Óskiljanleg ákvörđun - veikleikamerki

Ákvörđun Hönnu Birnu er undarleg og í hróplegri andstöđu viđ niđurstöđu prófkjörsins um helgina og  kröfu kjósenda flokksins um breytingar, sem vart varđ misskilin.

Face Simple AfraidHanna Birna hefur međ ţessari ákvörđun virt ađ vettugi kröfu flokksmanna ađ hún taki sér stöđu viđ stýriđ og ákveđiđ ţess í stađ ađ verđa óbreyttur háseti í komandi kosningaveiđiferđ flokksins undir stjórn getulauss skipstjóra sem hefur í tvígang fengiđ gula spjaldiđ hjá flokksmönnum sínum.

Hanna Birna var međ pálmann í höndunum en á ögurstundu hikađi hún og ţorđi ekki ađ taka stökkiđ. Sú  ákvörđun veikir hennar stöđu til framtíđar, svo um munar. Ţađ er nóg af stjórnmálamönnum sem ekki ţora en engin eftirspurn. Ţví kann tćkifćri Hönnu Birnu til ađ verđa formađur Sjálfstćđisflokksins ađ hafa runniđ henni úr greipum.

Margir hafa örugglega andvarpađ af létti á vinstrivćng íslenskra stjórnmála viđ ţessi tíđindi. Hanna Birna hefur međ ákvörđun sinni fćrt ţeim veikan og  laskađan Sjálfstćđisflokk sem andstćđing í komandi kosningum. Međan Bjarni Benediktsson veitir Sjálfstćđisflokknum forystu er vandséđ ađ flokkurinn verđi annađ og meira en ţađ pólitíska rekald sem formađurinn sannarlega er.

Menn hafa fagnađ af minna tilefni.

  


mbl.is Hanna Birna ekki í formanninn ađ óbreyttu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ţađ er veriđ ađ bjóđa Bjarna tíma til ţess flikka upp á ímyndina.

Hvernig skyldi hann nýta hann ? Ímyndar og sjálfstyrkingarnámskeiđ ?

Hanna Birna fór í raddţjálfun og árangurinn svona assgoti glimrandi..

hilmar jónsson, 26.11.2012 kl. 21:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit ekki hvađa göldrum ţyrfti ađ beita Bjarna til ađ hann "virkađi"!

Annars er ţetta ástand ágćtt. Hanna Birna kom sá og gugnađi. Hún reis upp ađeins til ađ slá sjálfa sig niđur.

Ţađ er eitthvađ mikiđ ađ í flokknum fái Bjarni ekki mótframbođ á komandi landsfundi. Ţađ hefur heldur fjarađ undan Bjarna frá síđasta landsfundi ţannig ađ slíkt frambođ ćtti raunhćfa möguleika, svo fremi ađ frambjóđandinn sé einhver annar en Birgir Ármannsson.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.11.2012 kl. 22:43

3 Smámynd: Óskar

Ţetta er besta hugsanlega niđurstađa fyrir alla ađra flokka, ţ.e. ađ hafa Bjarna áfram.   Takk Hanna Birna fyrir ađ minnka líkur á einhverju hćgra rugli eftir kosningar!

Óskar, 26.11.2012 kl. 23:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţađ er hverju orđi sannara Óskar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.11.2012 kl. 23:48

5 identicon

Komiđ ţiđ sćir; Axel Jóhann ćfinlega; - og ađrir gestir, ţínir !

Nafni minn; Haraldsson !

Meira Andskotans dálćtiđ; sem ţú hefir á ţessu 4urra flokka krađaki - ''Ţetta er hugsanlega niđurstađa fyrir alla ađra flokka'' skrifar ţú kankvís, eins og ţú viljir halda ógeđinu gangandi áfram, hérlendis.

Svo; skaltu ekki dirfast, ađ kenna íslenzka miđju- mođiđ viđ Hćgri, nafni minn, ţví allir sannir Hćgri menn kappkosta ađ útrýma ţingrćđi og Vestrćnu gerfi- lýđrćđi, ţar sem ţeir komast til valda á annađ borđ, ágćti drengur.

Ţess í stađ; eru settar á laggirnar fámennisstjórnir sterkra manna, oftast; undir Hervaldi, ađ sjálfsögđu !

Međ beztu kveđjum; sem oftar, úr Árnesţingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 27.11.2012 kl. 01:06

6 identicon

sćlir; átti ađ standa ţar, vitaskuld. Skrifađ; í rökkri, ađ nokkru.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 27.11.2012 kl. 01:13

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hanna Birna á rassinn rann,

rétt í bili, tryllir mann.

Bjarna Ben. sem lítiđ kann

hún reisti viđ sem mann.

Blíđan lagđi byrinn fyrir gulldrenginn,

blíđan lagđ´ hún byrinn fyri gullrenginn ţann.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.11.2012 kl. 02:34

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

leiđr. "fyrir gulldrenginn ţann.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.11.2012 kl. 02:36

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Góđ Bergljót..

hilmar jónsson, 27.11.2012 kl. 11:48

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála Hilmari.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2012 kl. 12:12

11 identicon

Ég er ekkert spes hrifin af HB, hvađ hefur hún gert sem gerir hana spes.. ekkert.
Auvitađ er ţađ púra veikleikamerki ađ fara ekki gegn BB, sýnir eiginlega ađ hún er strengjabrúđa

DoctorE (IP-tala skráđ) 27.11.2012 kl. 12:38

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er alveg sammála DoctorE, en einhverja hluta vegna er hún ađ skora hátt hjá kjósendum Sjálfstćđisflokksins.

Hún gat ţess vegna tekiđ völdin núna, hefđi hún viljađ. Ţađ er ekki víst ađ sá gluggi verđi henni opinn síđar ţegar hún ákveđur ađ láta til skarar skríđa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.11.2012 kl. 12:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband