Kunnuglegur söngur

Samtök Atvinnulífsins hafa hafið upp kunnuglegan söng. Sönginn um eftirlitskerfið burt, sem kyrjaður var hér á landi á árunum fyrir hrun. SA vilja auðvitað ekkert eftirlit með starfsemi sinna meðlima. Þeir þrá starfsumhverfi eins og það „gerist best“ í sumum ríkjum Asíu, þar sem litlar eða engar skyldur eru lagðar á þeirra stétt og réttleysi „þræla þeirra“ lögbundið.

Sungið var hástöfum af AS á árunum fyrir hrun að bankarnir íslensku þyrftu t.a.m. ekkert eftirlit, þeir myndu líta eftir sér sjálfir. Það var sameiginlegur skilningur SA og þáverandi stjórnvalda, sem drógu stórlega úr eftirlitinu. Ekki þarf að fjalla frekar um það skipbrot þó höfundar þess og aðrir hagsmunaaðilar leggi núna allt kapp á að sópa því sem fyrst í gleymskunnar djúp. Nokkuð virðist þeim hafa orðið ágengt, úr því þeir hefja sönginn á ný.

Annað aðaláhyggjuefni SA er líka í brennidepli þeirra þessa stundina, lægstu launin. Þau hafa auðvitað hækkað alltof mikið á Íslandi og valdið verðbólgu, að þeirra sögn. En eins og allir vita valda auðvitað ekki allar launahækkanir verðbólgu, bara sumar.  T.a.m. valda hundruð þúsunda- eða milljónahækkanir, ásamt feitum kaupaukunum og risa bónusunum, til útvalinna hópa engri verðbólgu.  

Eini verðbólguvaldurinn, að mati SA, eru hinir örfáu aurar sem þeir hafa nauðugir samið um að greiða ofaná þegar alltof há laun láglaunastéttanna. Bölvaður verkalýðurinn ógnar alltaf stöðuleikanum og ætti að skammast sín fyrir bölvaða græðgina og ábyrgðarleysið.


mbl.is Mætti sameina eftirlitsstofnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Hnífskörp færsla. Og sönn.

En hvað með Steingrím J(údas) Sigfússon, hækju auðvaldsins? Hefur hann ekki alltaf hatað verkalýðinn? Ekki fengu hinar vinnandi stéttir neitt meðan hann var ráðherra, því að hann átti svo annríkt með að gefa auðvaldinu skattfé.

Aztec, 5.4.2014 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.