Hvort er verra, nauðgun eða mannorðsmorð?

Það er sjálfsagt að rannsaka hvort Egill Einarsson hafi ranglega verið sakaður um nauðgun, séu uppi vísbendingar um það.

Að mínu viti er það alveg jafn alvarlegur glæpur að ásaka mann eða konu ranglega um glæp og glæpurinn sjálfur, hefði hann verið framin.


mbl.is Situr undir svívirðingum „réttsýnna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hort er vera að vera myrtur eða sakaður um að vera myrtur?

Jón (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 21:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Láttu á það reyna Jón!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2012 kl. 21:47

3 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Audvitad a ad ransaka tetta og komast til botns i tessu mali,

landstektur madur er tekinn ad lifi med svivirdingum og hotunum og øllu møgulegu ordbragdi sem eiginlega er ekki sydudu folki sæmandi ad hafa eftir,a kommenta sydunum,folki  var nakvæmlega sama um hvort hann var sekur eda saklaus,ef atd gat bara hatst ut i hann og rakkad hann nydur,en hef tekid eftir ad tad eru afar fair sem kommenta a ta fret ad hann hafi kært??? af hverju skildi tad nu vera

Svona var tetta lika i Lukasarmalinu ungur madur tekin nanst af lifi og atti ad hafa slatrad hundinum a hrottafeingin hatt,svo byrtist kvikindid snarlyfandi

Hvar er tetta hatursfulla lid nu,liklega ad leita ad nyju fornarlambi sem tad

getur trodid nydur i skitin.

Tessvegna tarf ad fara ad setja reglur um hvernig folk getur hagad ser a kommenta sydunum,tvi teta lid er allri tjodinni til skammar

Þorsteinn J Þorsteinsson, 13.11.2012 kl. 22:38

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Bíddu, var það Egill sem endaði á neyðarmóttöku Landsspítalans eftir partíið í svefnherberginu heima hjá honum?

Hvað myndir þú segja, Axel jóhann, ef 18 ára dóttir þín myndi hringja heim af Neyðarmóttökunni, eftir að hafa verið hössluð heim af ríflega þrítugri fjölmiðlastjörnu og unnustu hans?

Skeggi Skaftason, 13.11.2012 kl. 22:52

5 identicon

Skeggi þú veist augljóslega ekkert um hvað þú ert að tala og tel ég best að þú grjóthaldir þér saman. Nauðgunarkæran var felld niður og ég vona að þú sjáir sóma þinn í því að hætta að tala um mál sem þú veist ekkert um og hjálpa til við að eyðileggja mannorð manns sem hefur verið sýknaður.

Þorsteinn V (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 22:57

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Felld nauðgunarkæra er ekki það sama og sýknun, Þorsteinn, við skulum hafa það á hreinu.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.11.2012 kl. 23:13

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þorsteinn, varst þú þarna í svefnherberginu?

Ertu að segja að 18 ára stelpan hafi ekki farið uppá Neyðarmóttöku?

Skeggi Skaftason, 13.11.2012 kl. 23:15

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki verið meira sammála Axel. 

Jóhann Elíasson, 13.11.2012 kl. 23:23

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eins og þú getur nærri Skeggi, þá yrði ég brjálaður og segði og gerði eflaust eitthvað sem betur væri látið ógert. En heldur þú Skeggi að það raskaði ekki ró minni ef ég kæmist svo að því að frásögnin væri ekki sönn? Yrðir þú pallrólegur við slíkar fréttir?

Ég sé ekki neitt að því að málið sé rannsakað frekar. Ítarlegri rannsókn kann jafnvel að styrkja frásögn stúlkunnar alveg eins og hið gagnstæða. Staðan er orð gegn orði og það er óþolandi fyrir báða aðila.

Telur þú falsa ákæru um nauðgun ekki vera alvarlegt mál? Þar sem hinn ákærði er "tekin af lífi" í fjölmiðlum og í þjóðfélagsumræðunni?

Eftir slíka útreið á viðkomandi sér kannski aldrei viðreisnar von, ákæran kann að hanga yfir höfði hans ævilangt, jafnvel þótt sakleysi hans yrði sannað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2012 kl. 23:33

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þorsteinn það stendur orð gegn orði, Egill var ekki sýknaður, málið var fellt niður. Það er tvennt ólíkt. Í hugum margra er Egill nauðgari, sekur og dæmdur sem slíkur og verður það áfram nema annað sannist. Og ekki víst að jafnvel það dugi til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2012 kl. 23:39

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætla mætti Skeggi að þú hafi verið í svefnherberginu umrædda nótt. Stúlkan fer kannski mannavilt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2012 kl. 23:41

12 identicon

Það sem sannað var, var að þarna hefðu kynmök átt sér stað. Stúlka fer ekki grátandi upp á bráðamóttöku eftir eðlileg kynmök. Einhvers konar ofbeldi hefur greinilega átt sér stað þarna, hvort sem það var andlegt eða líkamlegt. Það er yfirleitt mjög erfitt að fullsanna nauðgunarákæru. Fórnarlambið getur verið of máttvana af áfengisneyslu eða svipuðu til að streitast á móti svo áverkar hljótist af, og sumt fólk stundar sjálfviljugt kynlíf sem innifelur ofbeldi sem af hljótast áverkar, þó deila megi um andlegt heilbrigði slíkra einstaklinga. Það er alla vega gott að þetta fólk er úr umferð sem opinberar persónur. Það á betur heima á ópinberum vettvangi, því það hefur haft slæm, afsiðandi áhrif á samfélagið og haft það að atvinnu að minnka virðinguna fyrir konum og kynlífi, og svipta auðmótanlega unga samborgara sína þannig hluta virðingar og mannhelgi þeirrar sem ríkir á milli allra manna meðal siðaðs fólks. Og þetta hafa þau stundað í sínu einkalífi líka, en ekki aðeins opinberlega og fyrir peninga. Hækkandi sjálfsvígstíðni meðal ungmenna undanfarna áratugi helst í hendur við minnkandi virðingu fyrir kynlífinu, manneskjunni og ástinni, þannig að lífið virðist innantómt, tilgangslaust og ljótt. Ef Egill hefur verið ákærður saklaus þá er það auðvitað sorglegt, en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, og það er hreinsun fyrir samfélagið að vera laus við sora þann sem Egill þessi dreifði. Egill ætti að fá sér rólegt starf sem ekki skaðar aðra menn, einhvers staðar falinn bak við skrifborð eða ofan í skurði við mokstur, án þess að honum sé falið of mikið vald eða athygli, því menn sem virða ekki náunga sinn fara illa með bæði tvennt.

Arnaldur (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 02:32

13 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Axel Johann kæran var feld nydur og samkvæmt løgum er madur ta saklaus,svo leingi ekki er dæmt i malinu,hann hefur ju ekki stødu grunads mans er tad hja løgreglu??,en alveg sammala ad audvitad a ad ranska tetta og akæra tann seka,serstaklega tar sem folk ju er buid ad dæma mannin,og øruglega buid ad vera erfitt fyrir alla adila tetta mal

Eg a lika erfitt med ad trua ad Rikissaksoknari,sendi malid aftur til Løgreglunar ef ekki er astæda til,varla er hann ad gera tad ad gamni synu

En folk les eithvad i sorpriti eins og DV og ta adalega fyrirsagnirnar,ssydan er byrjad a takkabordinu med hatursfullum skrifum og skitkasti,tad a ekki bara vid i tessu mali og lukasar malinu heldur fjølda mala sem hafa verid a forsydu tessa snepils og ekki hefur verid mynsti fotur fyrir

Her i DK var mal fyrir faeinum arum(hafa reindar verid fleiri) tar sem ung stulka akærdi mann fyrir naudgun,sa madur mysti alt,fyrirtæki fjølskilduna,konan vildi ekki leifa honum ad sja børnin hann sat i fangelsi i fleiri daga,ari seinna vidurkennir hun sva ad tetta var ligi fra upphafi,af tvi ad hun var ad hefna syn af tvi ad hann var ekki tilkippilegur tregar hun var ad reina vid hann

Annar var her bara fyrirnokrummanudum akærdur fyrir naudgun,en tad fanst sem betur fer video af øllu saman,sn syndi aldeilis ekki naudgun,en aftur a moti hafdi tessi stulka kærasta og fekk slæmt samviskubit,sa madur var lika heingdur ut a kommentum

Naudggun mun altaf vera hrædilegur hlutur,og aldrei verjandi,en tad er mansmord lika,og folk svifst einskis ef tad getur bara kastad einhverjum skit ut i loftid a hinum ymsu kommentasidum,vil ekki samtikkkja ad naudgunar akærur seu notadar til ad frida eigin samvisku eda til ad hefna sin a einhverjum karlmanni

Eg ætla ekki ad leggja doma hvort ad madurin er sekur eda saklaus,enda ekki vidstaddur  yfirheirslur hja Løgregluni eins og tusundir virdast hafa verid eftir skrifum folks ad dæma

Ingibjørg Axelma Axelsdottir,akæra er heldur ekki sama og sekt,nu buum vid allavegana ad nafninu til i lydrædisriki,,med synum kostum og einnig med synum gøllum,tar sem madur er saklaus uns sekt er sønnud(i ordi kvednu)en tusundir eru ju buin ad dæma mannin,an nokkurrra sannana a  kommenta sydum,og vidar

Þorsteinn J Þorsteinsson, 14.11.2012 kl. 06:15

14 identicon

Hvernig í ósköpunum getur þú sett samasem merki á milli þess að hún hafi farið á neyðarmóttöku og að henni hafi verið nauðgað ? Ef ég dett í stiga ... en "enda" upp á spítala og segi að þú hafir lamið mig er það þá sjálfgefið að þú hafir lamið mig afþví að ég endaði á spítalanum ?

Og svo einhver svari þessari spurningu þinni þá ætla ég rétt að vona það að mér takist betur til í uppeldinu en svo að dóttir mín eigi eftir að vita betur en að fara heim með ókunnugu fólki af djamminu... hvað heldur þú að 18 ára stelpa hafi haldið að hún væri að fara að gera heima hjá honum ? Spila lúdó eða ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 08:11

15 identicon

Gleymdi að skrifa að þessari athugasemd er beind að Skegga

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 08:13

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Arnar Geir:

Ég var alls ekki að setja neitt samasem merki. Ég var að minna á að stúlkan fór uppá neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota.

Ég sé fyrir mér hvað þú myndir segja við dóttur þína í þessum sömu aðstæðum.

"Hva, fórstu með þessu pari heim til þeirra? Hélstu að þau vildu bara spila Lúdó? Fattaðirðu ekki að þau voru að draga þig heim í HÓPSEX?"

Skeggi Skaftason, 14.11.2012 kl. 09:09

17 identicon

Að mínu viti er það alveg jafn alvarlegur glæpur að ásaka mann eða konu ranglega um glæp og glæpurinn sjálfur, hefði hann verið framin.

það er greinlegt að þér hefur aldrei verið nauðgað.

þrúður (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 09:13

18 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Málið hefur lyktað af peningalykt m.a. vegna aðkomu rándýra lögmanna,

eina rétta er að láta málið fara fyrir dómsstóla, Það er Gils fyrir bestu er sammála Ingibjörgu um að felld nauðgunarkæra er ekki sýknun

Bernharð Hjaltalín, 14.11.2012 kl. 09:36

19 Smámynd: Landfari

Það má nú taka undir allt sem Axel Jóhann segir hér.

Rétt er að hafa í huga  orð Ingibjargar, sem Axel áréttar líka, um að felld nauðgunarkæra sé ekki sýknun. Á sama hátt og Þorsteinn J bendir á að ákæra er ekki sama og sekt.

Málið þarf að rannsaka.

Að lokum vegna athugasemdar þrúðar hér að ofan þá er það einmitt vegna þess hvað nauðgun er alvarlegur glæpur sem fölsk kæra um naugun er alvarleg.

Það má ljóst vera að sá sem ekki hefur lent í því að vara nauðgað eigi erfitt mað að setja sig fyllilega í spor þess sem fyrir verður. Upplifunin af atburðinum, eftirköstin og vanlíðanin sem fylgir. Til að bæta svo gráu ofan á svart að þurfa að rifja upp í smátriðum allt aftur til að reyna að ná fram rétti sínum vitandi um líkurnar á að hafa sitt fram. Það er misjaft hvernig einstaklingar sem fyrir verða höndla þetta, sumir komast nokkurn vegin frá því með tímanum en aðrir eiga erfiðara með það og ólíklegustu smáatriði verða til að allt rifjast upp.

Á sama hátt er erfitt að setja sig í spor þess sem verður að ósekju fyrir slíkri ásökun. Það er mannorðsmorð að því leiti að viðkomandi getur aldrei hreinsað sig að fullu af slíkum rógburði. Það verður alltaf einhver tilbúinn til að trúa ásökuninn og alveg sérlega ef viðkomandi er þekktur og umdeildur. Eins og í hinu tilfellinu er misjafnt hvernig menn höndla svona. Sumir geta leitt þetta hjá sér og lagt að baki eftir einhvern tíma. Á aðra getur þetta lagst þungt á sálinaog valdið varanlegum skaða.

Landfari, 14.11.2012 kl. 09:57

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnaldur, það er mismunandi hvernig kynlíf fólk stundar, það er eins mismunandi og fólkið er margt. Margir stunda svokallað gróft kynlíf, með hjálpartækjum og öllu þar sem hugmyndaflugið eitt takmarkar sviðið. Gróft kynlíf, er ekki sama og nauðgun, það er yfirleitt stundað með samþykki beggja, geri ég ráð fyrir.

Þú ferð hörðum orðum um Egil og hans persónu og gefur þig út fyrir að vera maður með öfluga samvisku og sterka réttlætiskennd. Sem stangast illa á við þá staðreynd að þú hefur skrifað hér allmargar athugasemdir, en aldrei undir sama nafninu. Hvað hefur þú að fela?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 10:29

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jorsteinn J, það sést best á umræðunni hérna að niðurfelling ákæru jafngildir engan vegin sýknu.

Þú nefnir líka ágætt dæmi um afleiðingar falskæru, mannorðsmissi með öllu sem því fylgir.

Það er undarlegt hvað margir stökkva upp á nef sér í svona málum þegar einhver nefnir nauðsyn öflugrar sönnunarbyrgði í svona málum og kalla það árás á "fórnarlambið". Nauðgarar eiga ekkert gott skilið, en það eru líka til óvandaðar konur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 10:40

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þrúður, nei ég hef hvorugt af þessu reynt og vona að þú hafir það ekki heldur.

Ég er ekki að fullyrða neitt, varpa aðeins fram þeirri spurningu hvort af þessu tvennu sé verra, af því ég veit það ekki sjálfur. Enginn hefur enn svarað þeirri spurningu.

En ég get vel ímyndað mér að maður sem er stöðugt í umræðunni í fjölmiðlum og fólks á milli og úthrópaður fyrir glæp sem hann framdi ekki, upplifi það sem margendurtekna grófa nauðgun.

Jafnvel þó viðkomandi sé sýknaður þá er ekki víst að það dugi til því að er til nóg af fólki sem er tilbúið að núa honum glæpnum um nasir eftir sem áður þó það viti hið sanna.

Ég myndi ekki vilja upplifa það, hvað með þig? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 10:53

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skeggi, þú ert nokkuð öflugur í að setja upp dramaseraða leikþætti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 10:55

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt ágæta innlegg Landfari.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 10:56

25 identicon

Góðan dag!

Ég held nú að Gillzinn ætti nú bara að vera ánægður þessa umfjöllun.

Hann talaði um það í upphafi að hann myndi kæra stúlkuna sem ég tel víst að hann hafi gert.

Afhverju þurfti þá ríkissaksóknari að taka málið upp?

jæja, sumum finnst nauðsyn að vera í umfjöllun. Illt umtal er betra en ekkert umtal. S.b. Gillzinn þegar hann var með umfjöllun um konur hér á árum áður. Ekkert er skrýtið þótt hann liggi vel við höggi drengurinn.

jóhanna (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 11:07

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhanna, er það ekki einmitt kæra Egils, sem saksóknari er að gera lögreglunni að rannsaka?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 11:20

27 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er mjög alvarlegt að ranglega saka fólk, hvort sem það er í Netheimum eða til lögreglu. Það eina, vil ég meina, sem menn geta alveg sannað að sé rangt sem um þá er sagt , er þegar menn eru sagðir látnir og þeir eru það ekki, og geta svo léttilega sannað það. Tvö dæmi um slíkt man ég, það var um Hemma Gunn og svo veðurfræðing sem var á RÚV , Trausti minnir mig að hann heiti. Allt annað sem fólk er sakað um og tala nú ekki um kært til lögreglu er mjög alvarlegt og með einbeittum brotavilja. Að hirða æru og mannorð af fólki að ósekju er engan veginn í lagi. Gamalt íslenskt heilræði segir að hver maður skuli eitt sinn deyja, og þannig á það að vera. Mannorð og æra fólks eru dýrmætustu eigur fólks sem því miður er lítið sem ekki neitt hægt að gera við, sé því rústað og hirt af fólki af kvikyndsskap einum, vil ég trúa að sé ástæðan; mannvonska og grimmd. Það gerist alltof oft hér á landi , alltof oft.  Í öðrum löndum, man ekki dæmi en hef séð í fréttum, þá er fólk dæmt í mörg ár í fangelsi fyrir rangar sakargiftir.

Veit einhver hvernig það er hér, hvort eitthvað sé gert í því eða hvort dómar um slíkt hafa fallið ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.11.2012 kl. 11:43

28 identicon

Kæri Arnar Geir. Ég veit ekki hvers konar sora og viðbjóði þú hefur umgengist alla æfi, í hvaða skuggaafkima samfélagsins, en ég og mínar vinkonur í 101 fórum oft heim af djamminu með fólki sem maður rétt kannaðist við á þessum aldri, til að eiga í samræðum við það, en ekki samförum, og aldrei hlaust neitt illt af því. Að fara heim af djammi með pari sem maður kannast við er ekki yfirlýsing um vilja til samfara. Það er eðlileg reynsla flestra íslenskar kvenna gert hundrað sinnum og fengið kaffibolla, rauðvínsglas eða spjall um daginn og veginn og sameiginleg áhugamál. Ef trekantur er eðlileg afleiðing slíks í þínu sveitarfélagi, væri fínt þú varir menn við hvar þú býrð, svo fólk viti hvert ber að varast að flytja.

Magnea (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 12:15

29 identicon

"Að mínu viti er það alveg jafn alvarlegur glæpur að ásaka mann eða konu ranglega um glæp og glæpurinn sjálfur."

Þetta er rugl. Endilega prófaðu að láta nauðga þér og láttu okkur svo vita.

Anna (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 12:33

30 identicon

Axel Jóhann!

Það var einmitt spurningin hjá mér.

Afhverju þurfti ríkissaksóknari að

taka málið upp, úr því búið var að leggja

fram kæru. kveðja.

jóhanna (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 12:37

31 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kannski asnalega orðað í fréttum jóhanna, veit ekki ? Ég amk skil það aðeins á þann veg að það eigi að taka það upp til að kanna hvort rangar ásakanir hafiv erið bornar á Gilz...kannski var þetta allt í sama málinu, veit ekki, en ef það á að rannsaka hvort sakargiftir hafi staðist eða ekki, lít ég amk svo á að ákæruvaldið telji að slíkt ekki ná sakfellingu í dómi...eða hvort Gils hafði fengið fravísun á kæru á hendur þeim sem hann kærðu og að það sé það sem eigi að taka upp aftur.. allavega, ég held það sé alveg öruggt að það  er verið að tala um að það eigi að rannsaka hvort konurnar báru hann röngum sökum en ekki að taka upp nauðgunarkæruna á hann upp aftur, hún var felld niður.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.11.2012 kl. 13:43

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhanna, lögreglan hafði ekki áhuga á að sinna kærunni, saksóknari er að segja þeim að taka kæruna til greina og rannsaka málið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 14:37

33 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjördís #27. Hér er allavega eitt dæmi um slíkt, ef dóm skyldi kalla.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/01/12/daemd_i_fangelsi_fyrir_ad_bera_rangar_sakargiftir_a/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 14:49

34 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Axel, og það er líka nauðgunarkæra frá Rússlandi eða Englandi sem stut er síðan dæmt var í máli konu sem bar 2 eða 3 menn röngum sakargiftum, minnir að eftirásrkýring hennar hafi verið sú að hún sá eftir að hafa viljað taka þátt í hópkynlífi, man þetta ekki betur en rámar vel í þetta...

Og það sem linkar á mig er líka nauðgunarkæra sem var skálduð og hún iðraðist og baðst afsökunar...slæmt þegar fólk lýgur um nauðganir, því það hefur því miður áhrif á þær sem ekki eru að skálda sem ég vil trúa að segi oftast satt, flestar meina ég..en málið sem ég var að rembast við að muna að ofan, það voru mörg ár í fangelsi sem hún fékk, ekki að ég sé hlyttn löngum refsingum, laaangan veg frá, heldur er það til marks um hvað það er liti ðgríðarlega alvarlegum augum að skálda kærum á fólk, sem það svo þarf að berjast fyrir að sýna sakleysi sitt í , ef sá sem skáldar, gerir ekki það sama og konan í linknum sem þú sendir, biðjist iðrunar og afsökunar á að hafa logið. Ég kannast við mann sem varð fyrir því að logið var á hann nauðgun, heppinn var hann að hafa ekki fengið það um alla fjölmiðla...sú kona hafði þá skýringu að hún vildi fá hann sem sinn mann og fékk ekki svo hún kærði hann og þau höfðu aldrei verið saman, ekki einu sinni kossar..

En með mál Gils, ég veit ekki sannleikann, ég var ekki á staðnum og tel að kerfið okkar eitt, eigi að sjá um ákærur, eða niðurfellingar og sakfellingar þar sem sekt sannast, ekki aðrir. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.11.2012 kl. 15:06

35 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna, vilt þú þá ekki reyna hvernig það er að vera úthrópuð á forsíðum blaða og fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum vikum saman fyrir upplognar sakir og finna hvernig það er að vera hataðasta manneskja samtímans?

Þú ert aumkunnarverð!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 15:07

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er virðingarvert Hjördís að konan sá að sér og viðurkenndi sín mistök og beðist afsökunar.

En skaðinn er skeður, það var búið að tengja nafn mannsins við glæpinn og svo gott sem skrifa á ennið á honum með eins stóru og feitu letri og þar rúmast orðið

NAUÐGARI!

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 15:15

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Magnea öðru nafni Arnaldur - Halldór - Áslákur - karl með skegg o.f. ég held að ég gefi þér frí frá athugasemdum á þessu bloggi í smá tíma meðan þú reynir að átta þig á því hver þú ert.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 15:27

38 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Því miður Axel, og reiðust varð ég þegar Símaskráin gaf út límmiðana, ég er enn í sjokki og ber enga virðingu fyrir stjórnendum og starfsmönnum sem datt það í hug, sáu til þess að þetta var samþykkt, hönnuðu þá eða prentuðu og dreifðu og að lokum, þá sem gerðu sér far um að sækja þá og evt líka límt þá á forsíðuna heima hjá sér, oj og svei þeim !!! Ég skrifaði þá dúndur mail á framkvæmdastjórann sem hún hunsaði að auki, ekki var það nú til að auka álit mitt á því skítakompaníi....og að auki var örstutt í næstu símaskrá...jafnaást á við TATTOO á ennið á Gils. ég fann mjög til með honum og geri enn, en ítreka ég veit ekki sannleikann en það þarf að passa að fara ekki fram með kærur í svona málum í fjölmiðla að öllu jöfnu, hann kannski gat ekki annað því hinn kosturinn hefði verið sá að leyfa Gróu á leiti að sjá um að dreifa þessu....gleymdi einu með Símarkármailið mitt...þar skoraði ég á framkvæmdastjórann að greiða Gilz örlátar skaða-miskabætur að fyrra bragði, þegar þetta mál væri til lykta leitt ef niðurstaðan yrði sú að hann væri sýknaður eða niðurfellt mál. Svei Símaskránni, svei þeim, vá, ég finn að ég er enn reið útí þá starfsmenn þar sem datt þetta ógeð í hug, svei þeim aftur, og já enn meira svei !!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.11.2012 kl. 16:03

39 identicon

He he Góður Axel.

Er málið virkilega þannig að menn slá um sig á blogginu með mismunandi kennileitum ??

Ef satt er þá finnst mér það virkilega dapurt !

Það er virkilega dapurt að búa til alter ego til að botna sinn eigin boðskap til að freista þess að búa til skriðþunga fyrir hvern þann málstað sem viðkomandi reynir að standa vaktina fyrir..

runar (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 16:07

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjördís, síminn vann sér vafalaust inn prik hjá einhverjum með þessari miðalágkúru, en hinir voru fleiri sem höfðu skömm á tiltækinu. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 16:26

41 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já runar svona er þetta. Sama IP talan fylgir öllum þessum nöfnum.

Ég set ekki skilyrði fyrir fullu nafni við athugasemdir. En af einhverjum ástæðum læt ég þetta hátterni fara í pirrurnar á mér, þó ég ætti ekki að gera það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 16:36

42 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hvernig sérðu ip tölurnar...ég fæ líka nafnlaus komment hjá mér og nokkur þeirra grunar mig að sé einn og sami einstaklingurinn, lýsir sér eins stundum, að kommenta svo á sjálfan sig, eins og ef ókunnugan væri að ræða...þreytandi en hvað er til ráða ? Segi eins og þú Axel, nafnleysi er ok, en ekki með milljón nikk og mailandi manni svo líka undir no-name netföngum...og sumir svo með mismunadi nafni undir sem kveðju, í sama netfangi.....

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.11.2012 kl. 18:45

43 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjördís, þú ferð inn í stjórnborð - þaðan í blogg á efri skrumlínunni - síðan inn í athugasemdir á neðri skrumlínunni - þá kemur upp listi yfir athugasemdir.

Ef þú klikkar á + fyrir framan "nafn" sendanda þá opnast athugasemdin með upplýsingum um hann. Þar getur þú lokað á viðkomandi og/eða falið innleggið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2012 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband