum máli, nú nema þessi maki sé glæpamaður, gangi í skrokk á fólki eða kunni enga mannasiði og sé líklegur til að vera með dónaskap við erlenda þjóðhöfðingja og svo framvegis, það væri óskandi sá maður sæti bara heima og sleppti því að kjósa. Kona forsetans á ekki að skipta neinu máli. Íslendingar eru ekki búnir að læra þetta. Ólafur vann til dæmis fyrstu kosningar sínar að hluta til í krafti þess hann ætti svo "huggulega konu". Menn, og konur, hér voru í skýjunum yfir að forseti vor skyldi geta mætt í kóngaboð með flott "arm candy" með útlit ofurfyrirsætu. Ég kalla svona fólk hálfvita. Dorrit skiptir marga máli síðar meir, en hún hefur þó afrekað trilljón sinnum meira en Michelle Obama og er afrekskona á mörgum sviðum. Ekki hefur hún til að bera "hefðbundna fegurð" þá sem maður fær störf á módelskrifstofum fyrir eins og fyrrverandi kona Ólafs, en hún er fyndin, orðheppin, gáfuð og svo er hún afrekskona á mörgum sviðum og ýmsum viðskiptum. Þetta er allt ágætt, og fáir forsetar verið svona vel giftir, en afhverju skoraði þetta fólk ekki frekar Dorrit á að bjóða sig fram? Hún væri hæfari í þetta embætti en nokkur Íslendingur, það er augljóst.

Halldór (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 19:24

6 identicon

Talaði einhver nokkurn tíman um maka Ingibjargar Sólrúnu? Skiptir maki Jóhönnu Sigurðardóttir nokkurn máli? Afhverju mega kvenmenn og samkynhneigðir eiga sér maka sem ekki vekur almenna aðdáun, og má jafnvel vera litlaus og leiðinlegur ef því skiptir, en á karlmenn í opinberum embættum er gerð sú krafa konan sé fögur og heillandi? Er það ekki misrétti? Og afhverju þurfa frambjóðendur sjálfir að hafa "persónutöfra"? Þótti ekki Hitler töfrandi? Og þótti Olaf Palme ekki frekar leiðinlegur? Ghandi var víst ekkert sérlega sjarmerandi heldur.

Halldór (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 19:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er búinn að lesa þetta innlegg 4 sinnum Halldór en ég er alveg jafnnær. Kannski vegna þess að ég veit ekki hvar hringurinn byrjar og hvar hann endar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 21:41

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halldór, í annarri færslu heitir þú Karl með skegg, í annarri Örn og í þeirri þriðju Y. Þetta er nú frekar klént og barnalegt.

IP talan þín er 85.220.3.64

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.11.2012 kl. 22:01

9 identicon

Ertu að segja að ástæða þess Barack Obama hafi verið kosinn sé að hann á mjög sexý konu í topp formi, en Romney er giftur venjulega útlítandi konu? Er það ekki dálítil vanvirðing bæði við Obama og Bandaríska kjósendur? Þá vitum við afhverju þú kýst þann sem þú kýst!

Móðgaður Bandaríkjamaður. (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 03:35

10 identicon

Sæll.

Mér finnst þetta nú frekar hallærisleg færsla hjá þér. Þess má annars geta að Michelle Obama er verndari eða eitthvað slík átaks um að létta Bandaríkjamenn. Á þessum 4 árum sem konan hefur verið forsetafrú hafa Bandaríkjamenn fitnað. Góður árangur það.

Endurkjör Obama þýðir það eitt að Bandaríkjamenn eru búnir að vera sem efnahagslegt stórveldi slík hefur skuldasöfnun hans verið og inngrip í atvinnulífið. Ég hugsa að til tíðinda dragi eftir 2-4 ár, þá fattar rúmlega helmingur kjósenda af hverju þeir kusu rangt.

Helgi (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 07:18

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er vel til fundið að þú skulir kalla þig móðgaðan Bandaríkjamann, því Bandaríkjamenn eru upp til hópa illa upplýstir og fáfróðir. Fegurð kvenna er afstæð, ég nenni ekki að útskýra það frekar fyrir þér hafir þú ekki áttað þig á því.

En svo en þú engist ekki dögum saman yfir þessu gríni þá er málið þetta;  það sjá allir sem eru með fattarann í sæmilegu lagi að konurnar á myndunum eru að gefa til kynna á táknmáli hvernig eiginmenn þeirra eru "af Guði gerðir neðan mittis".

Er þetta skiljanlegt fyrir fávísan móðgaðan Bandaríkjamann?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2012 kl. 07:21

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helgi, eins og móðgaði Bandaríkjamaðurinn, þá ert þú gersamlega úti á túni í þessari kenningarsmíð þinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2012 kl. 07:24

13 identicon

Hvernig er ekki hægt að fatta þetta grín, eins og a.m.k. einn hér að ofan gerir (ekki)?  Ansi gott...!

Skúli (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 12:48

14 identicon

Þú alhæfir um mest multi-ethnic, multi-cultural þjóð heims með flestu nýinnflytjendurnar og flesta ólöglega innflytjendur líka. Bandaríkjamenn eru upp til hópa ekki eitt né neitt, því þeir eru heimsins fjölbreyttasta þjóð, með flestu og ólíkustu skoðanirnar. Þú hatar sem sagt alla. Fegurð kvenna má vera afstæð, en Michelle er kyntákn meðan frú Romney hefur ímynd miðaldra frúr úr smábæ. Typpagrín er jafn smekklegt og brjóstagrín. Enginn munur þar á. Vertu maður til að gæta jafnræðis í þessu og virða jafnréttið .Berðu næst saman brjóst Angelu Merkel og einhvers óvinsælli keppinautar. Kynþokki miðaldra fólks er þér svo hugleikinn. Skora á þig að hafa hugrekkið til að gera það! Getum stofnað veðmál hvað þú missir marga kvenkynsbloggvini.

Móðgaði Bandaríkjamaðurinn (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 08:39

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er of flókið fyrir mig Sósi/ Móðgaði Kani, getur þú ekki einfaldað þetta aðeins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.11.2012 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband