Verði Helga "að Góu!"

Helgi í Góu birtir opnu  auglýsingu í Fréttablaðinu  í gær þar sem hann hraunar yfir forsætisráðherra, með réttu eða röngu, vegna þeirrar skammar sem viðgengist hefur á elliheimilum hér á landi í áratugi að aðskilja hjón og setja í herbergi með vandalausum.

Ég er sammála því að aðskilnaður hjóna á elliheimilum er til skammar. En mér finnst þessi paskaegg1auglýsing hans Helga, bæði forkastanleg og siðlaus í alla staði. Þó ekki sé fyrir annað en þá ósvífni að í henni ber Helgi fyrir sig fólk að því forspurðu.

Fullyrðing Helga að þetta frumhlaup hans tengist ekkert páskaeggjavertíðinni, er í besta falli brosleg. Svo bítur Helgi höfuðið af skömminni með því að skella sökinni á auglýsingastofuna. Það er Helgi sem kaupir vinnu stofunnar og borgar birtingu auglýsingarinnar, hann og enginn annar ber ábyrgðina.

„Dýrlingurinn“ Helgi í Góu hefur misst vængina og fallið af stalli sínum. Páskaeggin til barnabarnanna í ár verða pottþétt ekki frá Góu!

 


mbl.is Helgi í Góu: Tengist ekki sölu á páskaeggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi í Góu ætti frekar að skammast sín fyrir verðið á páskaeggjum.

Siðlaust okur og ekkert annað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 11:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að Helga finnist  verðlagningin vel innan siðlegra marka. Ætli það sé verðsamráð í þessum bransa, Haukur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2013 kl. 11:41

3 identicon

Ég er nú svolítið hissa á Páli. Jóhanna Sigurðardóttir er í forsæti ríkisstjórnarinnar og skipar ráðherrana sem framfylgja stefnu hennar sem leiðtoga jafnaðarmanna. Að kalla gagnrýni skæting er dálítið ómaklegt hjá honum. Helgi setur sína gagnrýni fram í prentmiðli. Voru þau hjónin með skæting þegar þau settu sína gagnrýni fram í sjónvarpinu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 11:57

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elín, Páll og hans kona þurfa hvorki að spyrja kóng eða prest til að tjá sig um sín eigin mál.

Helgi á hinsvegar ekkert með að birta auglýsingar um þeirra mál, þín eða annarra án samráðs og leyfis viðkomandi!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2013 kl. 12:13

5 identicon

Má maðurinn ekki vitna í greinar í dagblöðum? Fékkstu leyfi hjá Helga áður en þú tjáðir þig um hans mál?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 12:18

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helgi hefur sjálfur viðurkennt að brotið hafi verið á Páli, en var ekki meiri maður en svo að kenna auglýsingastofunni um.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2013 kl. 12:29

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott hjá Helga að minna á hróplega rányrkju skipulagðra glæpastofnana, sem margir lífeyrissjóðir á Íslandi eru í raun, og voru byggðir upp sem slíkir! Og þar að auki galtómir eftir embættis-ribbaldaránin síðustu áratugina!

Að setja út á smáatriðin í auglýsingunni, til að fela stóru glæpina, er meðvirkni-einkenni almennings á Íslandi, með möppudýrunum í hæstarétti, sem komu Íslandi þráðbeint á hausinn.

Íslendingar verða að hætta þessari meðvirkni með helsjúkum græðgi-glæpakerfis-sjúklingum, sem eigna sér allt og alla án dóms og laga, með hryllilegum mannréttindabrotum á Íslandi! Sá sem spilar með spillingunni vísvitandi, er að hengja steina á rænda þræla þessa lands. Ekki er á bætandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2013 kl. 12:30

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er nú dálítið hissa á Páli að gagnrýna þá sem vilja hjálpa öðrum, en svona er þetta bara hjá sumum, þegar þeir eru búnir að fá sýn mál í gegn, þá er allt í lagi með hina. Helgi á allt gott skilið, hann hefur sýnt það og sannað að hann heldur með launþegum landsins í öllum málum ekki bara þessu máli!! Gangi þér allt í haginn Helgi. Ég hlusta ekki á niðurrifsöflin, og því sýður ég tek ég mark á þeim!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 22.3.2013 kl. 12:36

9 identicon

Nú ert þú farin að tjá þig um einkamál almennings Anna Sigríður. Hefurðu leyfi til þess?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 12:37

10 identicon

Eyjólfur

Manst þú eftir því að Helgi í Góu hafi staðið upp á fundum hjá atvinnurekendum og hvatt þá til að gera vel við launþega.? Helgi hefur oftas tímasett sínar auglýsingar í kringum hátíðir . Hvers vegna berst hann ekki innan atvinnurekanda ????????????

sæmundur (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 15:28

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elín. Þér er að sjálfsögðu velkomið að kæra mig fyrir það sem ég geri og segi ólöglega, ef ég er að brjóta lög og stjórnarskrá þessa lands.

Ég er ekki lögfræðingur, og tek því sem sjálfsögðum hlut að fólk kæri mig til yfirvalda, ef ég er að brjóta lög og stjórnarskrá þessa lands.

Ég mun ekki hafa fjárhagslega möguleika til að fá mér lögfræðing, til að verja mig, svo það ætti ekki að verða erfitt verk fyrir þig að vinna það mál, ef þú hefur fjármagn og áhuga á því að kæra mig fyrir mín orð, verk og sýn.

Gangi þér vel að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, ef það er þannig sem á að afgreiða þá sem segja frá staðreyndum, og ekki eru í bankaklíkunni/lífeyrissjóðsklíkunni á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2013 kl. 18:37

12 identicon

Ég er góðfúslega að benda þér á Anna Sigríður að þú ert ekki þjóðin. Þú hefur ekki umboð frá þjóðinni til að tala um málefni almennings. Hvers vegna talarðu ekki bara um eitthvað annað ????????????

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 19:25

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er spurning Elín, hvort þú ættir ekki að hlusta á eigin ráðleggingar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2013 kl. 19:48

14 identicon

Ég held að Helgi vilji vel og tek undir orð Eyjólfs 12:36.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 20:10

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Velvilji Helga virðist virkastur þegar mest ríður á að minna neytendur á framleiðsluvörur Góu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2013 kl. 20:54

16 identicon

Veðrið er klassískt umræðuefni. Maður þarf hvorki umboð frá þjóðinni né leyfi frá einstökum aðilum til að ræða það. Má búast við páskahreti í ár?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 22:26

17 identicon

Má ég benda fólki á ummæli Helga um að kosningar og páskar eru á vorin og þessi tveggja opnu auglýsing í báðum dagblöðunum er ætluð til að ná augum stjórnvalda fyrir kosningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lýsir skoðun sinni á lífeyrissjóðum og fjárfestingastarfsemi þeirra. Óþarfi að vera að hnakkrífast vegna þessa.

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 22:44

18 Smámynd: Landfari

Axel, Bað Helgi ekki Pál bara afsökunar. En það er komið fram að hann fékk leifi hjá þeims sem skrifuðu fréttina til að birta hana í auglýsingu.

Páll kemur fram opinberlega og ég hef ekki og þarf ekki að biðja hann um leifi tilað fletta aftur og aftur upp á þessari frétt á netinu.

Hitt er vel skiljanlegt að Páll vili ekk velta steinum núna þegar hann er að fá lausn á sínum málum. Vandamálið er hinsvegar að þau hjónin eruekkert ein í þessari stöðu heldur eru fjölmörg eldri hjón í sömu sporum. Fyrir þann fjölda er ekkert verið að gera og eðlilegt að Páll vilji ekki vekja athygli á þeirri sérmeðferð sem þau hjónin fá, sennilega vegna þess hversu þjóðþekktur einstaklingur hann er.

Helgi er hinsvegar þekktur fyrir baráttu sína til að breyta lögunum um lífeyrissjóðina þannig að þeir getir farið út í fasteignarekstur sem þeir hafa ekki heimild til nú.

Sú barátta hófst ekki með  þessari auglýsingu og kemur páskum ekkert við. Hún hefur hinsvegar allt að gera með að það eru kosningar í vor og ef ég þekki Helga rétt er þetta ekki síðasta auglýsingin frá honum fyrir kosningar þó páskarnir verði liðnir

Landfari, 22.3.2013 kl. 23:18

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elín. Ég er bara brota-brot af þjóðinni, og geri mér vel grein fyrir að ég sem einstaklingur er áhrifalaus með mínar skoðanir.

Ég gæti til dæmis frekar talað um slúðursögur og veðrið! En ég hef því miður ekki áhuga á slíku umræðuefni.

Það er málfrelsi á Íslandi, og þess vegna geta svona kerlingar eins og ég sagt það sem þeim raunverulega finnst.

Elín! Hvers vegna ert þú svona reið yfir því sem ég skrifa? Ég vil engum neitt illt með mínum skrifum. Það væri örugglega hollt fyrir mig að læra hvernig ég á rétt á að tjá mig á Íslandi!

Takk fyrir að fá að skrifa mínar hugsanir á þína síðu Axel Jóhann. Ég er ekki versti púkinn á fjósbitanum, og verð aldrei sá besti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2013 kl. 23:52

20 identicon

alltaf fjör að fylgjast með fólki rífast yfir einhverju sem skiptir engu máli.

Bára (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 00:53

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bára. Málfrelsi til að segja frá staðreyndum um spillingu, er gífurlega mikilvægt. Ég furða mig á því hvers vegna sumum er svo illa við að talað sé um spillingu lífeyrissjóðanna?

Helgi í Góu er bara að benda á staðreyndir um lífeyrissjóðina, og mér finnst auglýsingarnar hans upp á síðkastið vera alveg nauðsynleg áminning, og það væri fínt ef fleiri hefðu hugrekki til að gera slíkt hið sama. Ef allir verja óréttlæti og siðspillingu, þá verður ekkert réttlæti og allir tapa.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 18:21

22 identicon

Sammála Önnu Sigríði. Hvernig stendur á því að lífeyrissjóðirnir fjáfesta ekki í t.d. íbúðum fyrir aldraða og leigi út á sanngjörnu verði eins og Helgi er að benda á. Þetta er þó fólkið sem "á" sjóðina og ættu að njóta góðs af því.

Ef það er vegna þess að það sé ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum sjóðsins, þá þarf einfaldlega að breyta því.

Það sem aldraðir vilja, er öryggi fyrst og fremst og er húsnæði þar fremst í flokki

Eysteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2013 kl. 20:03

23 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sæmundur, ég tel að það beri meiri árangur að berjast fyrir launþega á opinberum vettvangi, heldur en innan múra atvinnurekenda.Skitir þá engu hvort verið sé að selja Páskaegg eða eitthvað annað!!! Gleðilega Páska, Sæmundur.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.3.2013 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband